Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 10.–12. febrúar 20156 Fréttir Landsins mesta úrval Hugo Boss úra hjá okkur Gagnagísla- taka færist í aukana Netöryggissveit Póst- og fjar- skiptastofnunar, CERT-ÍS, var- ar almenning og fyrirtæki við aukinni hættu á svokallaðri gagnagíslatöku. Þá senda glæpa- menn hlekki eða viðhengi í tölvuskeytum eða skilaboðum sem, ef smellt er á, hleypa óværu inn í viðkomandi tölvu eða smá- tæki og dulkóðar öll gögn sem þar er að finna. Síðan er krafist lausnargjalds til að opna fyrir gögnin. Um þetta er fjallað á vefsíðu netöryggissveitarinnar, cert.is. „Undanfarið hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki og almenning- ur fái blekkingarskeyti í tölvu- pósti, skilaboðum á samfé- lagsmiðlum eða til dæmis með SMS/MMS skilaboðum. Slík blekkingarskeyti eru oft mjög vel gerð og líta út fyrir að vera frá einstaklingi eða fyrirtæki sem móttakandi skeytisins tel- ur sig þekkja, er í viðskiptum við eða frá öðrum aðilum sem fólk treystir. Þannig eykst hættan á að viðtakandinn smelli hugs- unarlaust á hlekki í skeytinu eða opni viðhengi,“ segir í umfjöll- uninni. Hlekkur skeytisins eða viðhengi, getur vísað á það sem virðist í fyrstu vera sárasaklaust, svo sem mynd, mp3-tónlist, myndband á Youtube, zip-skrár eða skilaboð frá til dæmis þekkt- um banka – en er í raun allt ann- að og hættulegra. „Þetta er svoköll- uð „gagnagíslataka“ (e. ransomware) sem dulkóðar öll þau gögn á diskadrifum sem for- ritið nær til, þar með talið diska í útstöðvum og diska í netþjón- um. Lausnargjalds er krafist til að opna aftur fyrir gögnin. Ekki er víst að gögnin séu leyst úr gíslingu jafnvel þótt lausnar- gjald sé greitt,“ segir í umfjöllun CERT-ÍS. Því er bætt við að þetta undirstriki einnig mikilvægi þess að eiga ætíð afrit af öllum mikilvægum gögnum og geyma þau utan tölvukerfisins. Mega nota eigin byssur í neyð n Ráðherra birtir leyniskjöl n DV afhjúpaði vopnaeign lögreglunnar L ögreglumönnum er heim- ilt að beita skotvopnum gegn manni þegar önnur úr- ræði eru ekki tiltæk og brýn nauðsyn ber til þegar verjast á árás á lögreglumenn eða þriðja að- ila; yfirbuga og handtaka afbrota- menn sem teljast hættulegir lífi fólks eða öryggi ríkisins; koma í veg fyr- ir alvarlegt ofbeldi gegn fólki eða að verulegu tjóni sé valdið á þjóðfélags- lega mikilvægum hagsmunum eða stofnunum, rekstri þeirra eða starf- semi. Þetta kemur fram í reglum lög- reglunnar um valdbeitingu lögreglu- manna og meðferð og notkun vald- beitingartækja og vopna. Mikil leynd hefur hvílt yfir reglun- um, en DV greindi frá því í haust að lögreglan ætti talsvert magn af skot- vopnum og að til stæði að koma fyr- ir kistum í öllum lögreglubílum á landinu þar sem geymd yrðu skot- vopn. Byssurnar voru 150 og höfðu verið gjöf frá norskum yfirvöldum. Síðar kom í ljós að það var Land- helgisgæslan sem hafði haft milli- göngu um vopnin. Norski herinn greindi svo íslenskum fjölmiðlum frá því að sendar hefðu verið 250 MP5 hríðskotabyssur til landsins, 150 hefðu verið ætlaðar til lögreglunn- ar og 100 til Landhelgisgæslunn- ar. Reyndust Íslendingar hafa feng- ið 330 hríðskotabyssur, vélbyssur og árásarriffla frá Danmörku og Noregi á liðum árum. Ákveðið var að byssurnar 250 yrðu sendar aftur til Noregs þegar í ljós kom að Norðmenn ætluðust til þess að greitt yrði fyrir vopnin, en vopn sem íslensk yfirvöld höfðu fengið áður höfðu komið hingað endurgjaldslaust. Byssunum hef- ur ekki verið skilað eftir því sem DV kemst næst og eru þær í vörslu Land- helgisgæslunnar. Mikilvægt að eiga vopn Síðar var greint frá því að Jón Bjart- marz yfirlögregluþjónn teldi mik- ilvægt að íslenska lögreglan hefði yfir að búa vopnum til að bregðast við ógninni sem stafar af samtök- um líkt og hryðjuverkasamtökun- um ISIS og að farið hefði verið fram á að lögreglan fengi vopn þannig að 70 hríðskotabyssum yrði dreift á lög- reglustöðvar landsins, tvær á hverja. Fengi lögreglan fjárveitingu fyrir því yrðu keyptar 150 byssur en Jón taldi þörfina vera meiri. Reglurnar um vopnaburðinn voru settar þann 22. febrúar árið 1999 af þáverandi dóms- og kirkju- málaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Einnig hafa verið birtar reglur um valdbeitingu handhafa lögregluvalds hjá Landhelgisgæslu Íslands og með- ferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Þær hafa verið leynilegar, en krafa blaðamanna um aðgang að þeim varð til þess að nýr innanríkis- ráðherra, Ólöf Nordal, hefur ákveðið að birta þær. Skjóta í fætur Í reglunum kemur meðal annars fram að lögreglumaður sem hefur notað vopn, eða hótað því á að gefa næsta yfirmanni sínum munnlega – og síðar skriflega – skýrslu með ítar- legum skýringum á ástæðum þess. Einnig ber að tilkynna lögreglustjóra um málavexti svo hægt sé að grípa til nauðsynlegra ráðstafana, til dæmis með því að veita sálfræðilega aðstoð ef vopni hefur verið beitt. Lögreglumönnum er skylt að greina frá því að þeir séu lögreglu- menn áður en þeir beita skotvopn- um, verði því við komið. „Telji lög- reglumaður að því verði við komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyrir hann eða aðra, skal hann gefa þeim aðvörun sem ógn- unin stafar frá og tilkynna að vopni verði beitt til að framfylgja aðgerðun- um,“ segir í reglunum. Alla jafna er óheimilt að skjóta viðvörunarskoti nema í undantekningartilfellum og aðeins ef það skapar ekki hættu. Beiti lögreglan skotvopni gegn manni á að miða á stærsta hluta þess líkamshluta sem er lögreglumann- inum sýnilegur. Honum ber, ef það skapar ekki hættu, að takmarka skað- ann sem hlýst af notkun skotvopns- ins „svo sem með því að skjóta í fætur viðkomandi“, segir í reglunum. Í reglunum kemur fram að í neyðartilfellum verði lögreglumenn að hafa aðgang að lágmarksfjölda skotvopna til að vopna lögreglu- menn tafarlaust. Það er einnig tek- ið fram að þær aðstæður geti skap- ast, sérstaklega á landsbyggðinni, að nauðsynlegt sé að lögreglumenn geti gripið til tiltækra vopna vegna neyðarástands og ef langt er að sækja vopn á lögreglustöð. Enginn vafi má leika á því að lögreglan sé óvopn- uð við dagleg störf og það sé aðeins í undantekningartilfellum sem hún vopnast. Ekki eigi að grípa til skot- vopns fyrr en ljóst þykir að önnur úr- ræði hafa ekki dugað. Reglurnar eru aðgengilegar á vef okkar, dv.is. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Undantekningarnar Athygli vekja undantekningar á reglun- um sem flestar snúa að nauðvörn. n Þannig er lögreglumönnum til dæmis óheimilt að nota eigin vopn alla jafna, nema í neyðartilfellum. n Þá má ekki nota úðavopn í nálægð ungra barna nema í neyð. n Lögreglumenn skulu ekki starfa einir að vopnuðum aðgerðum nema í neyðartilvikum. n Notkun vopna er einungis heimil eftir skipun yfirmannsins,nema í neyðarvörn. Þetta eru vopnin Kylfur, gas-, skot- og sprengivopn Landhelgisgæslan: Með vopnum er átt við: n Kylfur: Barefli til að yfirbuga menn eða verjast árás. n Úðavopn: Úðabrúsar sem innihalda táragas (OC eða annað samkvæmt ákvörðun forstjóra Landhelgisgæsl- unnar) og ætlaðir eru til að yfirbuga einstakling í návígi. n Gasvopn: Gasbyssa, táragas eða reykbúnaður. Einnig gasbúnaður sem skotið er úr skotvopnum. n Skotvopn: Skammbyssa, haglabyssa, vélbyssa, riffill, fallbyssa. n Sprengivopn: Sprengiefni sem notað er sem hluti af vopnabúnaði Landhelgisgæslunnar. Lögreglan: Með vopnum er átt við eftirfarandi: n Kylfur: Barefli til að yfirbuga menn eða verjast árás. n Úðavopn: Úðabrúsar sem innihalda táragas ( CS, OC eða annað samkvæmt ákvörðun ríkislögreglustjórans) og ætlaðir eru til að yfirbuga einstakling í návígi. n Gasvopn: Gasbyssa, táragas- og reykbúnaður. Einnig gasbúnaður sem skotið er úr skotvopnum. n Hvellvopn: Búnaður til að trufla og rugla mann. Einungis til notkunar af sér- stökum sérþjálfuðum sveitum lögreglu. n Skotvopn: Skammbyssa, haglabyssa, vélbyssa, riffill. n Sprengivopn: Sprengiefni sem notað er sem hluti af vopnabúnaði lögreglu. Úthlutun ofangreindra vopna með leiðbeiningum um notkun þeirra fer eftir nánari ákvörðun ríkislögreglustjórans. Hann gefur leiðbeiningar um nauðsyn- legar áætlanir lögregluliða varðandi viðbúnað með vopnum vegna sérstak- lega alvarlegra tilvika. Sérsveitar- menn Hér sjást sérsveitarmenn að störfum. Mynd Sigtryggur Ari Stig valdbeitingar 1 2 3 4 5 6 7 Lögreglutök Skipanir Fjötrar Lögr. hundar Táragas Kylfa Skotvopn Valdbeitingarstigi Valdbeitingin verður að vera nauðsynleg og réttlætanleg, segir í reglum lög- reglunnar. Úrræði lögreglumannsins og stigmögnun aðferða er sett fram í eftirfarandi valdbeitingar- stiga. Með lögregluhundum er átt við notkun sérþjálfaðra hunda við valdbeitingu gagnvart fólki. Hér sést að skotvopn eru síðasta úrræðið í stigum valdbeitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.