Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 31
Menning 31Vikublað 10.–12. febrúar 2015 D aði Guðbjörnsson sýnir 14 vatnslitamyndir á Mokka. Sýningin, sem stendur til 11. mars, nefnist Ljóð í vatninu. Verkin eru unnin með svonefndri akvarell-tækni. „Ég hef unnið nokkuð með vatnsliti frá því ég var í myndlistar- námi. Núna vann ég myndirnar þannig að ég mála og þvæ síðan litinn og mála svo aftur í myndina þannig að hann fær meiri mýkt,“ segir Daði. Eins og lífið Hvert er viðfangsefnið í myndunum? „Á þessari sýningu ægir öllu saman. Ég vil hafa sýninguna eins og lífið. Ég er kannski á Mokka að tala við fólk um listir en geng síð- an út og hitti þá mann sem vinnur við smíðar og seinna um kvöldið hitti ég hestamann. Þannig er við- fangsefnið allt frá hvalveiðum til hinstu raka tilverunnar. Ég er að vísa í ýmislegt. Á einni myndinni er til dæmis íslenski fáninn uppi á jarðarkringlunni. Þar er ég að sýna hvað okkur Íslendingum finnst við vera frábær en gleymum því að við erum helst þekkt fyrir það að fjár- málakerfi okkar hrundi.“ Brosandi andlit eru áberandi á myndum þínum. Ertu jákvæður að eðlisfari? „Já, eiginlega þannig að það hálfa væri nóg. Ég hef lengi stundað sahajayoga sem er góð aðferð við að laða fram jákvæðni. Ég er vísvitandi að mála myndir sem fólki þykir já- kvæðar. Um daginn var einhver að tala um hversu auðvelt það væri að vera neikvæður og gagnrýninn, það er svo miklu erfiðara að vera upp- byggilegur. Ég vildi velja erfiða leið og kaus því jákvæðnina. Ég viður- kenni að stundum þarf maður að beita sig hörðu til að hrífast ekki með fjöldanum í neikvæðninni.“ Eru ákveðnir litir sem heilla þig meira en aðrir? „Ég hef alltaf notað bláa litinn mjög mikið og rauði liturinn er mjög spennandi af því það er svo mikil orka í honum, en auðvitað eru allir litir og blæbrigði spennandi þetta er hin eilífa glíma listamanns- ins.“ Tilraun til að vera alþýðlegur Af hverju kýstu að sýna þessar myndir þínar á Mokka? „Hinn svokallað listaheimur get- ur orðið svolítið þreytandi og mér finnst mjög gaman að vera á kaffi- húsi þar sem sem fólk er ekki í sér- stökum stellingum við að skoða myndlist. Mér finnst listin vera komin of mikið í fílabeinsturninn. Ætli það að sýna á Mokka sé ekki til- raun hjá mér til að vera alþýðlegur. Ég hef sótt Mokka í áratugi. Þegar ég var í Myndlistarskóla Reykjavíkur fór ég gjarnan þangað og fékk mér kaffi. Þá var ég feiminn ungur mað- ur sem sat úti í horni og sagði ekki orð en reyndi að hlera hvað spek- ingarnir væru að spjalla. Seinna á ferlinum þegar ég var að aðstoða Gylfa Gíslason myndlistarmann við ýmis verkefni hitti ég hann oft á Mokka í hádeginu, svo leitaði ég oft ráða hjá Hringi Jóhannessyni yfir kaffibolla hérna. Síðastliðinn fimmtán ár hef ég komið á Mokka nokkrum sinnum í viku.“ Þú hefur unnið að list þinni í ára- tugi. Hvernig er að lifa og hrærast í myndlistinni? „Þar hef ég farið í gegnum nokk- ur tímabil. Sem ungur maður vissi ég kannski ekki alveg hvað ég var að gera. Þetta var skemmtilegur tími þar sem ég var að mótast og öll samskipti voru á jákvæðu nót- unum. Þegar ég varð eldri vann ég mikið í félagsmálum fyrir myndlist- armenn. Það gátu verið hatrömm átök í kringum það og eru kannski ennþá, en ég verð minna var við það. Það er þannig með deilur hjá okkur listamönnum að maður veit ekki hvort þeim er lokið eða hvort þær standa enn og ef þeim er lok- ið veit maður ekki hver niðurstað- an varð. Núna er ég kominn hringinn og er aðallega að einbeita mér að því að gera nógu góðar myndir. Það er gefandi og gaman að vera á þeim stað.“ n Kýs jákvæðnina Daði Guðbjörnsson sýnir vatnslitamyndir á Mokka „Ég vildi velja erfiða leið og kaus því já- kvæðnina. Ég viðurkenni að stundum þarf maður að beita sig hörðu til að hrífast ekki með fjöldan- um í neikvæðninni. Listamaðurinn á Mokka „Á þessari sýningu ægir öllu saman. Ég vil hafa sýninguna eins og lífið.“ MynD ÞorMar ViGnir Gunnarsson Ein af myndunum á sýningunni „Núna vann ég myndirnar þannig að ég mála og þvæ síðan litinn og mála svo aftur í myndina þannig að hann fær meiri mýkt.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Óviðjafnanleg Lína langsokkur Lína langsokkur er ein af kven- hetjum bókmenntasögunnar og ógleymanleg öllum sem henni kynnast. Í myndabók- inni Þekkir þú Línu lang- sokk? eftir Astrid Lind- gren og Ingrid Vang Nyman er sögð saga Línu og vina hennar Tomma og Önnu. Systk- inin prúðu trúa vart sínum eigin augum þegar þau sjá Línu lang- sokk þramma heim að Sjónarhóli í fyrsta sinn, haldandi á hesti. Sterkasta stelpa í heimi getur náttúrlega ansi margt! Sænskir bræður og fullkomin bankarán Fyrir rúmum 20 árum rændu þrír bræður vopnabúr sænska hersins og fóru svo að fremja hin fullkomnu bankarán í Sví- þjóð. Enginn vissi hverjir þeir voru, þeir skildu engin ummerki eftir sig, lögreglan var ráðþrota þjóðin var slegin ótta. En menn gera alltaf á endanum mistök. Og nú hefur fjórði bróðirinn gert þessari dramatísku sögu skil í spennutrylli, Dansað við björn- inn. Í bókinni er einnig fjallað um æsku og uppeldi bræðranna sem einkenndist af ofbeldi og ótta. Meðhöfundur bróðurins að sögunni er helmingurinn af metsölutvíeykinu mikla Roslund og Hellström. Saga Roslund og Thunbergs kom út í Svíþjóð á liðnu hausti og sló rækilega í gegn. Steven Spielberg tryggði sér kvikmyndaréttinn áður en sagan var gefin út. Höfundar Dansað við björninn eru væntanlegir til landsins á næstu vikum. Nýjar bækur Frönsk hágæðaspenna Unnendur spennusagna ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með Alex eftir hinn margverð- launaða franska rit- höfund Pierre Lemaitre. Alex er rænt og haldið í yfir- gefnu vöru- húsi í París þar sem hún þarf að þola hræðilegar pyntingar. En Alex er ráðagóð. Í byrjun kann bókin að minna nokkuð á Konuna í búrinu eftir hinn danska Adler-Olsen, en fer svo í allt aðra átt. Gríðarlega spennandi bók með óvæntum vendingum. Lesið hana áður en gagnrýnendur segja ykkur of mikið frá efni hennar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.