Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Ég hef alltaf verið íhaldsskunkur Óumflýjanlegt uppgjör Gústaf Níelsson segist alltaf hafa verið íhaldsmaður þótt hann eigi ekki kyn til þess. - DV Sterk staða Árna Páls Staða Árna Páls Árnasonar, for- manns Samfylkingarinnar, þyk- ir vera mun sterkari nú en áður. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram 20.–21. mars og ljóst er að formaðurinn mun ekki fá mót- framboð. Árni Páll hefur ekki ver- ið óumdeildur innan eigin þing- flokks, en hann þykir hafa spilað vel úr stöðunni undanfarnar vik- ur, verið áberandi í fjölmiðlum og styrkt sig sem forystumann í stjórnarandstöðu. Einhverj- ir hafa litið til Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sem líklegs keppinaut- ar Árna Páls, en stuðningsmenn hennar telja að eins og staðan sé í dag myndi hún ekki vinna hann í formannskosningu. Ólíkur stíll Ólöf Nordal innanríkisráðherra þykir röggsöm í starfi. Fyrir tveimur vikum kvörtuðu Píratar yfir leynilegum valdbeitingarregl- um lögreglunnar í sérstökum um- ræðum á Alþingi. Ólöf upplýsti þá að hún hefði til athugunar að birta þessar reglur að einhverju eða öllu leyti. Nú, hálfum mánuði síðar, hef- ur Ólöf birt umræddar leyniregl- ur opinberlega. Þykir mörgum sem Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafi valið vel í embætti innanríkisráðherra. Í leiðinni er bent á að um ár sé síðan fram komu hugmyndir um að kaupa gögn um undanskot auðmanna í skattaskjólum, ríkissjóði til hags- bóta. Bjarni er enn með það mál í fanginu. Seðlabankastjórum fjölgað í þrjá? Beðið er með eftirvæntingu eftir að nefnd sem vinnur að heildar- endurskoðun á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands skili tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Fjármálaráðherra hefur boðað að hann hyggist leggja fram frum- varp um breytingu á lögum um Seðlabankann ekki síðar en 26. mars næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni leggja það til að yf- irstjórn bankans verði á ný skip- uð þremur seðlabankastjórum. Fram kom í yfirlýsingu Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra, þegar hann var endurskipaður í embætti til fimm ára í ágúst á síð- asta ári, að óvíst væri hvort hann myndi sækjast eftir endurráðn- ingu kæmi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðla- bankann. M argir framsóknarmenn kalla nú eftir uppgjöri við borgarfulltrúa flokksins á landsþingi Framsóknar- flokksins sem haldið verð- ur í apríl. Öllum ætti að vera ljóst að ýmislegt í málflutningi og ákvörðun- um borgarfulltrúanna, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guð- finnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, hefur skaðað flokkinn. Það væri óvit- urlegt af framsóknarmönnum að bregðast ekki við, og reyndar hefði forysta flokksins átt að gera slíkt miklu fyrr. Í síðustu borgarstjórnarkosning- um fékk Framsóknarflokkurinn tvo menn kjörna, sem var mun betri ár- angur en búist hafði verið við. Mál- flutningur, sem var í hæsta máta vafasamur, skilaði niðurstöðu sem verður ekki skilgreind öðruvísi en sem pyrrhosarsigur. Framsóknar- menn þurfa sannarlega ekki fleiri sigra eins og þann sem þeir unnu í borginni. Ummæli sem frambjóðandi flokksins, Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, lét falla í kosningabar- áttunni um múslima voru þess eðl- is að flestum hlaut að blöskra, þótt of margir tækju reyndar gleðikipp og skunduðu á kjörstað til að kjósa Framsóknarflokkinn. Sveinbjörg Birna hefur ítrekað sagt að ummæli hennar í kosningabaráttunni hafi verið slitin úr samhengi og rangtúlk- uð, en erfitt er að taka mark á þeirri skýringu hennar því eftir því sem leið á kosningabaráttuna bætti hún við ummælin fremur en að draga úr þeim. Á þeim tíma fordæmdi flokks- forystan ekki ummæli Sveinbjargar heldur fór í felur. Fjölmargir áttu erfitt með að túlka þá þögn öðruvísi en sem samþykki. Þessi þögn hefur orðið flokknum jafn dýr og ummæli Sveinbjargar. Nýleg ákvörðun borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að velja Gústaf Níelsson, flokksbundinn sjálfstæðis- mann, sem varamann í borgarstjórn var síðan undarleg. Jákvæðnin og umburðarlyndið lýsir ekki beint af Gústafi þegar kemur að málefn- um múslima og samkynhneigðra. Kannski var þetta val borgarfull- trúanna hugsað sem fyndni eða ögrun – það var allavega ekki vel til þess fallið að styrkja ásýnd Fram- sóknarflokksins. Nú brá hins vegar svo við að forystan, reynslunni rík- ari, greip strax í taumana og ávítti borgarfulltrúana, sem hafa sannar- lega reynst flokknum dýrir. Þessi viðbrögð sýna að forystan hefur verulegar áhyggjur af ímynd flokks- ins enda full ástæða til. Borgarfull- trúar Framsóknarflokksins eru ein- angraðir og njóta ekki trausts eigin flokksmanna. Viturlegast er að fram- sóknarmenn viðurkenni þessa stað- reynd og bregðist við en geri ekki sömu mistök og gerð voru í að- draganda síðustu borgarstjórnar- kosninga þegar menn kusu að taka ekki á vandanum. Í kjölfarið gerðist það sem oft gerist í slíkum aðstæð- um, að vandinn óx og magnaðist. Nóg er til af góðum og grandvör- um framsóknarmönnum og þeim er brugðið. Þeir átta sig mætavel á því að flokkur sem vill skilgreina sig sem hófsaman miðjuflokk getur ekki lagt blessun sína yfir málflutning þar sem ákveðnir hópar eru gerðir tor- tryggilegir. Uppgjör virðist óumflýj- anlegt. n Nei, Bjarni! Í byrjun ársins 2000 birtist í Morgunblaðinu viðtal við einn af bankastjórum Landsbankans þar sem, meðal annars, var vikið að skattaparadísum og bankaleynd. Þetta var á þeim tíma sem þáver- andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vann að því í samvinnu við Viðskiptaráð að búa til hér á landi „sérstakt skattaumhverfi“ fyrir svokölluð „alþjóðleg viðskipta- félög“. Þetta var fínt nafn á því sem nú er kallað skattaparadís, nema hvað þarna átti ekki að vera leynd heldur fyrir opnum tjöldum boðið upp á skatta sem væru langt und- ir því sem almennt tíðkaðist. Þarna væri hægt að höndla með þjónustu og framleiðsluvöru með lágmarks- skattlagningu af hálfu hins opin- bera. Margs konar skattaskjól OECD, Efnahags- og framfarastofn- unin, gagnrýndi á þessum tíma skattaskjól af þessu tagi því þau græfu undan velferðarsamfélaginu með því að innleiða samkeppni þeirra í millum niður á við eins og það var kallað. Slíkar skattapara- dísir gerðu það að verkum að tekj- ur af atvinnustarfsemi færðust frá þeim löndum þar sem framleiðslan fer fram og virðisaukinn myndast. Skattbyrðunum væri með þessu móti velt yfir á almenning í fram- leiðsluríkjunum – hinn almenni borgari axlaði ábyrgðina sem auð- mennirnir viku sér undan. Á endanum sáu íslensk stjórn- völd sig knúin til að hverfa frá þess- um áformum en það var þó ekki fyrr en eftir að tugmilljónum hafði verið sóað í þetta skuggalega samstarfs- verkefni ríkisins og Viðskiptaráðs. En til voru aðrar leiðir til undan- skota. Síðla árs 1998 hafði Lands- bankinn sett á laggirnar dótturfé- lag á Ermarsundseynni Guernsey til að veita viðskiptavinum sínum svokallaða aflandsþjónustu. Og vík- ur þá aftur að fyrrnefndu viðtali við bankastjóra Landsbankans fyrir fimmtán árum. Hann lýsti því fjálg- lega hve ánægjulegt það væri að Landsbankinn hefði fengið starfs- leyfi á Ermarsundseynni Guernsey. Þessu hefði verið afskaplega vel tek- ið af stærri viðskiptavinum bankans, sagði hann, og næmu eignir í sjóði á vegum Landsbankans á Guernsey þegar um þremur milljörðum króna eftir aðeins rúmlega ár frá opnun! Vilja leynd um sín stærri mál! Viðtalið segir allt sem segja þarf: „[V] ið vildum breikka alþjóðlega þjón- ustu okkar og gefa kost á lögsögu, eins og Guernsey, sem sérhæfir sig í að veita hagstæð skattaleg skil- yrði til rekstrar,“ sagði bankastjór- inn í viðtalinu. Einnig sagði hann bankaleyndina mikilvæga enda þekktu Landsbankamenn það frá Íslandi „…að margir einstaklingar vilja ekki að aðrir viti eitt eða neitt um þeirra stærri mál, af eðlilegum ástæðum“. Landsbankinn var ekki einn um þetta ráðslag. Þannig kunna ein- hverjir að minnast þeirrar viðhafnar sem höfð var þegar Kaupþing opn- aði útibú sitt í Lúxemborg á sínum tíma. Lúxemborg er annað tveggja OECD-ríkja sem gátu ekki einu sinni hugsað sér að undirrita samkomu- lag um lágmarksreglur OECD um skattaparadísir, reglur sem mörgum þóttu ganga alltof skammt. Í Lúxem- borg bauð Kaupþing upp á svokall- aða einkabankaþjónustu, m.a. ráð- gjöf um það hvernig stofna mætti eignarhaldsfélög til að geta frestað greiðslu skatta af söluhagnaði hluta- bréfa. Fleiri nú með opin augu Allt er þetta liðin tíð – eða hvað? Því miður virðist gamla kerfið og gamla sérgæskan aldrei hafa skilið við okk- ur og enn er rætt um skattaparadísir. Nema nú eru uppi gagnrýnni viðhorf sem betur fer. Fyrir fimmtán árum voru ekki margar raddir sem vildu láta upplýsa um undanskotsmenn úr hópi hinna dáðu útrásarmanna. Slíkar kröfur eru hins vegar uppi nú. Um miðjan apríl síðastliðinn var greint frá því í fjölmiðlum að íslensk- um stjórnvöldum stæði til boða að kaupa gögn um skattaundanskot Ís- lendinga. Í haust sendi skattrann- sóknarstjóri greinargerð til fjár- málaráðherra. Hún hefur verið til skoðunar í fjármálaráðuneytinu án þess að niðurstaða liggi fyrir. Ríkið á ekki að verja ósvífnustu skattsvikarana Fjármálaráðherra segir ákvörðunar- valdið liggja hjá skattrannsóknar- stjóra en með skilyrðum þó. All- ir læsir menn skilja hvert Bjarni Bendektsson fjármálaráðherra er að fara. Hann vill ekki að upplýsingarn- ar verði keyptar. Gæti verið of mik- ið í húfi fyrir einhvern? Hvar í flokki skyldu þau standa? Þetta mál er á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og fjármálaráðherra sérstak- lega. Fjármálaráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins eru einn og sami maðurinn. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins má ekki komast upp með að beita ríkisvaldinu til varnar ríkum skattsvikurum! n Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Allir læsir menn skilja hvert Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra er að fara. MyNd SIGtRyGGuR ARI „Nóg er til af góð- um og grandvör- um framsóknarmönnum og þeim er brugðið. Þeir átta sig mætavel á því að flokkur sem vill skil- greina sig sem hófsaman miðjuflokk getur ekki lagt blessun sína yfir mál- flutning þar sem ákveðn- ir hópar eru gerðir tor- tryggilegir. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Leiðari MyNd SIGtRyGGuR ARI Ég er alla vega ekki að missa svefn yfir þessu Sveinbjörg Birna segir ósætti í öllum flokkum yfir framgöngu ákveðinna fulltrúa. - DV Ég held að við vinnum Guðfinnur Sveinsson flutti lagið Fjaðrir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.