Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 10.–12. febrúar 201512 Fréttir „Pólitískt sjálfsmorð að tala gegn þessu“ n Hin hliðin á ætluðu samþykki ekki rædd n 80 prósent vilja vera líffæragjafar T illaga að ætluðu samþykki fólks til líffæragjafar hefur tafist talsvert í málsmeðferð Alþingis, en hugmyndir um hvernig best sé að fjölga líf­ færagjöfum á Íslandi hafa verið ræddar ítrekað á undanförnum árum. Umræðan skýtur reglulega upp kollinum en á undanförnum árum hefur verið horft mikið til ætl­ aðs samþykkis, það er að heimilt sé að taka líffæri eða lífræn efni úr lík­ ama látins einstaklings. Í staðinn fyr­ ir að þeir sem vilji gefa líffæri taki það sérstaklega fram er því gert ráð fyrir að allir vilji vera líffæragjafar nema þeir gefi annað til kynna formlega. Margar siðferðislegar spurningar vakna þegar kemur að ætluðu sam­ þykki. Eins og staðan er núna er við lýði „ætluð neitun“, það er einstak­ lingar þurfi að gefa sérstaklega til kynna vilji þeir vera líffæragjafar. Lengi í umræðunni Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing­ maður Framsóknarflokksins, lagði fram frumvarp á vorþingi 2014 sem gerði ráð fyrir að lögunum um líf­ færagjöf yrði breytt í ætlað sam­ þykki. Áður hafði Siv Friðleifsdóttir lagt fram svipað frumvarp árið 2012 og byggði frumvarp Silju á henn­ ar. Velferðarnefnd skilaði áliti um frumvarpið sem kvað á um að ekki væri tímabært að breyta lögunum á þann hátt sem lagt var til og sagði að fleiri þættir þyrftu að koma til skoðunar svo sem kynningarmál og þjálfun starfsfólks. Málinu var þá vísað til Alþingis sem kvað á um að heilbrigðis ráðherra yrði falið að skoða að taka málið lengra. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig fjölga megi líffæragjöfum á Íslandi og er Silja Dögg formaður hópsins sem skilar ráðherra greinar­ gerð fyrir næstu mánaðamót, eða 1. mars. Erfitt að tala um hina hliðina Ætlað samþykki er við lýði í nokkrum Evrópulöndum, til dæmis í Belgíu, Austurríki og á Spáni. Þar eru líf­ færagjafir því algengar og raunar er þar hæsta hlutfall gjafa á heimsvísu. Ætlað samþykki gerir ráð fyrir því að allir verði líffæragjafar eftir and­ lát sitt, nema þeir gefi sérstaklega til kynna að þeir vilji það ekki. Hlutfall líffæragjafa hér á landi er tiltölulega lágt miðað við þörfina og tölur frá nágrannaríkjum okkar. Þeir sem DV ræddi við í tengsl­ um við umfjöllunina segja að það sé vissulega mikilvægt að fjölga ís­ lenskum líffæragjöfum, en á sama tíma verði fólk að hafa í huga að með ætluðu samþykki sé verið að veita stjórnvöldum vald yfir líkama fólks. Það sé augljós velvilji fyrir slíku í samfélaginu, en um 80 prósent Ís­ lendinga vilja vera líffæragjafar sam­ kvæmt rannsóknum, en að ef til vill sé þó mörgum spurningum ósvarað. „Það er pólitískt sjálfsmorð að tala gegn þessu eða tala um hina hliðina. Að velta upp þessum siðferði­ legu spurningum,“ segir einn við­ mælenda DV sem bendir á að með breytingunni fengi íslenska ríkið í raun ákvörðunar­ og úthlutunarvald yfir líffærum fólks. Sjálfsákvörðunar­ réttur einstaklinga yrði því virtur að vettugi. Málið sé mikið hitamál og allir vilji fjölga líffæragjöfum, hins vegar séu ekki allir sammála um leiðirnar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt árið 2012 ráðstefnu um líffæra­ gjafir þar sem mörgum þessara spurninga var velt upp. Munurinn liggur kannski einna helst í því að með ætluðu sam­ þykki þurfa einstaklingar að taka þá ákvörðun að gefa ekki og fara þá gegn samhug og samábyrgð samfé­ lagsins. Í öðru fellst gjafmildi, en í hinu neitun á gjöf. Ekki endilega heppilegast Spurningin er einnig hvort Ísland taki þá upp þær reglur að hafa ætl­ að samþykki til staðar, án þess að ættingjar geti þá stöðvað líffæra­ gjafir séu þeir mótfallnir því, eða taka til skoðunar óskir ættingja sem ekki vilja að hin látni verði líffæra­ gjafi. Þá er einnig hægt að velta upp þeim spurningum hvort ákvörðun­ in eigi að vera í höndum ættingja hins látna. Í áliti Læknafélags Íslands frá ár­ inu 2012 er bent á að ætlað sam­ þykki sé ekki endilega heppilegasta leiðin til þess að tryggja fjölgun líf­ færagjafa, sérstaklega ef ættingjar fengju að hafa lokaákvörðunina á sínum herðum. Þar kemur fram að þegar „ætlað samþykki“ sé til stað­ ar en að tekið sé tillit til vilja ættingja hins látna þá sé það svo í 40 prósent­ um tilfella að ættingjar hafni líffæra­ gjöf. „Það er því hugsanlegt að ætlað samþykki með þeim fyrirvara að ættingjar geti engu að síður neitað, bæti í engu stöðuna frá því sem nú er,“ segir í áliti læknafélagsins. Bent er á að „vandfundin sé heppilegri leið“ til þess að skrá vilja fólks en með því að skrá vilja til líffæragjafar á ökuskírteini eða í sjúkraskrá. Eins og kerfið er núna er það einmitt staðan en breyting varð á skráningum líffæragjafa fyrir skemmstu. Nú er hægt er taka af­ stöðu á vef Landlæknis og hafa nú um tæplega sautján þúsund manns skráð afstöðu sína í líffæragrunn landlæknisembættisins. Stærstur hluti þeirra sem hafa skráð sig er konur, eða um sjötíu prósent. Það vekur þó athygli að gríðarlegur fjöldi Íslendinga vill vera líffæragjafi, en tiltölulega fáir hafa tekið afstöðu og skráð vilja sinn. Ættingjar hafa lokaákvörðunina á sínum herðum og ef frumvarpið um ætlað samþykki nær fram að ganga munu ættingjar áfram hafa úrslita­ vald. Það er því sérstaklega mikil­ vægt að þeir sem vilja vera líffæra­ gjafar og hafa skráð óskir sínar í gagnagrunninn ræði óskir sínar um líffæragjöf við sína nánustu. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Leiðir hópinn Silja Dögg er formaður starfshóps sem heilbrigðisráðherra stofnaði með það að markmiði að finna leiðir til að fjölga líffæragjöfum. Mynd Hornafjordur.iS Heilbrigðisráðherra Kristján Þór fær í hendurnar greinargerð um líffæragjafir fyrir næstu mánaðamót. Líffæragjöf Mikilvægt er að fólk ræði við sína nánustu um afstöðu sína gagnvart líffæragjöf. Ökuskírteini Hugmyndir eru uppi um að upplýsingar um vilja til líffæragjafar séu skráðar í ökuskírteini fólks. „Það er pólitískt sjálfs- morð að tala gegn þessu eða tala um hina hliðina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.