Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 29
Lífsstíll 29Vikublað 10.–12. febrúar 2015  Hildur Lilliendahl Ísland er ekkert frábrugðið öðrum löndum í hinum vestræna heimi hvað ójafnrétti varðar. Barátta hér er eins og barátta annars staðar á Vesturlöndum. Ég er gagnkynhneigð kona, ekki fátæk, menntuð og hvít – það er varla hægt að hafa meiri forréttindi. Það er mikilvægt að muna að okkur sem erum svona lánsöm ber líka skylda að berjast fyrir réttindum kvenna sem hafa minni forréttindin og veikari rödd. Mynd Gabrielle Motola  Margrét Pála Ólafsdóttir „Ég ræddi mikið við Möggu Pálu um kyn og kynjahlutleysi í skólum. Mér finnst nálgun hennar mjög athyglisverð. Í raun eru kynin tvö bara nauðsynleg til að viðhalda mannkyninu, allt annað er félagsmótun, eitthvað sem við höfum búið til,“ segir Gabrielle Motola. Mynd Gabrielle Motola  Vigdís Finnbogadóttir Það voru miklu fleiri karlar en konur sem hvöttu mig til að fara í forsetaframboð. Konur komu til mín þremur árum eftir að ég var kjörin og báðust afsökunar á að hafa ekki kosið mig. Af hverju áttu þær að treysta konu? Þær treystu ekki sjálfum sér. Þarna liggur vandinn hjá konum í heiminum í dag. Karlar hafa skapað vandann og samfélög sem virka á þennan hátt. Konur treysta ekki sjálfum sér. Mynd Gabrielle Motola  Freyja Haraldsdóttir Gabrielle hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir mynd sína af Freyju Haraldsdóttur. Verðlauna- myndin hangir nú uppi í National Portrait Gallery í London, en hún var ein af 60 sem voru valdar úr alls 4.000 innsendum myndum. Mynd Gabrielle Motola  Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hér höfum við tíma til að hugleiða. Á Íslandi er ekki sama enda- lausa upplýsingaflæðið og til dæmis í New York – þó að það geti líka veitt innblástur. Tónlistarmenn líta ekki á tónlistina sem markaðstæki heldur leið til tjáningar. Þá verður eitthvað magnað til. Mynd Gabrielle Motola  Alison MacNail Að ala upp tvö börn þegar annað foreldrið er í kynleiðréttingarferli er ekki alltaf auðvelt. En það hjálpar til að hugsa um að allt ferlið víkki út svæðið fyrir þau sem er öruggt og fullt af skilningi. Jóga vinkona mín lýsti þessu þannig að þú ert hér (breiðir út faðminn), og börnin rúmast hér (breikkar faðminn). Mynd Gabrielle Motola  Lísa Kristjánsdóttir Lísa var kynnt fyrir Gabrielle með þeim orðum að hún hefði unnið við fiskveiðar, kvikmyndagerð og pólitík. Þegar hún var á sjó kom að því að líkamlega erfiðið varð henni ofviða – og hún er sterk kona. Lísa segir: „Ég þurfti að viðurkenna að ég var ekki eins líkamlega sterk og þeir, og ég mun aldrei verða það. Einhver þurfti að hella upp á kaffið.“ Mynd Gabrielle Motola

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.