Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 18
18 Skrýtið Vikublað 10.–12. febrúar 2015 n Roman Abramovich keypti dýrasta hlutinn n Fundur með Warren Buffett á 340 milljónir Dýrustu hlutirnir á Ebay frá upphafi 10 Black Betsy Fór á: 76 milljónir króna Joe Jackson, eða Shoeless Joe, var einn af frægustu hafnaboltamönn- um snemma á 20. öldinni. Hann spilaði fyrir Chicago White Sox og var bæði elskaður og dáður. Það breyttist árið 1919 þegar upp komst að hann og nokkrir liðsfélagar hans töpuðu viljandi keppnisleik með það að markmiði að hagnast stórlega. Black Betsy var líklega einhver þekktasta hafnaboltakylfa þessa tíma, en hana átti téður Jackson, sem lést árið 1951. Kylfan var í vörslu frænda hans til ársins 2001, þegar hann varð fjárþurfi. Á skömmum tíma hrönnuðust tilboðin upp. Þau urðu hálf milljón dala áður en yfir lauk. Kylfan, sem var ekki í góðu ástandi, reyndist afar eftirsóttur gripur á meðal safnara. Frændinn varð alsæll. 9 Ferrari Enzo Fór á: 131 milljón króna Ferrari Enzo er einhver frægasti bíll sem framleiddur hefur verið. Innan við 400 eintök af þessum lúxussportbíl voru framleidd en aðeins var á færi þeirra allra ríkustu að kaupa bílinn. Bíllinn var einhver hraðskreiðasti sportbíll í heiminum þegar hann kom á markað árið 2002. Árið 2004 gat hver sem er boðið í bílinn á Ebay. Hann var á endanum seldur Svisslendingi á eina milljón dollara, eða ríflega 130 milljónir króna. Ef til vill er bíllinn enn í eigu sama manns, sem ekki er vitað hver er. Hann hefur í það minnsta ekki ratað aftur á Ebay. 8 Honus Wagner-mynda-spjald Fór á: 145 milljónir króna Honus Wagner var eins og Joe Jackson á meðal frægustu manna í bandaríska hafnaboltanum á hveitibrauðsdögum íþróttarinnar. Hafnaboltaspjöld urðu vinsæl vara á þessum árum og nánast var ómögu- legt að komast yfir Wagner-spjald. 7 Bridgeville í Kaliforníu Fór á: 232 milljónir króna Bridgeville er lítið þorp í Kaliforníu. Þorpið var í eigu Lapple-fjöl- skyldunnar frá því á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hún keypti það eins og það lagði sig. Þorpið var svo sett á sölu á Ebay árið 2002 en þá bjuggu þar 30 manns. Kaupandinn hafði það að markmiði að fjölga þorpsbúum en það verkefni reyndist honum ofviða. Hann seldi Bridgeville þremur árum síðar (því miður ekki á Ebay) þegar ljóst var að fjárfestingin skilaði honum engum arði. 6 Einbýli með neðanjarðar-byrgi Fór á: 276 milljónir króna Húsið á myndinni var reist í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001. Þó erlendar hersveitir hafi ekki stigið fæti inn fyrir landa- mæri Bandaríkjanna í langan tíma ákváðu eigendurnir, tveir amerískir fasteignasalar, að byrja að grafa í Adirondack-fjöllum í New York-ríki. Þeir keyptu og grófu niður tvö síló, sem áður voru notuð sem geymslur fyrir eldflaugar. Algjörlega skot- heldar vistarverur. Eins og sjá má eru hvelfingarnar tvær og þær ná ansi langt niður. Byrgið hefur í besta falli veitt kaupandanum einhverja sálarró. Fasteignasalarnir, sem seldu þetta á 276 milljónir, sitja sjálfsagt eftir slyppir og snauðir, því þeir vildu fá fjórfalt hærra verð. 5 Albert í Texas Fór á: 329 milljónir króna Albert í Texas er líklega staður sem hægt væri að færa rök fyrir því að væri „úti í rassgati“. Þegar eigendur þorpsins, fimm talsins, sáu hvernig gekk að selja Bridgeville í Kaliforníu reyndu þeir það sama. Hópurinn fékk ekki nema 28 milljónir króna fyrir staðinn. Kaupandinn var Bobby Cave nokkur, sem hafði það að atvinnu að selja tryggingar. Hann reisti fallega krá á staðnum, sem er við langan veg á milli tveggja stærri bæja, og bjó þannig til vinsælan áningarstað. Hann seldi staðinn á tíföldu verði eftir uppbygginguna, og hagnaðist vel. 4 Hádegisverður með Warren Buffett Fór á: 340 milljónir króna Auðkýfingurinn Warren Buffett er þekktur fyrir að vera viðmótsþýður og ráða- góður. Á hverju ári býður hann upp fund með sjálfum sér, þar sem hann veitir viðkomandi góð ráð. Uppboðið fór úr böndunum árið 2010, þegar menn kepptust við að bjóða í fundinn. Hæsta boð var 340 milljónir króna sem renna óskiptar, eins og venjulega, til matvælaaðstoðar í Kaliforníu. Ef til vill hefur það fyrsta sem Buffett ráðlagði manninum verið að hann skyldi hætta að eyða stórfé í hádegisverðarfundi. 3 Fyrsta útgáfa Action Comics Fór á: 421 milljón króna Fyrsta heftið af Action Comics er eitthvert verðmætasta eintak af myndasögu- bók sem til er. Í henni birtist ofurhetjan Superman í fyrsta sinn. Blaðið seldist illa þegar það kom út, árið 1938 og því fóru tiltölulega fá eintök í umferð. Margir hentu sínum blöðum þegar fram liðu stundir. Þeir sjá líklega eftir því í dag. Eintak af blaðinu hefur í tvígang verið selt á Ebay. Stórleikarinn Nicolas Cage sló met þegar hann keypti fyrra eintakið á 284 milljónir króna árið 2011 – en varð síðar gjaldþrota. Annað eintak fór í sölu á Ebay 2014 og var slegið á 420 milljónir rúmar. 2 The Gulfstream II Fór á: 644 milljónir króna Þegar Ebay var aðeins sex ára gamalt fyrirtæki, ákvað eigandi einkaþotunnar The Gulfstream II, Tyler Jet, að selja vélina. Þetta var árið 2001 en vélin var á þeim tíma ein sú flottasta sem völ var á. Einkaþotufyrirtækið Africa bauð hæst, fimm milljónir dollara. Þess má geta að vélin tekur 12 manns og hefur verið framleidd frá árinu 1960. Þó hafa aðeins 258 eintök verið gerð. Vélin var á sínum tíma dýrasti hlutur sem seldur hafði verið á Ebay, og meira að segja á internetinu öllu. 1 Gigayacht Fór á: 22 milljarða króna Það getur tekið mörg ár að láta smíða risasnekkju. Þeir sem létu smíða ofursnekkj- una Gigayacht ákváðu að taka áhættu með því að skrá hana til sölu á Ebay, að smíði lokinni. Þeir voru hins vegar svo heppnir að um þær mundir var þekktur auðmaður að leita sér að snekkju; Roman nokkur Abramovic. Hann á Chelsea. Snekkjuna keypti hann á 22 milljarða króna en í henni er bæði líkamsræktarstöð og kvikmyndahús. Snekkj- an er dýrasti hluturinn sem seldur hefur verið á Ebay frá upphafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.