Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 10.–12. febrúar 201514 Fréttir Viðskipti Vildu „betri greiningu“ á eignum Glitnis n Seðlabankinn óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um eignir slitabúsins R áðgjafar stjórnvalda við vinnu að losun fjármagns- hafta töldu „nauðsynlegt“ undir lok síðasta árs að þeir fengju afhenta „betri grein- ingu á gögnum“ en Seðlabankinn hefði getað veitt þeim til þessa um hvaða áhrif beiðni slitabús Glitn- is um undanþágu frá höftum hefði á greiðslujöfnuð íslenska þjóðar- búsins. Ekki væri hjá því komist að greina eignasafn Glitnis „með ýtar- legri hætti en venja er“ í ljósi þess að þær fjárhæðir sem undanþágu- beiðni búsins næði til væru „afar háar á þjóðhagslegan mælikvarða“. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Íslands sendi til Glitn- is þann 5. desember á síðasta ári og DV hefur undir höndum. Þar er ósk- að eftir mjög ítarlegum sundurliðuð- um upplýsingum um eignir Glitnis hf., írsku dótturfélaganna Haf Fund- ing og Holt Funding, GLB Holding ehf. og Glitnis banka í Lúxemborg. Heildareignir slitabús Glitnis námu ríflega 960 milljörðum króna í lok september á árinu 2014. Þar af voru erlendar eignir búsins 603 milljarð- ar króna en íslenskar eignir – bæði eignir í krónum og innlendar eignir í gjaldeyri – námu 358 milljörðum. Miklar fjárhæðir í húfi Í bréfinu, sem er átta blaðsíður að lengd og undirritað af Má Guð- mundssyni seðlabankastjóra, er meðal annars nefnt að það geti skipt verulegu máli fyrir greiðslujafnaðar- áhrif af slitum búsins samkvæmt fyr- irliggjandi tillögum að nauðasamn- ingi hvort að „baki eignum sem eru skráðar erlendar liggi kröfur á inn- lenda aðila“. Að sama skapi segir Seðlabankinn að það sé mikilvægt að fá upplýsingar um hvort að baki eignum sem séu skráðar innlendar í bókum Glitnis liggi krafa á erlend- an aðila. Þá segir í bréfinu að það skipti einnig máli „hvort óinnheimtar innlendar eignir verða seldar inn- lendum eða erlendum aðilum og hvernig kaup á eignum búsins verða fjármögnuð“. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir upplýsingar á þessari stundu um hugsanlega kaupendur þá tel- ur Seðlabankinn að það sé „engu að síður gagnlegt að fá mat slitastjórn- arinnar á líklegum kaupendum, einkum í tilvikum þar sem miklar fjárhæðir eru í húfi“. Þar er Seðla- bankinn að líkindum að vísa til 95% eignarhlutar Glitnis í Íslandsbanka en sá hlutur er metinn á um 168 milljarða króna í bókum slitabús- ins. Hafa ráðgjafar Glitnis unnið að því í meira en þrjú ár að selja þann hlut til erlendra fjárfesta, án þess að það hafi skilað neinum árangri fram til þessa. Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur Glitnir veitt Seðlabanka Íslands umbeðnar upplýsingar en Seðla- bankinn lagði áherslu á að þær yrðu afhentar ekki síðar en 9. janúar síð- astliðinn. Samkvæmt drögum að nauða- samningsfrumvarpi Glitnis er meðal annars gert ráð fyrir útgreiðslu á er- lendum gjaldeyri að fjárhæð hund- ruð milljarða til almennra kröfuhafa, en erlendir aðilar eiga 94% allra krafna á hendur slitabúinu. Fyrst var farið fram á slíkar undanþágur hinn 28. nóvember 2012. Tæplega ári síðar kynnti slitastjórnin Seðlabankanum tillögur um hvernig farið yrði með útgreiðslu á krónueignum búsins til erlendra kröfuhafa sem hefði ekki áhrif á stöðugleika í gengis- og pen- ingamálum, að mati slitastjórnarinn- ar. Þeim tillögum hefur enn ekki ver- ið svarað af hálfu íslenskra yfirvalda. Ljóst er hins vegar að þær eru ekki í samræmi við nálgun stjórnvalda um að tryggja jafnræði samhliða því að mótuð er heildstæð stefna um los- un hafta. Gögnum deilt með ráðgjöfum Fram kemur í bréfi Seðlabankans að frá því að undanþágubeiðni Glitn- is hafi fyrst borist þá hafi verið ósk- að eftir ýmsum gögnum á fundum með fulltrúum slitastjórnarinnar. Á grundvelli þeirra gagna sem þegar hafa verið afhent vinni sérfræðingar Seðlabankans að greiningu á því hvað fyrirhugaður nauðasamning- ur Glitnis kynni að hafa á greiðslu- jöfnuð Íslands. „Þeirri vinnu sé [hins vegar] ekki lokið og til þess að ljúka henni er nauðsynlegt að fá nýjustu tiltæku gögn afhent.“ Þá telur Seðla- bankinn „nauðsynlegt að skerpa á skilgreiningum“ hvaða gögn hann þurfi að fá afhent frá slitabúinu. Í bréfinu segir einnig að „óhjá- kvæmilegt“ kunni að vera að deila þessum gögnum og greiningu á eignum slitabús Glitnis með ráð- gjöfum Seðlabankans og stjórnvalda sem vinna að áætlun um losun hafta. „Ráðgjafar stjórnvalda telja vegna vinnu sinnar nauðsynlegt að þeir fái afhenta betri greiningu á gögnum en Seðlabankinn hefur getað afhent til þessa, að nokkru leyti vegna trúnað- arskyldu bankans en að sumu leyti vegna þess að Seðlabankinn hefur ekki aflað viðkomandi gagna.“ n Hörður Ægisson hordur@dv.is Glitnir og ríkið myndu „miðla sín á milli upplýsingum“ Haustið 2013 fór slitastjórn Glitnis fram á það, í bréfi sem var sent á forsætis- ráðherra, að ríkisstjórnin, Seðlabankinn og slitabúið myndu „miðla sín á milli upplýsingum um stefnumið sín varðandi uppgjör á slitameðferð“ Glitnis. Eins og greint var frá í síðasta tölublaði DV kom jafnframt fram í bréfinu að allir viðkomandi aðilar myndu samþykkja þann „sameiginlega skilning á því að viðræður [yrðu] í trúnaði“ og að þeim yrði unnið „saman í góðri trú til þess að tryggja gagnkvæman skilning á hinum ýmsu mögulegu uppgjörskostum“. Tillögur slitastjórnarinnar, sem miðuðu að því að fá íslenska ríkið í beinar samn- ingaviðræður við tiltekið slitabú sem hefur farið fram á víðtækar undanþágur frá höftum, fengu engan hljómgrunn af hálfu stjórnvalda. Í svarbréfi Seðlabanka Íslands, sem var gert opinbert á vef bankans þann 30. september 2013, kom fram að ekki kæmi til greina að setja upp „ferli af því tagi sem lagt var til í bréfi slitastjórnar [Glitn- is], síst af öllu með skuldbindandi tíma- setningum“. Í bréfi bankans sagði einnig að ekki væri hægt að gefa undanþágu frá höftum fyrir útgreiðslu eigna til erlendra kröfuhafa nema að þær yrðu „vel innan svigrúms greiðslujafnaðar Íslands og áforma um losun hafta“. Ekki væri um samningsefni að ræða. „Annaðhvort er skilyrðið uppfyllt eða ekki. Undanþágu- beiðni Glitnis uppfyllir þetta skilyrði ekki að svo stöddu.“ Seðlabank- inn Óskaði eftir ítarlegum gögn- um um eignir Glitnis í bréfi til slitabúsins 5. desember 2014. Mynd SiGtryGGur Ari 960 milljarða eignir Glitnis Erlendar eignir 603 milljarðar innlendar eignir 358 milljarðar Formaður slitastjórnar Glitnis Steinunn Guðbjartsdóttir.Seðlabankastjóri Már Guðmundsson. Íslendingar í gögnum HSBC Útibú breska bankans HSBC í Sviss aðstoðaði viðskiptavini sína, þar á meðal Íslendinga, við að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum. Þá á bankinn að hafa hjálpað sex aðil- um, sem tengdir eru Íslandi, við að koma 9,5 milljónum Banda- ríkjadala, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, undan skatti. Þetta kemur fram í leynigögn- um um bankann sem Alþjóða- bandalag rannsóknarblaða- manna (ICIJ) birti í heild sinni á vefsíðu sinni. Samkvæmt þeim voru 18 bankareikningar skráðir hjá HSBC í eigu sex aðila tengd- um Íslandi. Skjölin eru komin frá uppljóstrara sem stafaði við HSBC-bankann í Sviss og ná yfir árin 2005–2007. Straumur fær grænt ljós á kaup í ÍV Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við eignarhald Straums fjárfestingabanka á ráð- andi hlut í Íslenskum verðbréf- um (ÍV), að því er fram kemur í ákvörðun eftirlitsins sem var birt í síðustu viku. Félagið Íslensk eignastýring, sem er í meirihlutaeigu Straums, gekk frá kaupum á 27,51% hlut í ÍV undir lok síðasta árs þegar fé- lagið nýtti sér forkaupsrétt sinn á hlut Íslandsbanka. Með þeim kaupum eignaðist félagið ríflega 58% hlut í Íslenskum verðbréfum. Í rökstuðningi Samkeppn- iseftirlitsins segir að ekki séu vísbendingar um að sameinað félag komi til með að ná mark- aðsráðandi stöðu í einhverjum þjónustuþáttum sínum. Sam- runinn kunni fremur að verða til þess að skapa fyrirtæki sem verði „kleift að veita bönkunum virkari samkeppni“, að því er segir í til- kynningu Samkeppniseftirlitsins. Mikill vaxtamun- ur hér á landi Vaxtamunur íslenskra viðskipta- banka er hár í alþjóðlegum sam- anburði og enginn þeirra nær þeirri stærð sem talin hefur ver- ið hagkvæmust í rekstri banka. Munurinn á útláns- og innláns- vöxtum bankanna var í lágmarki þegar viðskiptabankakerfið var stærst, á árunum fyrir hrun, og í hámarki þegar kerfið var minnst. Þetta kemur fram í greiningu fjármálaráðgjafar Capacent um vaxtamun og þróun fjármála- markaðar. Þar segir að vaxtamun- ur sé nú svipaður og hann var á árunum 2000 til 2003. „Enginn íslenskra viðskipta- banka nær hagkvæmustu stærð sem lengst af hefur verið metin á 25 milljarða Bandaríkjadala (3.250 milljarða króna). Nýju- stu rannsóknir benda til að þessi stærð sé nú um 50 til 100 milljarð- ar dala og því íslensku bankarnir örsmáir í þeim samanburði,“ segir í greiningu Capacent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.