Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 30
30 Lífsstíll Vikublað 10.–12. febrúar 2015 Offitufaraldur á undanhaldi Samkvæmt nýrri rannsókn hef­ ur hægt á offitufaraldri á meðal breskra barna. Í rannsókninni, sem fram­ kvæmd var í The King's College í London, kemur fram að hlut­ fall of þungra barna jókst stöðugt frá 1994 til 2003 en hefur staðið í stað síðasta áratuginn. Hins vegar heldur áfram að fjölga í hópi of þungra barna í aldurshópnum 11 til 15 ára. Eitt af hverjum þremur bresk­ um börnum er of þungt. Sagt er frá rannsókninni á vef BBC. Líkamsklukkan skiptir sköpum Líkamsklukkan hefur svo mikil áhrif á líkamlega færni að hún getur skorið úr um sæti á verð­ launapalli á Ólympíuleikum. Þetta segja vísindamenn við há­ skólann í Birmingham en sagt er frá niðurstöðum rannsóknar þeirra í tímaritinu Current Biology. Í rannsókninni kemur fram að þeir sem eru vanir að taka daginn snemma eru upp á sitt besta í kringum hádegi á meðan nætur­ uglur standa sig best á kvöldin. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að með tíma er hægt að stilla líkamsklukkuna og þannig laga sig að tímasetningum íþrótta­ móta og vera þannig í sínu besta formi þegar keppni fer fram. Meiri sársauki nálægt maka Sumar konur finna meira til þegar þær gangast undir sárs­ aukafulla læknismeðferð ef maki þeirra er viðstaddur. Þetta kem­ ur fram í rannsókn sem birtist í tímaritinu Social Cognitive and Affective Neuroscience. Þetta á sérstaklega við kon­ ur sem forðast nánd í sambandi sínu. Niðurstöður úr heilaskanna spegluðu niðurstöðuna. Að sögn vísindamanna passar niðurstaðan við fyrri rannsóknir – að börn finni meira til þegar for­ eldrar þeirra eru nálægir. „Þetta á sérstaklega við þegar foreldrið er stressaðra en barnið.“ H eilbrigðisyfirvöld í Banda­ ríkjunum eru uggandi yfir fjölgun mislingatilfella á síðustu misserum, en svo virðist sem hræðsla for­ eldra við bólusetningar hafi þau áhrif að þeir láti ekki bólusetja börn sín. Eftir því sem færri börn eru bólusett dregur úr svokölluðu hjarðónæmi og það eykur líkurnar á því að skæðir sjúkdómar, líkt og mislingar, breiðist út. Vert er þó að taka fram að góður árangur hefur náðst í bólusetningum við misling­ um hér á landi og hefur sjúkdómn­ um nánast verið útrýmt. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunin hafi gefið út full­ yrðingar um að engar aðgerðir séu mönnum jafn hagkvæmar og bólu­ setningar, er nokkuð um að íslensk­ ir foreldrar láti ekki bólusetja börn sín, ef marka má tölur frá land­ læknisembættinu. En að meðaltali er þátttaka í bólusetningum um 90 prósent. Hún er þó misjöfn, bæði eftir landshlutum og bóluefnum. Mýta um einhverfu Alvarlegar aukaverkanir bólusetn­ inga eru mjög fátíðar, en geta sést hjá um það bil einum af hverj­ um 500.000 til 1.000.000 bólusett­ um. Það þykir því hafið yfir allan vafa að hugsanlegur skaði af bólu­ setningum sé margfalt minni en sá skaði sem getur hlotist af sjúk­ dómum sem hún kemur í veg fyrir. Fólk virðist engu að síður hafa ýmsar ranghugmyndir um skað­ semi bólusetninga, en það er lífseig mýta að MMR­bóluefnið sem notað er gegn mislingum og rauðum hundum, geti valdið ein­ hverfu. Staðreyndin er hins vegar sú að engar vísindalegar rann­ sóknir hafa sýnt fram á bein tengsl þar á milli. Árið 1998 birti Andrew Wakefield niðurstöður rannsóknar sinnar sem þóttu sýna fram á að MMR­bóluefnið gæti valdið einhverfu. Í ljós kom hins vegar að hann hafði falsað gögn í rannsókn­ inni og niðurstöðurnar því ekki á rökum reistar. Eftir að þetta komst upp missti hann lækningaleyfið sitt í Bretlandi. Þrátt fyrir að þessar niðurstöður hafi verið dregnar til baka þá virðist hræðslan við sam­ hengið á milli bólusetningar við mislingum og einhverfu vera við­ varandi hjá mörgum. Ekki kvikasilfur frá 2007 Þá er hræðsla við kvikasilfur í bóluefnum einnig algeng, en stað­ reyndin er sú að á Íslandi hef­ ur ekki verið notað bóluefni sem inniheldur kvikasilfur frá ár­ inu 2007. Þar áður var lítið magn kvikasilfurs notað í bóluefni sem rotvarnarefni til að auka geymslu­ þolið. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var magnið hins vegar svo lítið að lítil sem engin hætta var á skaðlegri verkun. Í því samhengi er vert að benda á að kvikasilfur berst inn í líkamann með ýmsum hætti, það er víða að finna í umhverfinu og í vissum fæðutegundum, svo sem sjávarafurðum. Ekki einkamál Sumir foreldrar telja að það sé þeirra einkamál hvort þeir láti bólusetja börn sín eða ekki. En sú er ekki raunin. Þegar foreldrar taka ákvörðun um að bólusetja ekki börn sín stofna þeir öðrum börn­ um í hættu. Börnum sem ekki hafa náð bólusetningaraldri og börn­ um sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að bólusetja, til dæm­ is vegna undirliggjandi sjúkdóma. Hjarðónæmið sem minnst var á hér á undan er nauðsynlegt til að vernda þessi óbólusettu börn. Ónæmiskerfið þolir bólusetningar Stundum heyrast þær raddir að bólusetningum fylgi of mikið álag á ónæmiskerfi barna, en það er ekki svo, að minnsta kosti ekki ef um að ræða heilbrigð börn. Rann­ sóknir hafa sýnt fram á að ónæm­ iskerfi ungra barna þolir bóluefnið vel, í langflestum tilfellum. Og í raun er álagið á ónæmiskerfið í hinu daglega lífi ekkert minna en við bólusetningar. Þá hefur því stundum verið haldið fram að náttúrulegt ónæmi sé betra en það sem bólusetn­ ingar veita. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að ónæmiskerfi bólusettra einstaklinga er alveg jafn gott og óbólusettra. Ónæm­ iskerfi þeirra fyrrnefndu er auð­ vitað mun betra, enda veitir það vörn gegn mörg lífshættulegum sjúkdómum. n n Margar ranghugmyndir eru uppi um skaðsemi bólusetninga Ekkert hagkvæmara en bólusetningar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Mikilvægt að bólusetja Engar vísindalegar rannsóknir sýna fram á tengsl á milli bólusetninga og ein- hverfu. Mynd 123Rf.coM Við hvaða skjúkdómum er bólusett á Íslandi? n Barnaveiki n Mænusótt n Stífkrampi n Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b n Kíghósti n Pneumókokkar n Meningókokkar C n Rauðir hundar n Mislingar n HPV n Hettusótt Hvað getur mælt á móti bólusetningu? Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Ef eitthvað af þessu á við þitt barn skalt þú ræða það við lækninn eða hjúkrunarfræðinginn í heilsugæslunni: n Barnið er veikt af einhverri ástæðu eða er með hita (þá er venjulega beðið með bólusetninguna þangað til barninu er batnað). n Barnið hefur fengið hliðarverkun eða aukaverkanir í kjölfar fyrri bólusetninga. n Barnið hefur fengið alvarlega ofnæm- issvörun eftir að hafa neytt eggja (þ.e. munnurinn og kokið hefur bólgnað, lost, erfiðleikar með öndun eða útbrot um allan líkamann). n Barnið er að taka ákveðin lyf, einkum steralyf. n Barnið er haldið alvarlegum langvinn- um sjúkdómi, svo sem ónæmisgalla. Hvað er bólusetning? Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefnin eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýkl- um. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Bólusetningar draga nafn sitt af kúabólu- setningunni sem breskur læknir, Edward Jenner, benti árið 1796 á að kæmi í veg fyrir bólusótt. Enginn smitsjúkdómur hafði leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin, en hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða að hefja bólusetningu gegn bólusótt með ákvörðun sem danska heilbrigðisstjórnin tók þegar árið 1802. Jenner benti á að hægt yrði að útrýma bólusótt úr heiminum með bólusetningu. Það tók þó hátt í 200 ár að ná því markmiði og hægt var að hætta bólusetningu gegn þessum alvarlega sjúk- dómi á áttunda áratug tuttugustu aldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.