Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 10.–12. febrúar 201526 Sport  Sígaunabölvunin í Birmingham Það hefur lengi loðað við Birmingham að bölvun hvíli, eða hafi hvílt, á heimavelli liðsins, St. Andrews. Ástæðan er sögð sú að þegar hafist var handa við byggingu vallarins árið 1906 hafi sígaunafjöl­ skyldum verið bolað burt af svæðinu og þessar fjölskyldur lagt bölvun á völlinn. Hvað sem því líður er auðvelt fyrir stuðningsmenn liðsins að kenna bölvuninni um þegar á móti blæs. Eftirminnilegt er þó þegar fyrrverandi stjóri Birmingham, Barry Fry, ákvað að taka til sinna ráða til að losna við bölvunina. Fry stýrði Birmingham árin 1993–1996 en var rekinn eftir slæmt gengi tímabilið 1995/1996. Áður en að því kom ákvað Fry að það væri tilraunarinnar virði að hafa þvaglát í öll fjögur hornin á sjálfum leikvellinum, allt í þeim tilgangi að losna við bölvunina. „Við höfðum ekki unnið leik í fjóra mánuði og vorum orðnir örvæntingarfullir. Þannig að ég pissaði í hornin,“ sagði hann í eftirminnilegu viðtali. En virkaði það? „Nú, við komumst aftur á sigurbraut en svo ráku þeir mig, þannig að líklega virkaði þetta ekki,“ sagði Fry sem í dag er yfirmaður knattspyrnumála hjá Peterborough. n Þegar öllu öðru en liðinu og stjóranum er kennt um slæm úrslit n Telegraph tók saman ArfAslAkAr AfsAkAnir Tveir góðir Félagarnir Sir Alex Ferguson og José Mourinho hafa verið gjarnir á það í gegnum tíðina að finna afsakanir – misgóðar – ef liðum þeirra gengur illa. Mynd ReuTeRs  Boltinn skoppaði of mikið Newcastle United mætti neðrideildarfélaginu Stevenage í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar snemma árs 1998. Óvænt úrslit urðu í leiknum því Newcastle, sem þá hafði á að skipa ógnarsterku liði, náði aðeins í svekkjandi 1–1 jafntefli á útivelli eftir að Alan Shearer hafði komið liðinu yfir. Kenny Dalglish, stjóri Newcastle, kenndi boltunum sem notaðir voru í leiknum um úr­ slitin. Hann sagði að þeir hefðu skoppað of mikið. Newcastle fór þó áfram í einvíginu eftir að hafa unnið seinni leikinn á heimavelli. Þar voru ekki notaðir neinir skopparaboltar.  Gráu búningarnir Manchester United lenti í ótrúlegu basli með miðlungslið South­ ampton í úrvalsdeildinni síðla vetrar tímabilið 1995/1996. Liðið var 3–0 undir í hálfleik og brá Alex Ferguson, stjóri United, á það ráð að skipta út gráu búningunum sem leikmenn United höfðu spilað í í fyrri hálfleik. Þetta bar ekki tilætlaðan árangur þó að United hefði klórað í bakkann, 3–1, áður en leiknum lauk. Alex sagði eftir leik að leikmennirnir hefðu átt erfitt með að finna hver annan vegna gráu búninganna. Svo fór að gráu búningarnir voru aldrei notaðir aftur hjá United. Kannski eins gott því eftir tapið gegn Southampton vann United alla leikina sem eftir voru í úrvalsdeildinni og hampaði Englandsmeistaratitlinum.  Búningarnir voru of þungir Það muna eflaust ekki margir eftir úrslitaleik Liverpool og Arsenal í ensku bikarkeppninni vorið 1971. Liðin voru nokkuð jöfn að gæðum; Arsenal hafði unnið ensku deildina með 65 stigum á meðan Liverpool varð að sætta sig við 51 stig sem skilaði liðinu í 5. sætið um vorið. Leikurinn var mjög spennandi og staðan var jöfn, 0–0, eftir 90 mínútur. Liverpool tók forystuna í byrjun framlengingarinnar en Arsenal svaraði með tveimur mörkum og tryggði sér titilinn. Eftir leik sagði Emlyn Hughes, miðjumaður Liverpool, að nýir ullarbúningar hefðu gert sér og samherjum sínum erfitt fyrir, búningarnir hefðu verið allt of þungir í hitanum og svitanum á Wembley.  Engir boltastrákar José Mourinho, sem nú stýrir Chelsea eins og allir vita, er þekktur fyrir svokölluð sálfræðistríð sín. Sumarið 2011 mættust Real Madrid og Barcelona í árlegum leikjum milli bikar­ og Spánarmeistaranna. Fyrri leikurinn á heimavelli Real Madrid hafði endað 2–2 en seinni leikurinn, sem var æsispennandi, endaði með 3–2 sigri Barcelona á Nou Camp. Mourinho er snillingur í að finna afsakanir ef hlutirnir ganga ekki upp. Hann gagnrýndi það eftir leik að engir boltastrákar hefðu verið til staðar, það „væri dæmigert fyrir smálið“ eins og Barcelona.  Of mikið í Playstation Íslandsvinurinn David James þótti umdeildur á sínum yngri árum þar sem hann átti það til að verja á köflum stórkostlega en gera svo stórkostleg mistök inn á milli. James stóð milli stanganna hjá Liverpool frá 1992 til 1999 en árið 1997 vakti hann mikla athygli vegna ummæla sinna í kjölfar mistaka sem hann gerði í leik gegn Newcastle. Kenndi hann óhóflegri tímaeyðslu sinni í Playstation­leikjatölvunni um mistökin. Nefndi hann einkum tölvuleikina Tekken 2 og Tomb Raider sem hann sagðist hafa spilað tímunum saman í aðdraganda leiksins. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.