Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 10.–12. febrúar 2015 n Ljósmyndaverkefni um íslenskar konur n Sýning í íslenska sendiráðinu í London Íslenskar konur með augum Gabrielle Motola G abrielle Motola ljós- myndari er fædd og upp- alin í Bandaríkjunum en hefur búið í meira en ára- tug í London. Hún ólst að mestu upp í Chicago og Flórída, þar sem hún var eina stelpan á skaganum sem renndi sér á hjóla- bretti. Í síðustu viku var opnuð sýn- ing í íslenska sendiráðinu í London með myndum úr verkefni hennar „Women of Iceland“. Vildi kynnast íslenskum konum Gabrielle, eða Gabi eins og hún er kölluð, fékk áhuga á Íslandi, og þá sérstaklega veruleika íslenskra kvenna, 2008 þegar hún las grein í The Guardian um viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda og samfélags við hruninu. Þar kom meðal annars fram að hér hefði átt sér stað um- ræða um að efnahagslegur bati gæti falist í því að kvenvæða banka- kerfið: „Ég trúði varla mínum eigin augum, enda er ég frá einu mesta karlremburíki í heimi og bý í öðru. Bandaríkin og Bretland komst svo sannarlega ekki með tærnar þar sem Ísland hefur hælana hvað varð- ar jafnrétti kynjanna. Þau komast ekki einu sinni inn á topp 10-list- ann. Þarna var fjallað um efnahags- hrunið og eitt af því sem talið var nauðsynlegt til að koma efnahags- lífi þjóðarinnar aftur á réttan kjöl var að koma fleiri konum í áhrifa- stöður innan bankanna, og innleiða kvenleg gildi í ríkara mæli. Þess vegna var þetta algjör uppljómun fyrir mig. Fram að þessu vissi ég þrennt um Ísland – jöklar, eldfjöll og Björk. Þetta vakti forvitni mína og mér fannst ég þurfa að komast að því hvernig samfélag þetta væri. Mér fannst að þetta hlyti að vera samfélag þar sem kvenlæg gildi væru hærra sett en ég er vön – og þar af leiðandi hlyti almenn greind að vera vel yfir meðallagi.” Gabi ákvað í kjölfarið að hún þyrfti að komast til Íslands til þess að kynnast íslenskum konum, viðhorfum þeirra og lífsskoðunum. Hugmyndin þroskaðist, Gabi hélt áfram að fylgjast með fréttum frá Íslandi, og fimm árum síðar kom hún í fyrsta sinn til hingað, þá með styrk frá Olympus upp á vasann: „Olympus spurði mig hvert ég vildi fara, ég sagði „til Íslands“. Þá spurðu þau hvað ég vildi mynda. „Konur“ sagði ég. Olympus sagði „frábært!“. Samningaviðræðurnar voru ekki flóknari en þetta.“ Verkefnið óx Í fyrstu ferð sinni til Íslands mynd- aði Gabi 25 konur: „Þegar ég byrj- aði hafði ég ekki mikil tengsl í ís- lensku samfélagi. Ég gúglaði og fann konur sem voru að leggja eitt- hvað til málanna í umræðu um hluti eins og menntun, heilbrigð- iskerfið, stjórnmál og viðskipti. Ég vildi tala við menntaðar konur sem eru afsprengi þessa nútímalega samfélags – konur sem hafa feng- ið rétta jarðveginn til að þróa með sér hæfileika og hugsanagang til að takast á við vandamál samtím- ans.“ Verkefnið hefur undið upp á sig: „Ég byrjaði á að hugsa þetta sem portrettverkefni – myndir af ís- lenskum konum. Þegar ég hitti kon- urnar voru samtölin svo spennandi að ég ákvað að gera viðtöl að hluta verkefnisins.“ Samfélagið leyfir styrk Þegar þetta er ritað hefur Gabi myndað og talað við um 50 ís- lenskar konur. En hverju skyldi hún hafa komist að? „Það sem ég hélt um íslenskar konur er allt satt og rétt. Þið eruð ekki ofurkonur, en þið búið í umhverfi þar sem upp- bygging samfélagsins leyfir ykkur að blómstra og nýta styrkleika ykk- ar. Það sem skiptir kannski mestu er hvernig málum er háttað varð- andi barnagæslu. Hér geta öll börn fengið pláss á leikskóla eða hjá dag- mömmu frá hálfs árs aldri og þjón- ustan er niðurgreidd. Í Bretlandi býðst þessi þjónusta ekki fyrr en barnið er þriggja ára – það þýðir að foreldrið sem hefur lægri laun, sem er í flestum tilfellum kona, þarf að taka langt frí frá starfi sínu ef hlutirnir eiga að ganga upp.“ Gabi bætir því við að hér virðist henni konur vera almennt öruggari og sterkari í framkomu: „Ég er svo vön því að sterkar konur lendi í nei- kvæðni og niðurrifi af hálfu kyn- systra sinna. Hér virðist þessu öðru- vísi háttað. Konur þola betur að sjá styrk annarra kvenna. Auðvitað er ákveðið kynjamisrétti til staðar á Ís- landi, en það birtist á annan hátt.“ Dvelur hér hálft árið Gabi hefur tekið miklu ástfóstri við Ísland og Íslendinga: „Fólk hér er opið og mjög almennilegt við túrista. Kannski breytist það þegar ég fer að vera meira hérna og verð orðin ein af ykkur,“ segir hún og hlær, „í London eru allir svo reið- ir og í New York eru allir að tapa sér úr metnaði. Fólki er sama hvað um annað. Hér er meira pláss og því fylgir einhvern veginn betra jafnvægi og meiri umhyggja fyr- ir náunganum.“ Gabi hefur kom- ið nokkrum sinnum til Íslands á síðustu árum og dvalið allt að þrjá mánuði í senn. Nú er svo komið að hún eyðir álíka miklum tíma hér og heima í London: „Ég hef kynnst svo mörgum og myndað sambönd sem eru að nýtast mér betur og betur. Ekki bara tengt kvennaverkefninu, heldur öðrum hlutum líka. Fólk hér er svo sveigjanlegt og ekki í eins mikilli vörn og úti.“ Vill koma efninu í bók Í síðustu viku var sýning á mynd- um úr íslenska kvennaverkefni Gabi opnuð í íslenska sendiráð- inu í London. Myndirnar verða uppi í hálft ár. Áður hafa 20 mynd- anna verið sýndar á sýningu á veg- um Olympus, en fyrirtækið valdi að kynna nýja vöru með þeim hætti. Gabi leitar nú samstarfsaðila og fjármagns til að koma myndun- um og viðtölunum út á bók: „Verk- efnið hefur þróast úr því að snúast um ljósmyndir yfir í að vera mann- fræðileg eða félagsfræðileg um- fjöllun um íslenskar konur. Mér finnst nauðsynlegt að nálgast við- fangið út frá fleiru en myndunum. Það sem íslensku konurnar hafa að segja skiptir máli í umræðunni um hvernig samfélög við viljum skapa. Verkefnið er auðvitað mjög femínískt en umræðan er ekki út frá því að femínismi sé siðferði- lega réttur heldur frekar út frá efna- hagslegu sjónarmiði. Það getur ekki verið vænlegt að annar helmingur mannkyns fái sjálfkrafa öll tækifær- in á meðan hinn helmingurinn fær þau stundum.“ Upplýsingar um verkefnið og önnur verk Gabrielle er að finna á www.gabriellemotola.com n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Mér fannst að þetta hlyti að vera samfélag þar sem kven- læg gildi væru hærra sett en ég er vön - og þar af leiðandi hlyti almenn greind að vera vel yfir meðallagi. Styrkur íslenskra kvenna Ég er svo vön því að sterkar konur lendi í nei- kvæðni og niðurrifi af hálfu kynsystra sinna. Hér virðist þessu öðruvísi háttað. Kon- ur þola betur að sjá styrk annarra kvenna. „Olympus spurði mig hvert ég vildi fara, ég sagði „til Íslands“. Þá spurðu þau hvað ég vildi mynda. „Konur“ sagði ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.