Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 10.–12. febrúar 2015 T alið er að allt að einni millj- ón farandverkamanna í stórborginni Peking í Kína hafist við í neðanjarðar- byrgjum sem Maó Zedong, formaður kínverska Kommún- istaflokksins, lét byggja á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Þar hefst fólkið við í þröngum og gluggalausum kytrum þar sem það ræður illa við að borga leigu í sjálfri borginni. Skjól fyrir hústökufólk Ástæða þess að byrgin voru byggð var sú að Maó vildi vernda borg- arana fyrir óvinveittum þjóðum, til að mynda Sovétríkjunum sem Maó óttaðist að myndu á einhverj- um tímapunkti ráðast inn í landið. Á þessum tíma stóð Kalda stríðið sem hæst og fór svo að tuttugu þús- und neðanjarðarbyrgi voru byggð, en þangað áttu borgarbúar að geta leitað ef árás yrði gerð. Þegar Deng Xiaoping varð meginleiðtogi Kína eftir fráfall Maós árið 1976 var hætt við byggingu neðanjarðarbyrgj- anna og urðu þau að eins konar skjóli fyrir hústökufólk. Á tíunda áratugnum brugðu yfirvöld á það ráð að setja byrgin á leigumarkað og var þeim breytt í ódýrar og til- tölulega hentugar íbúðir fyrir fá- tæka íbúa borgarinnar. Sex þúsund krónur á mánuði Breska blaðið Daily Mail fjallaði um byrgin á dögunum. Í umfjöll- uninni kom fram að hægt sé að leigja herbergi neðanjarðar í Pek- ing fyrir upphæð sem samsvar- ar rúmum sex þúsund krónum á mánuði. Í byrgjunum búa einna helst þeir sem flutt hafa til borgar- innar í leit að atvinnutækifærum og betra lífi. Zhang Xi er einn þeirra sem búa í byrgjunum und- ir borginni en hann hefur lengi gengið með þann draum að ger- ast leikari. Kvikmyndagerðarmað- urinn Sim Chi Yin, sem tók mynd- irnar sem fylgja umfjölluninni, gerði stuttmynd um lífið í byrgj- unum, en myndin kom út í síðustu viku. Í myndinni er rætt við Xi og segir hann meðal annars að for- eldrar hans hafi lagt hart að hon- um að gerast lögreglumaður. Hann hafi þó verið staðráðinn í að elta draum sinn um að gerast leikari. Sú ákvörðun, að flytja í byrgin, hafi hjálpað honum því þó að tekjurn- ar séu litlar sé leigan viðráðanleg. „Þegar faðir minn kom og heim- sótti mig fór hann að gráta,“ segir hann. Hann segir þó að það skipti hann engu máli hvar hann býr. Þakklátir Í myndinni var einnig rætt við Chen Laxiu, fimmtuga kona frá kolavinnslubænum Liupanshui. Hún flutti til borgarinnar með sonum sínum í leit að betri at- vinnutækifærum. Hún býr í byrgj- unum undir stórborginni. Meðal annarra sem þar búa má nefna Zhang Xinwen sem flutti til borg- arinnar til að reyna fyrir sér sem listamaður. Zhang útskrifaðist úr listaháskóla í Hubei-héraði. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að þó að flestir íbúa byrgjanna vilji á endanum flytja í stærri og hentugri íbúðir ofanjarðar virð- ist þeir ekki óhamingjusamir í byrgjunum. Þvert á móti virðast þeir þakklátir fyrir það að eiga þak yfir höfuðið. n n Maó Zedong lét byggja byrgin 1969 n Hentug fyrir efnalitla íbúa n Ein milljón manna hefst þar við Búa í byrgjum undir borginni Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Snyrtilegur til fara He Bing sést hér í herbergi sínu. Myndin er tekin áður en hann þreytti próf til að verða trygginga- sölumaður. Mynd: SiM Chi yin Eitt og hálft ár Jiang Ying og kærasti hennar Li Ying hafa búið neðanjarðar í eitt og hálft ár. Jiang vinnur á bar en Ying á skrifstofu. Þau ráða illa við leiguverðið í borginni. Mynd: SiM Chi yin Kokkar Niu Song, 33 ára, and eiginkona hans, Zhao Ansheng, 32 ára, eru kokkar í Peking. Þau búa neðanjarðar til að spara peninga eins og margir aðrir. Mynd: SiM Chi yin neðanjarðar Mikill fjöldi fólks hefst við í neðanjarðarbyrgjun- um undir Peking. Þar er hægt að fá leigt herbergi fyrir upphæð sem samsvarar sex þúsund krónum á mánuði. Mynd: SiM Chi yin „Þegar faðir minn kom og heimsótti mig fór hann að gráta. – Zhang Xi Vill verða leikari Zhang Xi á sér þann draum að verða leikari. Foreldrar hans vildu að hann yrði lögreglu- maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.