Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 22
22 Umræða
Vestræn samvinna Umsjón: Henry Þór Baldursson
37,5%
Vikublað 10.–12. febrúar 2015
É
g veit ekki hvort þið hafið tek-
ið eftir því að samúðarfíkillinn
er skyldur frjálslyndisfíklin-
um. Báðir bera augljós merki
þess að vilja upphefja sjálfa
sig í andlegum ljóma: Ég hef samúð,
hún gerir mig að mér. Fyrir bragðið
er ég misskilinn. Til að draga athygli
frá sjálfsupphafningunni fórnar fík-
illinn sér í launuðu embætti við að
láta aðra sjá um velgerðir. Þannig
kemst fíkillinn í dýrlingatölu.
Erum við að verða algerir góð-
gerða- og réttlætisfíklar? Í öllum
fjölmiðlum eru fíklar að sýna sam-
úð og frjálslyndi. Þeir skjótast með
látum út úr gluggaboru á klukk-
unni og gala eins og gaukur: Rétt-
um ranglætið. Síðan er skellt aftur
og fíkillinn „trekkir sig upp“.
Hvenær hófst þessi útbreidda
fíkn?
Kannski hefur hún alltaf verið
til í heilapokahorninu en haldið sig
fremur í heimahúsum yfir kaffi og
kleinum en í fjölmiðlum. Með væð-
ingu þeirra getur næstum hver sem
er galað úr sinni klukku: Þessari
konu þarf að bjarga. Réttlætisbar-
áttan nálgast stundum ofstæki,
enda kunna ekki allir að greina á
milli orðs og æðis, þess sem góð-
hjartaður maður gerir ekki og góð-
verks sem hann ætlast til af öðrum.
Ekki er úr vegi að spyrja í rann-
sóknarskyni: Hvenær urðu kynvill-
ingar kærir? Hvenær hætti fólk að
langa til að gelda þá eða minnsta
kosti kreista undan þeim? Nú má
enginn vera á móti þeim eða vera
lítið hrifinn af útlendingum í öðr-
um lit en maður sjálfur án þess að
eiga á hættu að fá frjálslyndisfíkla á
sig. Í frjálsu landi verða allir að hafa
rétta fíklaskoðun til að losna við
fordómastimpil. Endunum hefur
verið snúið þannig við að allir end-
ar verða réttir endar. Því er rétt að
hafa sömu skoðun og frjálslyndis-
fíkill á innflytjendum og kynvilling-
um. Í rauninni eru þeir eina fólkið
sem er ekki „kynvillt“. Það viður-
kennir kyn sitt og langar ekkert til
að skipta um kyn eða velkjast í vafa
um hvaða samræmi eða ósamræmi
er á milli holds og tilfinninga. Sá
velkingur þjáir oft þá sem segjast
vera réttir enda á milli en reka við
með munninum, villtir í sinni til-
veru.
Ekkert hefur breyst í undirstöð-
unni. Fíkn er að mestu áunnin.
Enginn fæðist eiturlyfjaneytandi.
Við fæðumst hvorki frjálslynd né
ófrjálslynd, góð eða ill, en vegna
þess að allt er til í eðlinu, þá leynist
fíknin þar líka í bland við löngun til
að vera eins og aðrir. Sem er gott að
ýmsu leyti og nauðsynlegt. Ef mað-
ur væri ekki að mestu eins og aðrir
og tæki ekki neitt upp eftir öðrum,
hvernig væri maður þá? Líklega
algert skrípi. En ef maður hugs-
ar bara eins og aðrir og gerir það
sama og aðrir, þá hættir manni til
að verða skrípi í höndunum á öðr-
um til illgerða undir merkjum góð-
verka. Þannig skrípi kasta sprengj-
um á vonda til að útrýma hinu illa.
Enginn sannur frjálslyndisfíkill þol-
ir skoðanir sem eru rangar.
Fordómar og frjálslyndi er ekki
tvennt ólíkt fremur en annað í til-
verunni. Svo varið ykkur jafnt á
fordómum og frjálslyndi ef þetta
breytist í fíkn. Hún getur leitt til
andlegs og líkamlegs ofbeldis.
Hættið að vera óhóflega frjáls-
lynd í samúð með sjálfum ykkur og
væla lálaust í lífinu yfir því sem líf-
inu er eðlilegt en kannski ekki endi-
lega sjálfsagt. n
„Fordómar og
frjálslyndi er ekki
tvennt ólíkt fremur en
annað í tilverunni. Svo
varið ykkur jafnt á for-
dómum og frjálslyndi ef
þetta breytist í fíkn. Hún
getur leitt til andlegs og
líkamlegs ofbeldis.
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Til umhugsunar
Frjálslyndisfíknin
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
„Ótrúlega
aumingjalegt og
heigulslegt að
kenna skattrannsóknarstjóra
um sín eigin undanbrögð í
þessu máli, það er auðvit-
að orðið ljóst fyrir löngu að
fjármálaráðherra vill alls ekki
með nokkru móti kaupa þessi
gögn hversu lágu verði sem
það yrði hægt. Vandamálið
við þessi kaup er aðeins eitt
og það er hann sjálfur.“
Ásdís Jónsdóttir um þau ummæli
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra að skattrannsóknarstjóri
beri ábyrgð á því að ekki sé búið að kaupa
gögn um íslenska skattgreiðendur með fé í
skattaskjólum.
„Ég tek ofan fyrir
Valdimari Jónssyni
bílstjóra fyrir að
skýra skýrt og skilmerkilega
frá atvikum. Ef marka má
frásögn Valdimars þá er allt í
molum innan Strætó varð-
andi þessi mál. Kjör bílstjóra
með þeim hætti að bílstjórar
hrökklast úr starfi og því álag-
ið á þá sem þó þessu sinna
aukið sem því munar. - Ekki
er svo til bóta að stjórnendur
fyrirtækisins eru snöggir að
koma sök af sjálfum sér yfir á
þá starfsmenn sem þó eru að
reyna. Og enn ógeðfelldara
var að sjá að sviðsstjóri hjá
Strætó reyndi að klína því á
fatlaðan einstakling að hún
hafi verið að fela sig, og því
kunni að vera um að kenna. -
Það þarf að verulega stokka
upp í þessu og setja ábyrgðina
þar sem hún á heima. Reykja-
víkurborg og samningshafa
verktöku um þessa þjónustu.“
Friðgeir Sveinsson um Valdimar
Jónsson, bílstjóra hjá ferðaþjón-
ustu fatlaðs fólks, sem gleymdi
þroskaskertri stúlku, Ólöfu Þorbjörgu
Pétursdóttur, í bíl sínum.
„Elítan vaknar ekki
fyrr en hrægamm-
arnir bíta þá sjálfa
í rassgatið. Óskapnaðinn LÍN
höfum við hin búið við í mörg
ár án þess að á málum væri
tekið. Kannski þingmaðurinn
fari fram á breytingar á þessu
bulli.“
Bárður Örn Bárðarson um dóm
sem féll í Hæstarétti á fimmtu-
dag þar sem erfingjar Steingríms
Hermannssonar voru dæmdir til að greiða
LÍN rúmar tólf milljónir króna. Guðmund-
ur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar
framtíðar og sonur Steingríms, furðaði sig á
dómnum. Steingrímur sem lést fyrir tæpum
fimm árum var ábyrgðarmaður á láni sem
bandarískur sonur hans, Steingrímur Neil,
tók hjá LÍN á árunum 1983 til 1988. Mánuði
eftir að Steingrímur lést þá lenti sonur hans,
Steingrímur Neil, í vanskilum með afborganir
á láninu og var það síðan gjaldfellt.
11
23
18