Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Fæðubótarskandall skekur New York-ríki n Aðeins brot þeirra innihélt uppgefnar jurtir n Stórum verslunarkeðjum skipað að hætta sölu S láandi niðurstöður rann- sókna á fæðubótarefnum sem seld eru í nokkrum af stærstu verslunarmiðstöðv- um Bandaríkjanna urðu til þess að Eric T. Schneiderman, ríkis- saksóknari New York-ríkis, fyrirskip- aði um helgina að sölu þeirra yrði þegar í stað hætt. DNA-próf sýndu að mikill meirihluti fæðubótarefnanna innihéldu ekki snefil af þeim jurtum sem gefnar voru upp á umbúðun- um. Þar að auki mældust fjölmörg auka innihaldsefni sem ekki voru til- greind á umbúðunum. Stjórnmála- menn og yfirvöld segja niðurstöðurn- ar sýna enn eina ferðina að það verði að koma böndum á hinn eftirlitslausa fæðubótariðnað sem veltir milljörð- um dala á ári. Krefur keðjurnar svara Schneiderman sendi forsvarsmönn- um Target, Walmart, GNC og Wal- greens formlegt bréf í síðustu viku þar sem hann fór fram á sölubann á jurtafæðubótarefnunum sem ekki var hægt að sanna með rannsóknum að innihéldu það sem þau áttu að gera eða innihéldu eitthvað allt annað. Hafa ber í huga að hér er ekki verið að tala um fæðubótarefni sem jafn- an eru notuð til líkamsræktar heldur fæðubót úr jurtum á borð við garða- brúðurót (e. Valerian Root), hvít- lauk, Gingko Biloba, Echinacea, St. John’s Wort og Saw Palmetto. Óskar Schneiderman eftir ítarlegum upp- lýsingum um framleiðslu, vinnslu og prófanir á fæðubótarefnunum sem seld eru í verslunum fyrir tækjanna auk lýsinga og skýringa á gæða- eftirliti þeirra. Sláandi niðurstöður Tildrög málsins má rekja til DNA- rannsókna sem framkvæmdar voru sem hluti af yfirstandandi rann- sókn ríkissaksóknaraembættis New York-ríkis á neytendasvikum í mála- flokknum. Niðurstöðurnar voru enda sláandi. Í heildina reyndist aðeins hægt að sanna tilvist þeirra plantna sem fæðubótarefnin voru sögð inni- halda í 21% tilfella með DNA-rann- sókn. Þannig að í 79% tilfella var ekki snefill af erfðaefni tengdu merktum innihaldsefnum í vörunum auk þess sem staðfest var að 35 prósent þeirra innihéldu efni sem ekki voru tilgreind í innihaldslýsingunni. Verslunin sem kom verst út var risakeðjan Walmart en aðeins fjögur prósent efnanna sem seld eru þar innihéldu DNA úr jurtunum sem gefnar eru upp á um- búðunum. Lífshættuleg svik „Þessi rannsókn staðfestir þær lang- lífu efasemdir sem fólk hefur haft um jurtafæðubótarefnaiðnaðinn,“ segir Schneiderman. „Það er ólöglegt að veita rangar upplýsingar um eitt- hvað og selja það og auglýsa á fölsk- um forsendum. Með þessu framferði er verið að setja líf fjölskyldna New York í hættu, sérstaklega þeirra sem kunna að hafa ofnæmi fyrir þess- um földu innihaldsefnum. Banda- rísk stórfyrirtæki verða að girða sig í brók og tryggja að neytendur fái það sem þeir greiða fyrir, sérstak- lega þegar því fylgja loforð um bætta heilsu,“ segir saksóknarinn ómyrkur í máli. Sérfræðingar og stjórnmála- og embættismenn hafa keppst við að fordæma neytendasvikin. Hættið að sóa peningunum ykkar „Þær fullyrðingar sem fylgja mörg- um þessara jurta eru fyrir það fyrsta verulega vafasamar. En þegar hin- ar auglýstu jurtir eru ekki einu sinni til staðar í þessum vörum þá er það enn eitt merki þess að nauðsyn- legt sé að endurskipuleggja þenn- an eftirlitslausa iðnað frá A-Ö. Og þar til það verður gert ættu neytend- ur að hætta að sóa peningum sínum. Schneiderman hefur hér gert það sem eftirlitsstofnanir þjóðarinnar hefðu átt að gera fyrir langa löngu,“ segir David Schardt, yfirnæringar- fræðingur hjá stofnuninni Miðstöð vísinda í almannaþágu. Í rannsókninni voru þrjú til fjögur DNA-sýni tekin úr sex sex mismun- andi tegundum fæðubótarefna sem seld eru í þessum fjórum verslunar- keðjum í New York-ríki. Hvert sýni var rannsakað fimm sinnum. Í heildina voru því 390 próf gerð á 78 sýnum. Fæðubótarefnisiðnaðurinn hefur um áratugaskeið verið harðlega gagn- rýndur enda er lítið eftirlit með þeim efnum sem sett eru á markað. Fram- leiðendur þurfa lögum samkvæmt að sýna fram á að vörur innihaldi skað- laus efni sem séu rétt merkt en ekki að þær séu öruggar eða að virkni þeirra sé í takt við auglýstar yfirlýs- ingar. Bandaríska lyfja- og matvæla- eftirlitið (FDA) er í raun aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefnið inni- heldur nýtt efni. n Þessar vörur voru prófaðar Leitað var eftir sömu efnunum í öllum vörunum sem prófaðar voru; Ginko Biloba, St. John's Wort, ginseng, hvít- lauk, Echinacea og Saw Palmetto. n GNC: Fæðubótarefni frá Herbal Plus prófuð. Í 120 DNA-prófum á 24 glösum stóðst uppgefið innihald í 22% tilfella. n Target: Fæðubótarefni frá Up&Up prófuð. Í 90 DNA-prófum á 18 glösum stóðst uppgefið innihald í 41% tilfella. n Walgreens: Fæðubótarefni frá Finest Nutrition prófuð. Í 90 DNA- prófum á 18 glösum stóðst uppgefið innihald í 18% tilfella. n Walmart: Fæðubótarefni frá Spring Valley prófuð. Í 90 prófum á 18 flöskum stóðst uppgefið innihald í aðeins 4% tilfella. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Skandall 79% fæðubótarefnanna sem prófuð voru innihéldu ekki DNA-snefil af þeim efnum sem tilgreind voru í innihaldslýsingunni. Mynd ReuteRS„Með þessu fram- ferði er verið að setja líf fjölskyldna New York í hættu, sérstaklega þeirra sem kunna að hafa ofnæmi fyrir þessum földu innihaldsefnum. Þrengir að svikahröppum Eric T. Schneider- man er sagður hafa gert það sem eftirlitsstofnanir Bandaríkjanna hefðu átt að gera fyrir löngu; að sýna fram á að fæðubótarefna- iðnaðurinn byggist á blekkingum. Mynd ReuteRS Hundrað prósentum dýrara á að flytja hjól með flugi n eftir að Icelandair fór að flokka þau sem millistóran íþróttabúnað n Breyting í takt við það sem gerist hjá öðrum flugfélögum F lugfarþegar sem þurfa að flytja reiðhjól milli landa með vélum Icelandair hafa tekið eftir því að veruleg hækkun hefur orðið á því gjaldi sem flugfélagið tekur fyr- ir slíkan flutning. DV barst ábending frá ósáttum viðskiptavini og leiddi athugun blaðsins í ljós að verðið hef- ur hækkað um heil hundrað pró- sent milli ára. DV leitaði skýringa á þessari verðhækkun hjá Icelandair. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi félagsins, segir skýringuna liggja í því hvernig reiðhjól séu nú flokkuð. „Við flokkuðum reiðhjól áður sem „small sports equipment“, eða lítinn íþróttabúnað sem kostar 4.800,“ segir Guðjón í skriflegu svari við fyrirspurn DV. „Í fyrrahaust var þessu breytt til samræmis við það sem tíðkast hjá öðrum flugfélögum, sem flokka reiðhjól sem „medium sports equipment“ eða meðalstóran íþróttabúnað. Kostnaður við slíkan flutning er nú 9.600 krónur.“ Þessi verð miðast, samkvæmt verðskrá Icelandair, við hvern flug- legg milli Íslands og Evrópu. Síðan er dýrara að flytja búnað milli Íslands og Norður-Ameríku annars vegar og Evrópu og Norður-Ameríku hins vegar. Þessi nýja flokkun á reiðhjólum þýðir að þau falla ekki lengur í sama flokk og golfbúnaður, skíði, sjóskíði, stangveiðibúnaður, skotvopn og hokkíbúnaður svo eitthvað sé nefnt af því sem telst til lítils íþróttabúnað- ar og eru nú í flokki með brimbrett- um og flugdrekum í flokknum milli- stór íþróttabúnaður. Guðjón segir þessa stöðuhækkun reiðhjólsins meira í takt við það sem gengur og gerist meðal flugfélaga. „Við höfum sem kunnugt er rúm- ar farangursheimildir og hjá Icelandair kostar t.d. ekkert að taka með sér ferðatösku, sem oftar en ekki er nauðsyn þegar fólk ferðast með reiðhjól eða annan stærri íþróttabúnað þannig að þegar á allt er litið teljum við okkur bjóða þeim sem vilja flytja hjól upp á mjög góð kjör og þjónustu.“ n Orðið dýrara að fljúga með reiðhjól Eftir að Icelandair færði reiðhjól úr flokki yfir lítinn íþróttabúnað upp í millistærð hækkaði verðið fyrir vikið um hundrað prósent. Nú kostar 9.600 krónur að koma hjóli frá Íslandi til Evrópu. Mynd SIgtRygguR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.