Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 10.–12. febrúar 2015 RaftónlistaRveisla í Reykjavík n Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin í þriðja skipti í Hörpu n Björn Steinbekk í U m næstu helgi fer tónlist- arhátíðin Sónar Reykja- vík í Hörpu. Hátíðin varð til á grunni klúbbakvölda sem þrír vinur stóðu fyr- ir í Barselóna á Spáni í byrjun tí- unda áratugarins, klúbbakvöldin þróuðust svo smám saman yfir í nokkurra daga raftónlistarhá- tíð – Sónar hefur verið haldin ár- lega frá 1994 í Barcelona. Undan- farinn áratug hefur hátíðin svo dreift úr sér og teygt anga sína út um allan heim – meðal annars til Íslands. Hátíðin verður haldin í þriðja skipti í Hörpu næstu helgi, frá fimmtudeginum 12. til laugar- dagsins 14. febrúar. Meðal er- lendra listamanna sem koma fram eru Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie XX, Todd Terje, Kindness og Nina Kraviz, en ís- lensku listamennirnir sem koma fram eru um 50 talsins, bæði plötusnúðar og hljómsveitir. Sónar í níu löndum „Hátíðin er núna haldin á níu stöð- um í heiminum. Aðalhátíðin er haldin í Barcelona í júní og það eru 110 þúsund manns koma til Barselóna þá helgi gagngert til að fara á hátíðina,“ segir Björn Stein- bekk, framkvæmdastjóri og mað- urinn á bak við Sónar Reykjavík. Hann segir röð tilviljana hafa ráð- ið því að hann ákvað að taka þátt í að koma hátíðinni á fót á Íslandi: „Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, bað mig um að finna einhverja hátíð, ein- hvern viðburð yfir veturinn og góð- ir menn bentu mér á Sónar. Eftir nokkrar þreifingar var ákveðið að halda Sónar Reykja- vík í fyrsta skipti árið 2013. Björn segir hátíðina ekki vera eins og eins og útibú sem notar alþjóð- lega uppskrift, eins og einsleitir McDonalds-staðir um allan heim. „Nei þetta nær nú mikla dýpra en það. Við veljum allar hljómsveit- irnar í sameiningu og bókum allt saman, þeir búa svo til kynningar- efnið en við aðlögum það að okkar markaði. Umsýsla með vefsíðunni og öðru er í Barcelona. Þar eru 30 manns sem vinna á skrifstofunni, en við höfum alltaf fullan aðgang að þeim og vinnum með þeim dag- lega. Þar sem þetta er yfir veturinn er þetta líka atvinnuskapandi fyrir þeirra starfshóp,“ útskýrir Björn. Helmingurinn erlendir gestir Björn segir stóra kosti fyrir hátíðar- haldara að tengja sig við jafn þekkt og virt vörumerki og Sónar. „Það hefur líklega tekið Iceland Airwa- ves 11 til 12 góð ár til að virkilega verða sú hátíð sem að fólk sá fyr- ir að hún yrði. Það tók Airwaves 7 eða 8 ár að ná sama fjölda erlendra gesta og okkur hefur tekist á þrem- ur árum. Það gerist bara út af vöru- merkinu.“ Um 1.500 gestir mæta erlendis frá á hátíðina en það er rétt tæpur helmingur af 3.300 gest- um hátíðarinnar. Um 3.000 miðar höfðu selst á föstudag og viðbúið að síðustu miðarnir muni seljast upp þegar nær dregur. Maður veltir fyrir sér hvort ís- lenski markaðurinn sé einfaldlega mettur með öllum þessum stór- um tónlistarviðburðum og hátíð- um á borð við Iceland Airwaves, ATP Iceland, Secret Solstice og Sónar Reykjavík. „Markaðurinn er kannski ekki mettur, en ef þú ert að halda tónlistarhátíð á Íslandi, þá getur þú bara gengið að því vísu að selja 1.500 til 2.000 miða til Íslendinga. Það er bara sá fjöldi sem er að kaupa sig inn á Airwa- ves, ATP og fleiri hátíðir. Ef þú ert hins vegar með Bruce Springsteen eða Justin Timberlake þá mynd- ir þú selja Íslendingum 15 þús- und miða. En við sitjum líka að því að vera á vetrartímanum – febrú- ar er frekar dauður tími yfir höfuð. Þetta er líka dauður tími erlendis, þannig að fólk ákveður þá kannski frekar að fara í eitthvað sérstakt eins og þetta.“ Samlegðaráhrif í Skandinavíu Sömu helgi verður Sónar-hátíð haldin í Stokkhólmi þar sem mik- ið af listamönnunum sem koma fram í Reykjavík munu troða upp. Það er Björn og íslenska Sónar- teymið sem stendur að hátíðinni í Stokkhólmi sem og í Kaupmanna- höfn um miðjan mars. Af hverju var farið í þessa útrás? „Það er ekki mögulegt að lifa af einni tónlist- arhátíð á Íslandi – það er enginn rekstur þannig séð. Ástæðan fyrir því að við bættum við Stokkhólmi og síðan Kaupmannahöfn er ein- faldlega sú að við þurfum að hafa fleiri hátíðir helst sömu helgi eða í kringum Sónar hérna heima, til að geta boðið betri listamönn- um og geta þá boðið fleiri en eina dagsetningu, því þá eru meiri lík- ur á að þeir þekkist boðið. Það er mjög líklegt að á næsta ári munum við halda Sónar í Reykjavík, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn sömu helgi.“ Einfaldlega tónlistarhátíð Tónlistin sem heyrist á Sónar er Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Listamennirnir mæla með Shades of Reykjavík „Við erum mjög spenntir fyrir Sónar-há- tíðinni og öllum þeim frábæru tónlistar- mönnum sem eru að fara að spila og þá sérstaklega; Randomer, Jón Ólafsson og Futuregrapher, Nina Kraviz, russian. girls, Lord Pusswhip, DJ Yamaho, Royal, Ghostigital, Gervisykur, Thor, DJ Flugvél og Geimskip, Ben & Croax, Hlýnun Jarð- ar, og Darkfeatures. Ástæðan fyrir þessu vali er vegna flottrar framkomu þeirra á sviði og frábærum gæðum tónlistarinn- ar. Svo viljum við líka bara fá að sjá alla vini okkar. Nina Kraviz er í uppáhaldi hjá LaFontaine vegna þess að „hún er falleg- asta tónlistarkona í heiminum“.“ Útvarpsþátturinn Shades of Reykjavík er á dagskrá FM Xtra 101,5 alla laugardaga milli 21.00 og 23.00. LaFontaine úr SoR spilar á Sonarpub á fimmtudagskvöld klukkan 22.45. Missy Melody „Ég hlakka til að sjá Balsamic Boys á fimmtudeginum, þeir gera magnað stöff. Einnig Todd Terje því hann er legend. Svo Samaris – ég elska þau. Ég mun njóta þess mest að sjá sjálfa mig spila á föstudegin- um, ég verð í súperhetjuham og máluð af snillingunum í Ölgerðinni sem Missy Melody súperhetja. Eftir að ég stíg af sviði mun ég tjékka á SBTRKT, Jimmy Edgar og Ninu vinkonu minni Kraviz og svo auðvitað Herra Kalkbrenner. Á laugardeginum mun ég virkilega njóta þess að sjá Jamie XX, hann er svo mikill tónlistarsnillingur og góðvinur minn hann Margeir mun svo eiga hug minn eftir það.“ Missy Melody spilar á SonarPub á föstudags- kvöldið klukkan 21.00. Exos „Teknóprinsesssan Nina Kraviz, sem er uppáhaldsplötusnúðurinn minn, er að fara að spila í fyrsta sinn á Íslandi. Hún hefur verið að rokka dansgólf út um allan heim með rosalegum settum. Hún er að spila mjög flott teknó, gamalt klassískt teknó í bland við glæný teknólög sem eru varla komin út. Þótt ég hafi verið að fylgjast með teknói alveg frá 1994 og sé þvílíkur grúskari og gramsari á ég ekki sjens í lagavalið hjá henni. Hún er bara úr annarri vídd þegar kemur að því að velja réttu lögin á réttum tíma. Þó hún hafi verið í þessu mjög lengi hefur hún verið að skjótast upp á stjörnu- himininn mjög hratt undanfarið ár. Ég datt inn í settin hennar fyrir svona ári eftir að ég heyrði Essential-mixið. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af. Svo er það undra- barn teknósins á Íslandi: Bjarki. Það er ung- ur og ótrúlega hæfileikaríkur drengur sem er að gefa út hjá plötufyrirtækinu hennar Ninu Kraviz og kemur fram á sama kvöldi og hún. Hann hefur verið að fá heimsathygli fyrir lögin sem hann hefur verið að gefa út hjá Ninu, enda er hann algjört undrabarn þegar kemur að bassateknói, og er að gera eitthvað sem ég hef ekki heyrt neins staðar annars staðar.“ Exos spilar spilar á SonarLab á laugardags- kvöld klukkan 23.30. M-Band Ég er held ég spenntastur fyrir Randomer á laugardagskvöldinu. Annars verður reyndar líka gaman að sjá SBTRKT sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Svo verða þarna atriði sem eru alveg ný fyrir mér eins og Sophie og Nisennenmondai sem ég er mjög spenntur fyrir. M-band spilar á SonarComplex á fimmtu- dagskvöld klukkan 23.00. Í útrás Björn Steinbekk og teymið á bak við Sónar Reykjavík halda nú þrjár Sónar-hátíðir á Norðurlöndunum í febrúar og mars. MYND DavÍð ÞÓR GuðLauGSSoN„Það tók Airwaves sjö eða átta ár að ná sama fjölda erlendra gesta og okkur hefur tek- ist að ná á þremur árum. „Við erum ekki „showcase“- hátíð heldur einfald- lega tónlistarhátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.