Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 10.–12. febrúar 2015 B örn sem meðlimir Íslamska ríkisins (ISIS) hafa rænt og haldið föngnum eru seld í kynlífsþrælkun, notuð í sjálfs- morðssprengjuárásir og sem mennskir skildir til að verja hernaðar- lega mikilvæg skotmörk fyrir árásum andstæðinga. Önnur börn eru ýmist krossfest eða grafin lifandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem kynnt var í síðustu viku. Umfangsmikið vandamál Þar kemur fram að börnin sem sæta þessum pyntingum og morðum til- heyri oft minnihlutatrúarhópum á borð við Yazidi eða kristna á yfir- ráðasvæðum ISIS en einnig shíta- og súnnítamúslima. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að verið sé að pynta og myrða þessi börn sérstaklega vegna þess að þau tilheyri minnihlutahópum. Þessi meðferð er þó ekki bundin við börn minnihlutahópa,“ segir Renate Winter, sérfræðingur nefndar Sam- einuðu þjóðanna. „Umfang þessa vandamáls er gríðarlegt.“ Í skýrslunni kemur fram að nefndin fordæmi kerfisbundin morð og pyntingar á börnum sem tilheyra trúar- og kynþáttaminnihlutahópum. Fjöldaaftökur og þrælasala Dæmi séu um fjöldaaftökur á ungum drengjum, auk þess sem börn séu af- höfðuð, krossfest og grafin lifandi. Stúlkur séu seldar á mörkuðum til kynlífsþrælkunar og börn af báðum kynjum ganga sölum og kaupum sem þrælar. „Börn sem tilheyra minnihluta- hópum hafa verið numin á brott og haldið föngnum hvaðanæva að. Þau eru seld á mörkuðum þar sem þau eru merkt með verðspjöldum og seld sem þrælar,“ bætir Winter við. „Við höfum upplýsingar um að börn, sérstaklega þroskaheft börn, séu notuð í sjálfsvígssprengjuárásir. Mjög líklega án þess að þau skilji nokkuð hvað bíður þeirra.“ Búa til barnahermenn En ISIS-liðar drepa ekki öll börnin. Nefndin segir ljóst af myndbands- upptökum sem birtar hafa verið á netinu að ISIS þjálfi afar ung börn til að verða hermenn. Þar er um að ræða börn sem eru kannski átta ára og yngri. Í skýrslu nefndarinnar segir að óhugnanlega mikill fjöldi barna hafi látið lífið eða særst alvarlega vegna loftárása írakskra öryggissveita með- an annar eins fjöldi hafi orðið hungur- morða, látist af ofþornun eða hita. Skora á stjórnvöld að grípa inn í Skýrsla nefndar Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barna er unnin af átján óháðum sérfræðingum og skora þeir á stjórnvöld í Írak að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga börnum úr haldi vígamanna Íslamska ríkisins og láta ofbeldismennina svara til saka. „Það eru skyldur hvers ríkis að vernda öll börn. Stóra spurningin er hins vegar, hvernig þeir ætla sér að gera það við aðstæður sem þessar.“ n „Við höfum upplýs- ingar um að börn, sérstaklega þroskaheft börn, séu notuð í sjálfs- vígssprengjuárásir. ISIS grefur börn lIfandI n Selja börn í kynlífsþrælkun, krossfesta þau og nota þroskaheft ungmenni í sjálfsmorðsárásir Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Milljónir á flótta Milljónir flóttamanna hafa neyðst til að flýja undan ofbeldi og árásum vígamanna Íslamska ríkisins sem virðast svífast einskis. Mynd ReUteRS Börnum slátrað Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna hefur birt kolsvarta skýrslu um meðferð Íslamska ríkisins á börnum sem jafnan tilheyra minnihlutahópum. Þau eru pynt- uð, myrt og seld í kynlífsþrælkun segir nefndin. Mynd ReUteRS Auðjöfur líflátinn Liu Han stýrði skipulögðum glæpasamtökum K ínverskur auðjöfur, Liu Han, var tekinn af lífi á mánudag, tæpu ári eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Han, sem auðgaðist mikið á námuvinnslu, var sakaður um að stýra alræmdum glæpasamtökum í Sichuan- héraði en samtökin ráku meðal annars spilavíti auk þess að vera fyrirferðar- mikil í kínversku undirheimunum. Auk Liu voru fjórir aðrir meðlim- ir samtakanna, þar á meðal bróðir hans, teknir af lífi en samtökin eru sögð hafa staðið að baki fjölmörgum morðum í héraðinu á undanförn- um árum. Þá sópuðu samtökin til sín eignum með vafasömum aðferðum, þar á meðal fasteignum. Meðal þess sem lögregla lagði hald á í húsleit í tengslum við rannsókn málsins voru handsprengjur, hríðskota byssur og lúxusbifreiðar á borð við Rolls- Royce, Bentley og Ferrari. Þá eru samtökin sögð hafa mútað lögreglu og saksóknurum, meðal annars með því að bjóða fulltrúum þeirra í partí þar sem eiturlyf voru á boðstólum. Að því er Wall Street Journal greinir frá rak Liu fjárfestingafélag sem átti eignir meðal annars í Ástral- íu og Bandaríkjunum. Liu Han neit- aði sök í málinu. n Líflátinn Liu Han var tekinn af lífi á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.