Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Lífrænt Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane Rauðrófu- og brokkolíduft ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli Fyrir eða eftir æfingar Mikil orka og næring Bragðgóð blanda 40 skammtar Ein teskeið hrist í vatn eða safa Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Umboð: Celsus. Frábært í kúrinn!5:2 Melabúðin Malar gull H verfisverslunin Melabúð- in á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 35 milljónir króna árið 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins Melabúðin ehf. fyrir árið 2013 sem samþykkt- ur var í stjórn félagsins í september síðastliðnum. Velgengni Melabúðar- innar hefur verið nær óslitin síðustu ár og, líkt og DV hefur áður greint frá, skilað hagnaði síðastliðin rekstrarár. DV greindi frá því í fyrra að hagn- aður Melabúðarinnar hafi numið tæpum 43 milljónum fyrir árið 2012 og árið þar áður rúmlega 43 millj- ónum. Hagnaður fyrir árið 2013 nam 34.842.350 krónum og dregst því heldur saman milli ára. Eigið fé félagsins nam í árslok 2013 ríflega 173 milljónum króna sem er 9 millj- ónum meira en árið áður þegar hún nam 164 milljónum. Þessi eftirtektarverði árangur Melabúðarinnar þýddi að ákveðið var að greiða 25 milljónir króna í arð til hluthafa. Það er sama upphæð og a.m.k. síðustu tvö rekstrarár þar á undan og nema því arðgreiðslur síðustu þriggja rekstrarára samtals 75 milljónum. Eins og flestir vita er Melabúð- in fjölskyldufyrirtæki í eigu hjón- anna Guðmundar Júlíussonar og Katrínar Stellu Briem og sona þeirra Péturs, Friðriks og Snorra sem sjá um reksturinn og hafa gert um árabil. Melabúðin nýtur ávallt sér- stakrar velvildar viðskiptavina enda ein af fáum hverfisverslunum sem eftir eru í Reykjavík og þrátt fyrir að heyja harða baráttu við stóru mat- vöruverslunarkeðjurnar dafnar hún enn á Hagamel. 22 starfsmenn voru í fullu starfi í búðinni árið 2013. n n arðgreiðslur síðustu þriggja ára nema 75 milljónum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Storkar stóru keðjunum Melabúðin er ein af fáum hverfisverslunum sem eftir eru í Reykjavík og virðist alltaf skila sínu. Hagnaður ársins 2013 nam tæpum 35 milljónum. Mynd Stefán KarlSSongott heilbrigðiskerfi – en eitthvað skrítið n Ísland í sjöunda sæti yfir bestu heilbrigðiskerfi evrópu n Segja íslenska lækna búa við miðaldakerfi heilsugæslustöðvum og bráðaþjón- ustudeildum sem annast frumþjón- ustu allan sólarhringinn alla daga vikunnar, meðal annars með skurð- stofuþjónustu. fallandi fyrirmynd Athyglisvert er að sjá að Svíþjóð hef- ur fallið úr sjötta niður í ellefta sæti, nú með 756 stig af 1.000 möguleg- um. Engu er slegið föstu í skýrslunni um að heilbrigðiskerfið sænska hafi versnað; miklu heldur sé það svo að heilbrigðiskerfi annarra landa hafi batnað á undanförnum árum og Sví- þjóð dregist aftur úr. Þó telja skýr- sluhöfundar að Svíum geti reynst erfitt að endurheimta stig sem þeir hafa misst sökum versnandi aðgeng- is að heilbrigðisþjónustunni og vax- andi biðlista. Skýrsluhöfundar spyrja því: „Hvernig getur heilbrigðiskerfi Albaníu starfað án þess að safna nokkrum biðlistum á sama tíma og hið sænska getur það ekki?“ Umfjöllunin um Íslands, sem er í sjöunda sæti, er forvitnileg. Þar segir að Íslendingar hafi sökum staðsetn- ingar sinnar neyðst til að byggja heil- brigðiskerfi sem hafi í raun getu til þess að þjóna tveggja milljóna þjóð. „Svo er að sjá sem bollaleggingar um að hrunið á Íslandi hafi haft mik- il áhrif á heilbrigðisþjónustuna séu ýktar. Ísland er í grundvallaratrið- um mjög ríkt land og það sannaðist einnig í því hve hratt þjóðin endur- heimti stöðu sína eftir hrunið,“ segir í skýrslunni. „Sendu hann til mín í flugvél“ Umsögn um læknastéttina á Íslandi og endurnýjun í hennar hópi kann að vekja furðu. Þar segir að íslensk- ir læknar búi að einhverju leyti við miðaldalegt meistarakerfi. Eftir ára- langt nám og þjálfun gátu húsa- smíðasveinar í slíku kerfi ekki fund- ið sér aðsetur og neyddust til að fara um finna sér verkefni hjá húsa- smíðameisturum. Þannig lærðu þeir og öðluðust mikla þjálfun. „Ungir ís- lenskir læknar verja 8 til 10 árum er- lendis eftir útskrift úr læknanámi og koma þá gjarnan heim aftur (þurfa þó ekki að giftast dóttur meistarans til þess að fá að hefja stofurekstur). En þeir læra ekki aðeins margt, þeir afla sér einnig góðra sambanda sem geta verið góð í flóknum og erfið- um tilvikum. Læknir sem stendur frammi fyrir slíku getur hringt í sinn gamla yfirmann eða sérfræðinga á sínu sviði við virt sjúkrahús erlend- is og spurt: Getur þú tekið þenn- an sjúkling að þér?, og oft fær hann svarið: „Komdu honum í flugvél!“. n „Ungir íslensk- ir læknar verja 8 til 10 árum erlendis eft- ir útskrift úr læknanámi og koma þá gjarnan heim aftur. Farið verður yfir verklag og vinnubrögð nefndarinnar Ö kumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina, vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa neytt amfetamíns, kannabisefna og metamfetamíns, að því er sýnatök- ur á lögreglustöð staðfestu. Þá voru ökuréttindi mannsins útrunnin. Þetta kemur fram í dagbók lög- reglunnar á Suðurnesjum. Tveir ökumenn til viðbótar voru uppvísir að ölvunarakstri og reyndist annar þeirra hafa neytt fíkniefna að auki. Áður hafði lögregla handtekið ökumann bifreiðar og tvo farþega vegna gruns um fíkniefnaakstur og vörslu fíkniefna. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu og annar farþeg- anna var með kannabispoka í brók- inni. Hann framvísaði pokanum á vettvangi og um það bil 20 grömm- um til viðbótar á lögreglustöð. Loks var einn ökumaður til við- bótar stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Farþegi í bifreiðinni viðurkenndi að hafa fíkniefni í fórum sínum og framvísaði hann þeim. n Með kannabis í brókinni Annar með lyfjakokteil í blóðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.