Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 10.–12. febrúar 2015
Krabbameinsleit í ristli á að vera til gagns
B
lái naglinn hóf í ársbyrjun að
senda öllum landsmönnum
sem eiga fimmtugsafmæli
á árinu skimunarpróf til að
leita að blóði í hægðum. Átak
þetta á vera til þriggja ára. Krabba-
meinsfélagið hefur staðið fyrir skipu-
legri skimun að krabbameini í leg-
hálsi frá 1964 og í brjóstum frá 1988,
í samvinnu við almenning, fagfólk og
heilbrigðisyfirvöld. Krabbameinsfé-
lagið leggur áherslu á að öll krabba-
meinsleit sé byggð á viðurkenndum
rannsóknum og með hliðsjón af er-
lendum leitarleiðbeiningum til að
tryggja faglegan grundvöll leitarinnar.
Ófullnægjandi próf
Miðað við þekkingu og reynslu
Krabbameinsfélagsins má full-
yrða að aðferð Bláa naglans stenst
alls ekki viðmið um skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi.
Hér eru nefnd nokkur atriði:
1 Næmi þess prófs sem Blái naglinn notar (EZ-Detect) er
lítið, innan við 40 prósent. Þetta
þýðir að prófið greinir ekki rúmlega
60 prósent þeirra sem hafa krabba-
mein í ristli og endaþarmi. Til fróð-
leiks má upplýsa að frumusýni frá
leghálsi hefur um 70 prósenta næmi
sem þykir ekki nægilega hátt. Þess
vegna er öllum konum ráðlögð leg-
hálskrabbameinsleit á þriggja ára
fresti í rúmlega 40 ár.
2 Rannsóknir sýna að EZ-Detect prófið er ónothæft til skimunar
ristilkrabbameins vegna lágs næmis
og það hefur aldrei verið metið í
viðurkenndum rannsóknum. Lágt
næmi þess getur því skapað falskt
öryggi fyrir þátttakendur. Prófið get-
ur sagt að þú sért ekki með krabba-
mein þegar raunin er önnur. Næmið
er þá svo lítið að það greinir ekki
krabbameinið.
3 Skimunarpróf með svo lágt næmi eins og EZ-Detect prófið
þyrfti að endurtaka mjög oft til að
vera hugsanlega nothæft til skimun-
ar. Þar sem enginn mælir með notk-
un þess finnast ekki neinar leiðbein-
ingar um hversu oft þyrfti að nota
það svo það teldist nothæft til
skimunar. Eitt próf við 50 ára aldur,
eins og Blái naglinn stendur fyrir,
stenst því engin viðmið skimunar og
getur beinlínis verið hættulegt að
reiða sig á slíkt próf.
Örugg skimun ekki einföld
4 Erlendar leiðbeiningar um skim-un ristilkrabbameins mæla með
annaðhvort skimunarprófi sem
athugar fyrir blóði í hægðum eða
speglun sem er endurtekin með reglu-
legu millibili á ákveðnu aldursbili.
5 Bandaríska matvæla- og lyfja-eftirlitið (FDA) mælir með
tveimur tegundum af hægðaprófum
til skimunar fyrir ristilkrabbameini
sem bæði hafa rúmlega 70 prósenta
næmi. EZ-Detect prófið hefur
minna en 40 prósenta næmi, eins og
áður sagði, og telst því ónothæft til
skimunar.
6 EZ-Detect prófið er hvorki viðurkennt af bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitinu né mælir eft-
irlitið með notkun prófsins við skim-
un á krabbameini í ristli og
endaþarmi. Bandaríska krabba-
meinsfélagið (American Cancer
Society) og önnur virt fagfélög mæla
heldur ekki með EZ-Detect prófinu.
7 Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (The U.S. Preventive Services
Task Force) hafa gefið út leiðbein-
ingar varðandi skimun fyrir krabba-
meini í ristli og endaþarmi. Þau mæla
meðal annars með árlegri skimun
með hægðaprófum sem hafa hátt
næmi og/eða speglun eftir ákveðnum
leiðbeiningum. Eitt lágnæmispróf við
50 ára aldur, eins og Blái naglinn
stendur fyrir, stenst ekki lágmarksvið-
mið né faglega skoðun og er aðeins til
þess fallið að veita falskt öryggi.
8 Frumskilyrði skimunar er að hún geri meira gagn en skaða.
Næmi, sértæki og spágildi prófa
verður að vera ásættanlegt. Aðferð
Bláa naglans uppfyllir ekkert af þess-
um skilyrðum.
9 Til að skimun sé árangursrík þarf þátttaka að vera almenn og
hagkvæm. Hún þarf að vera skipuleg
með aðgengi að þjóðskrá og krabba-
meinsskrá. Það þurfa að vera mið-
lægar leiðbeiningar. Markhópur og
bil milli skoðana þarf að vera vel skil-
greint. Eftirlit og tölvuvædd miðlæg
skráning þarf að vera örugg, góð og
háð leyfi stjórnvalda. Skimun þarf að
njóta góðs skilnings almennings,
fagfólks og stjórnvalda. Aðferð Bláa
naglans uppfyllir ekki þessi skilyrði.
Skimun undirbúin
10 Krabbameinsfélagið ráðleggur fólki að hafa samband við lækni
hafi það áhyggjur af krabbameini í
ristli eða endaþarmi og ræða við
hann um hvort og hvenær er tíma-
bært að fara í skoðun, hvaða próf er
ráðlegt og hvaða kosti og galla hvert
og eitt þeirra hefur.
Í mars 2014 stóð Krabbameinsfé-
lagið, ásamt 11 fag- og sjúklingafé-
lögum, að áskorun til heilbrigðisráð-
herra og alþingismanna um að hefja
hópleit að krabbameini í ristli og
endaþarmi. Tryggingarfélagið Okk-
ar líf veitti Krabbameinsfélaginu ný-
verið veglegan styrk til að vinna að
undirbúningi hópleitar fyrir krabba-
meini í ristli og endaþarmi sem verð-
ur unnin í samráði við velferðarráðu-
neytið og embætti landlæknis.
Leitarstöð Krabbameinsfélags-
ins áréttar mikilvægi þess að fag-
lega sé staðið að allri hópleit og hún
sé gerð í samvinnu við almenning,
fagfólk og stjórnvöld. Leitarstöðin
vill nota tækifærið til að hvetja Bláa
naglann til að hætta að senda fólki
EZ-Detect prófið vegna þess að það
veitir falskt öryggi og getur skaðað
verðugt málefni. n
„Eitt lágnæmispróf
við 50 ára aldur,
eins og Blái naglinn
stendur fyrir, stenst ekki
lágmarksviðmið né
faglega skoðun og er
aðeins til þess fallið að
veita falskt öryggi.
Kristján Oddsson
Yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins
Kjallari
Skimun
Greinarhöfundur
telur EZ skimunar-
próf Bláa naglans
ófullnægjandi og
segir það geta gefið
falskt öryggi.
Mynd Sigtryggur Ari
1 Bílstjórinn talar: „Gærdagurinn var algjör
martröð“
Valdimar Jónsson, bílstjórinn hjá ferða-
þjónustu fatlaðs fólks, sem keyrði Ólöfu
Þorbjörgu Pétursdóttur, segir hana hafa
verið eina í bílnum í rúman hálftíma,
ekki lengur. Hann hafi ekki lagt bílnum
fyrr en klukkan sjö á miðvikudagskvöld,
en Ólöf fannst um hálf átta-leytið.
„Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það
virtist ekkert ama að henni. Hún bara
sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upp-
rétt,“ segir Valdimar í samtali við DV.
Lesið: 33.551
2 Dóttir Whitney Houston fannst í baðkari: Tekin úr
sambandi við öndunarvélina
Dóttir söngkonunnar Whitney Houston
liggur þungt haldin á Emory University-
sjúkrahúsinu í Georgíu-ríki en hún fannst
meðvitundalaus í baðkari. Móðir Bobbi
fannst látin í baðkari árið 2012.
Lesið 30.504
3 „Ég hef starfað sem lögreglumaður í 20 ár
og þetta er það hræðilegasta
sem ég hef séð“
Fimm eru látnir og einn mikið særður
eftir að árásarmaður hóf skotárás í
borginni Douglasville í Georgíu-ríki í
Bandaríkjunum. „Ég hef starfað sem
lögreglumaður í 20 ár og þetta er það
hræðilegasta sem ég hef séð,“ segir
lögreglustjórinn Glenn Daniel.
Lesið: 23.880
4 Rikka lætur Séð og heyrt heyra það
„Ég get nú bara hreinlega ekki orða
bundist yfir þessari frétt ef að frétt
skyldi kallast. Yfirleitt læt ég svona
sápukúlur sem vind um eyru þjóta en
þarna koma fram punktar sem kalla á
svar og umræðu,“ segir Friðrika Hjördís
Geirsdóttir, eða Rikka, eins og hún er oft
kölluð, en hún gagnrýnir Séð og heyrt
harðlega.
Lesið: 21.971
5 Ríkir menn borga skólagönguna
Þúsundir kvenkyns háskólanema eru
skráðar á stefnumótasíðuna Seeking
Arrangement þar sem ríkir karlmenn
borga fyrir þá skólagjöldin.
Lesið 20.310
Mest lesið
á DV.is
Myndin ys og þys Umferðin á stofnæðum borgarinnar þyngist jafnt og þétt eftir því sem lengra líður á daginn. Óneitanlega gengur þó allt auðveldar fyrir sig í kjölfar leysinga síðustu daga. Mynd Sigtryggur Ari
guðfinnur Sveinsson flutti lagið Fjaðrir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. - DV
Undir álagi verður maður
móttækilegri fyrir flensum
daníel Óliver veiktist í síðustu viku en steig samt á svið í Söngvakeppninni. - DV
Ætli við séum ekki fyrsta
kynslóð ástarsambanda í sms
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kynntist manninum sínum á netinu. - DV
Þetta er óskiljan-
legur dómur
guðmundi Steingrímssyni, móður og systkinum gert að greiða námslán bróður síns. - DV