Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 38
38 Fólk Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Palli „snappar“ Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er mættur á Snapchat og „snappar“ und- ir nafninu palloskar. Þar mun hann gleðja fylgjendur sína með alls konar sniðugum myndbönd- um uppfullum af glimmer og glamúr, eins og honum einum er lagið. Nú styttist einmitt í af- mæli kappans, sem verður 45 ára þann 16. mars, og af því tilefni verður sett í gang sýningin Páll Óskar – einkasafn poppstjörnu á Rokksafni Íslands í Hljómahöll- inni í Reykjanesbæ. Þá verður hann einnig á uppistandstónleik- um með Jóni Ólafssyni á sama stað, daginn fyrir afmælið. Anita valdi Kali í gleðina Hollywood-stjarnan Anita Briem lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í gleðskapinn í kringum Grammy- verðlaunahátíðina sem haldin var í Los Angeles um helgina. Anita var í sínu fínasta pússi þegar hún mætti í forpartí verð- launahátíðarinnar en fyrir valinu varð forláta dress úr línu hinnar fjölhæfu Svölu Björgvinsdóttur, sem hannar undir nafninu Kali. Anita, sem var stórglæsileg að vanda, skartaði nýrri hár- greiðslu en leikkonan hefur látið ljósu lokkana fjúka og er þess í stað komin með töffaralega stutta klippingu. Þ að væri gaman að sjá ein- hverjar bumbur í salnum og ég skil þær fullkomlega ef þær þurfa að yfirgefa salinn reglulega til að fara að pissa,“ segir leikkonan Anna Svava sem verður með uppistand ásamt Hugleiki Dagssyni á Rósenberg 16. og 17. febrúar. Bollan og sprengjan Saman kallar dúóið sig Bolluna og sprengjuna en uppistandið fer einmitt fram á bolludag og sprengi- dag. „Og svo er ég náttúrlega al- gjör bolla enda bara tvær vikur í settan dag. Annars mun ég eigin- lega bara hita upp fyrir Hulla. Hann verður með mun meira efni enda er ég kasólétt,“ segir Anna Svava sem á von á sínu fyrsta barni innan skamms og ætlar fyrir vikið að fjalla um meðgöngu, barneignir og annað skemmtilegt. Með hormónana á fullu Anna Svava viðurkennir að með- gangan hafi verið hið undarleg- asta tímabil. „Mér finnst ég eigin- lega ekki vera ég sjálf lengur heldur frekar ólétt útgáfa af Önnu Svövu. Hún er allt önnur týpa og með hormónana á fullu. Þetta er ótrúleg- ur tími og ég held að margar konur séu fljótar að gleyma hversu erfitt þetta er. Þegar flestar horfa til baka halda þær að þetta hafi ekki ver- ið neitt mál. Þetta er rosalega mik- ið mál!“ segir hún og bætir við að margt í tengslum við meðgönguna hafi komið henni á óvart. „Ég hélt að þetta yrði miklu fljótara að líða en þetta er næstum heilt ár! Ég var ófrísk í sumar! Svo kom mér á óvart hvað allt verður erfitt, maður verð- ur móður af því að ganga upp tröppur. Ég get ekki beðið eftir því að komast út að hlaupa og hreyfa mig. Ég hélt að þetta yrði allt svo æðislegt en svo kemur í ljós að maður er kvíðinn, spenntur og upp- lifir alls kyns tilfinningar.“ Ekki hrædd við að gráta á sviði Aðspurð segist hún ekki óttast það að pissa á sig úr hlátri eða jafnvel fara að gráta á sviðinu sökum hormóna. „Það gerist örugg- lega en ég er ekkert hrædd við það. Ég er meira hrædd um að ég verði búin að eiga áður en uppistandið verður,“ segir hún og bætir við að flestar kon- ur eigi eftir að kannast við það sem hún ætli að tala um. „Það er af nógu að taka. Núna er ég að safna í reynslubankann. Næsta uppistand verður ef- laust um uppeldi.“ n Kasólétt Anna Svava með uppistand n Óttast hvorki að gráta né að pissa á sig úr hlátri Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég hélt að þetta yrði miklu fljótara að líða en þetta er næst- um heilt ár! Tvær vikur í settan dag Anna Svava ætlar að fjalla um meðgönguna sem hún segir hið undar- legasta fyrir- bæri. Ófrísk Anna Svava á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Samvinna Katla Rós vildi vinna með fólki frekar en að teikna upp auglýsingu í tölvu. Nauðsynlegt að vinna saman Katla Rós hannar grafíkina fyrir Fokk ofbeldi-herferð UN Women U N Women á Íslandi hef- ur hrundið af stað nýrri herferð sem ber heitið Fokk ofbeldi. Er henni ætlað að vekja fólk til vit- undar um kynbundið ofbeldi, sem er eitt útbreiddasta mann- réttindabrot í heiminum í dag. Orðalagið er vísvitandi ögrandi til að hreyfa við fólki, en auglýsingar fyrir herferðina hafa líka vakið athygli. Þar mynda þrír dansar- ar stafina með líkömum sínum, en það er Katla Rós Völudóttir sem hannar grafík herferðarinn- ar. „Mig langaði til að vinna þetta með fólki. Að vinna með fólki að því að mynda orð og setningar, frekar en að gera þetta týpískt og teikna upp í tölvunni,“ segir Katla til að reyna að lýsa hugmyndinni á bak við auglýsinguna, sem er mjög táknræn. „Samvinn er nauðsyn- leg til að sporna gegn ofbeldi og þarna er verið að vinna saman að því að mynda stafina sem mynda svo setningu. Það eru alltaf tveir eða þrír í hverjum staf og stafur- inn gengur ekki upp nema með samvinnu.“ Katla bendir á að auð- veldasta lausnin hefði verið að fá einhvern til að mynda „Fokkjú“ merki með fingrunum, en henni fannst áhrifaríkara að gera þetta svona. „Þetta er gróf setning og það er vandmeðfarið að gera þetta vel. Ég þurfti svolítið að hugsa hvern- ig ég gæti sett þetta upp án þess að það færi fyrir brjóstið á fólki.“ Katla segir vinnuna við herferðina hafa verið mjög skemmtilega en jafn- framt krefjandi. Dansararnir sem tóku þátt í ver- kefninu eru Sigga Soffía Níelsdótt- ir, Snædís Lilja Ingadóttir og Ásge- ir Helgi Magnússon. Dóttir Siggu Soffíu, Ísold Freyja Thorlacius, er líka með í stafnum B, sem hálf- gerður laumufarþegi, en sést þó ef vel er að gáð. LJósmyndarinn Saga Sig sá um myndatökuna. n solrun@dv.is Allur hópurinn Katla Rós er sú þriðja frá vinstri. Með á myndinni er líka litli laumufarþeg- inn, Ísold Freyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.