Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 37
Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Fólk 37 Taugar í Borgarleikhúsinu Íslenski dansflokkurinn frumsýndi Taugar síðasta föstudag, en sýningin inniheldur verkin Blýkufl eftir Grímuverðlaunahaf- ann Sögu Sigurðardóttur og Liminal eftir pólska dansarann og danshöfundinn Karol Tyminski. Taugar er hluti af Reykja- vík Dance Festival. Það var að sjálfsögðu töluverð spenna í loftinu í Borgarleikhús- inu fyrir sýninguna en gestir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á meðan þeir biðu eftir að komast inn í salinn. Danshöfundur Saga Sigurðardóttir, höfundur verksins Blýkufl, var að vonum spennt og glöð fyrir frumsýninguna. Hún mætti með vin sinn sér til halds og trausts. Glaðlegar Erna og Elsa voru léttar í lund fyrir sýninguna. Nýgift S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, ásamt eigin- konu sinni, Sigurbjörgu Gylfadóttur. Þau giftu sig í byrjun janúar eftir 18 ára samband. Myndarlegar Íris og Kristín stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Hress og kát Kolbrún Halldórsdóttir brosti sínu breiðasta í Borgarleik- húsinu, með Ágúst Pétursson, eiginmann sinn, sér við hlið. Spennt Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og Ásdís, vinkona hans, biðu spennt eftir því að komast inn í salinn. Mættur Stefán Jónsson leikari lét sig ekki vanta á sýningu dansflokksins. Ertu tilbúin, frú forseti? Yfirlitssýning á fatnaði Vigdísar Finnbogadóttur S ýningin Ertu tilbúin, frú for- seti? var opnuð í Hönnunar- safni Íslands í Garðabæ á föstudag. Þar er sjónum beint að fatavali Vigdísar Finnbogadóttur sem varð fyrst kvenna kjörin þjóðar- leiðtogi í lýðræðislegum kosning- um. Á sýningunni má sjá fjölda ljós- mynda frá forsetatíð Vigdísar, sem og fatnað sem hún klæddist við opin berar heimsóknir. Fatnaðurinn sem Vigdís klæddist endurspeglaði persónulegan stíl hennar, en hún varð þó líka að fylgja hefðum og siða- reglum. n Við Gæruna Hér stendur Vigdís við hina svokölluðu Gæru, sem hún klæddist í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Kaupmanna- hafnar. Vigdísi þótti þetta ekki sérstaklega smart flík en lét sig hafa það að klæðast Gærunni, þótt henni væri alltof heitt. En um er að ræða „pels“ úr lambsgæru frá Sláturfélagi Suðurlands. Fallegar flíkur Klæðaburður Vig- dísar í forsetatíð hennar endurspegl- aði persónulegan stíl að miklu leyti. Sýningin opnuð Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður safnsins, ásamt Vigdísi Finnboga- dóttur við opnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.