Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Sport 27 Valdamesta kona fótboltaheimsins n Marina Granovskaia er framkvæmdastjóri Chelsea n Hægri hönd Abramovich og hörð í horn að taka M arina Granovskaia er nafn sem ef til vill hringir ekki mörgum bjöllum hjá aðdáendum enska bolt- ans. Staðreyndin er þó sú að Marina þessi er manneskjan að baki velgengni Chelsea á leik- mannamarkaðnum að undanförnu. Þó svo að liðið hafi keypt stórstjörn- ur á borð við Cesc Fabregas, Diego Costa og Juan Cuadrado á tímabil- inu hefur hagnaður orðið á leik- mannaviðskiptum félagsins. Það er að miklu leyti Marinu að þakka. Vann með Abramovich Breska blaðið Mirror fjallaði á dögunum um þennan stjórnanda toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar. Hún er titluð framkvæmdastýra Chelsea en við því starfi tók hún í október síðastliðnum. Áður en hún tók við starfinu var hún þó öllum hnútum kunnug hjá Chelsea enda hefur hún starfað með eiganda Chelsea og landa sínum, Roman Abramovich, um langt skeið og verið hans hægri hönd í viðskipt- um. Marina er 39 ára og útskrifaðist hún frá Moskvuháskóla árið 1997 með glæsibrag. Sama ár hóf hún störf hjá Sibneft, olíufyrirtæki sem á þeim tíma var í eigu Abramovich. Óhætt er að segja að samstarf henn- ar og Abramovich hafi gengið vel og var hún fljót að vinna sig upp metorðastigann innan fyrirtækis- ins. Abramovich hafði þarna fund- ið manneskju sem hann gat treyst fyrir öllum sínum viðskiptum og hefur hún fylgt honum hvert fótmál síðan. Fór með til Lundúna Árið 2003 flutti hún til Lundúna, eða skömmu eftir að Abramovich keypti Chelsea. Þó að hún hafi ekki beinlínis starfað fyrir Chelsea vann hún mjög náið með Abramovich og kom að ákvörðunum sem teknar voru um félagið. Það var ekki fyrr en sjö árum eftir að hún flutti til Lundúna, eða árið 2010, sem hún var gerð form- lega að fulltrúa Abramovich hjá fé- laginu og þremur árum síðar, árið 2013, tók hún sæti í stjórn félagsins. Fékk Mourinho aftur Breskir fjöl- miðlar og þeir sem þekkja vel til innan her- búða Chelsea full- yrða að það sé einna helst Marinu að þakka að José Mourinho hafi ákveðið að taka aftur við Chelsea sumarið 2013 eftir að hafa verið rek- inn þaðan árið 2007. Kastast hafði í kekki milli hans og Abramovich og fór svo að hann yfirgaf félagið og tók við Inter á Ítalíu. Marina hafði kynnst Mourinho vel þegar hann stýrði Chelsea-liðinu árin 2004 til 2007 og eftir að hann yfirgaf Chelsea hélt hún sambandi við hann. Þá er það fullyrt að það sé ekki síður henni að þakka að Chelsea hafi náð ótrú- legum árangri á leikmannmark- aðnum á undanförnum misser- um. Leikmenn, sem ekki hafa spilað mikið, hafa verið seldir fyrir svimandi háar fjárhæðir á meðan frábærir leikmenn á borð við Cesc Fabregas og Diego Costa hafa verið keyptir á til- tölulega lágu verði, miðað við gæði að minnsta kosti. Andre Schurrle var keyptur árið 2013 á 18 milljónir punda. Hann var aðeins tuttugu sinnum í byrjunarliði í leikjum hjá félags- ins, missti traust Josés Mourinho en var samt seldur fyrir 24 milljón- ir punda í janúarglugganum. Meðal annarra leikmanna í svipaðri stöðu og Schurrle – sem hafa verið seld- ir að undanförnu – má nefna Juan Mata, Romelu Lukaku, Ryan Bertrand, Kevin de Bruyne og Dav- id Luiz. Hagnað- urinn af sölu þessara leik- manna er ótrúlegur en það hefur ekki komið niður á gæðum liðsins, þvert á móti. Liðið hefur eflst og það þrátt fyrir að eyða um efni fram líkt og mörg félög gera. „Ótakmarkað traust“ „Hún er drifkrafturinn hjá Chelsea. Roman ber ótakmarkað traust til hennar. Hún hefur engan áhuga á að vera ein- hver stórstjarna eða þekkt andlit en það er leikur enginn vafi á að hún á þátt í flestum ákvörðunum sem tekn- ar eru,“ sagði heimildarmaður Even- ing Standard um Marinu. Um þátt hennar í að fá Mourinho aftur til fé- lagsins, segir hann: „ Mourinho og Abramovich var ekki vel til vina þegar Mourinho fór. Það var hún sem sann- færði Abramovich um að fá hann aftur til félagsins og það margborgaði sig.“ Marina er sögð hörð í horn að taka í viðskiptum eins og árangur Chelsea á leikmannamarkaðnum ber með sér. Hún sat fundi með fulltrúum Diegos Costa og Atletico Madrid í sumar og sá um að semja um kaupin fyrir hönd Chelsea. Öflugt unglingastarf Sem fyrr segir er Marina ekki sögð vera mikið fyrir sviðsljósið, ekki frekar en Roman Abramovich. Fáar myndir eru til af henni á veraldarvefnum og virðist hún vera manneskja sem læt- ur verkin tala. „Hún lætur sig öll smá- atriði varða. Það er kannski henn- ar stærsti galli, að vera með of mörg verkefni á sínum herðum í einu,“ seg- ir heimildarmaður Tele graph um Marinu. Ekki aðeins er hún manneskjan á bak við það að fá José Mourinho aftur til félagsins og standa að baki frábær- um hlutum Chelsea á leikmanna- markaðnum heldur er hún einnig sögð vera drifkrafturinn að baki öfl- ugu unglingastarfi Chelsea. Félag- ið hefur sankað að sér ungum leik- mönnum sem síðan eru sendir í lán til minni félaga í Evrópu þar sem þeir þroskast sem knattspyrnu- menn. Og ef þeir þykja ekki nógu góðir fyrir Chelsea eru þeir ein- faldlega seldir annað, oftar en ekki með ágætum hagnaði. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Það var hún sem sannfærði Abramovich um að fá hann aftur til félagsins og það margborgaði sig. Með Drogba Hér sést Marina með Didier Drogba og Salomon Kalou. Myndin er tekin árið 2010. Keyptir og seldir hjá Chelsea (Sumarið 2014 og janúar 2015) Hagnaður 24,9 milljarðar 25,7 milljarðar 800 milljónir Kaup Sölur Öflug Marina Granovskaia er konan að baki velgengni Chelsea undanfarin misseri. José Mourinho sér um það sem gerist á vellinum en Marina það sem gerist á bak við tjöldin. Seldur Það ráku margir upp stór augu þegar Chelsea tókst að selja Andre Schurrle á 24 milljónir punda til Wolfsburg. Marina sér um þessi mál hjá Chelsea og þykir hörð í horn að taka í samningamálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.