Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Fréttir 13
Háteigsvegi 1 • 105 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is • www.aman.is
Allt það besta til bjórgerðar
Indverjarnir hættir við
F
járfestirinn Bala Kamallakhar-
an, sem fór fyrir hópi ind-
verskra fjárfesta sem ætlaði
að taka þátt í fjármögnun lúx-
ushótelsins sem byggja á við
hliðina á Hörpu, hefur sagt skilið við
verkefnið. Eigendur lóðarinnar eiga
nú í viðræðum við hóp bandarískra
fjárfesta sem gerir þá kröfu að samn-
ingur við hótelrekanda liggi fyrir áður
en ákvörðun um fjármögnun verð-
ur tekin. Fjárfestarnir eiga í viðræð-
um við forsvarsmenn hótelkeðjanna
Marriott og W Hotels en enn er stefnt
að opnun hótelsins árið 2017.
Þetta segir Tryggvi Jónsson,
stjórnarformaður Kolufells ehf. og
framkvæmdastjóri mannvirkja hjá
verkfræðistofunni Mannviti. Tryggvi
vill ekki segja hvaða fjárfesta um ræð-
ir en bætir við að það eigi eftir að
skýrast á næstu mánuðum.
„Forhönnun hótelsins er næst-
um lokið og þessir fjárfestar sem
vilja koma með okkur í verkefnið eru
nú að endursemja við þessa hótel-
rekendur. Þeir stefna að því að ljúka
þeirri vinnu á næstu tveimur mánuð-
um og við förum ekkert lengra en í
forhönnun fyrr en það verður búið að
negla niður hvers konar hótel þetta
verður,“ segir Tryggvi.
Tóku nafnið með sér
Kolufell hét áður Auro Investment
ehf. en nafni félagsins var breytt í
haust þegar Kamallakharan og aðrir
fjárfestar tengdir indverska félaginu
Auro Investments Partners LLC,
drógu sig út úr verkefninu. Mannvit
og Teiknistofan Arkitektar, T.ark, eru
nú einu eigendur Kolufells.
Auro Investment undirritaði
í ágúst 2013 kaupsamning vegna
lóðarinnar Austurbakki 2 við Sítus
hf. sem er í eigu Reykjavíkurborgar.
Tryggvi segir breytingar á eignarhaldi
og nafni félagsins ekki hafa nein áhrif
á lóðarkaupin eða samninginn við
Sítus.
„Við horfum til þess að þess-
ir bandarísku fjárfestar komi inn í
staðinn og taki við hlutverki Auro.
Þeir koma einnig með þessa hótel-
þekkingu inn í verkefnið sem Bala og
þeir komu með á sínum tíma,“ segir
Tryggvi.
Fékk lóðina 2013
Heildarkostnaður hótelsins nem-
ur um fjórtán milljörðum króna en
Auro Investment greiddi 1.825 millj-
ónir fyrir lóðina. Fjármögnun hót-
elsins átti upphaflega að vera lokið
í janúar í fyrra og framkvæmdir áttu
þá einnig að hefjast á síðasta ári.
„Það er voða erfitt að tjá sig um
tímaáætlanir fyrr en þessi mál skýr-
ast en við stefndum að opnun árið
2017 og stefnum enn að því. Ég held
að það eigi að nást nema eitthvert
bakslag komi í hótelsamningana,“
segir Tryggvi.
Eigendur Kolufells vilja byggja
15.100 fermetra hótel með 250 her-
bergjum. Áform þeirra hljóða einnig
upp á 25 svítur og eina forsetasvítu
sem yrði 150 fermetrar að stærð. Að
auki gera þeir ráð fyrir um eitt hund-
rað íbúðum á lóðinni, bílakjallara
með 130 stæðum og tæplega þrjú
þúsund fermetra verslunar- og þjón-
usturými.
Sítus opnaði fyrir tilboð í lóðina
sumarið 2011 og bárust alls sex til-
boð í hana. Þýska fyrirtækið World
Leisure Investments átti hæsta boð-
ið en gekk seinna út úr tilboðinu. Eft-
ir það var ákveðið að hefja viðræður
við Auro Investment og lauk þeim
eins og áður segir í ágúst 2013. n
n Bandarískir fjárfestar gætu tekið þátt í fjármögnun Hörpuhótels n Enn stefnt að opnun 2017
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Stjórnarformaður Kolufells
Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mann-
virkja hjá verkfræðistofunni Mannviti.
Fór fyrir Auro Investment
Fjárfestirinn Bala Kamallakharan sagði
skilið við verkefnið í haust.