Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 10.–12. febrúar 201524 Neytendur Illa farnar götur bitna á bílunum n Götur Reykjavíkur koma illa undan hörðum vetri n Djúpar holur geta stórskemmt bíla Í okkar lagaumhverfi er ábyrgð veghaldara mun minni en þekk­ ist í nágrannalöndum okkar. Við erum enn svo ánægð með það að vera nýbúin að losna við hesta­ stígana,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Margir veg­ farendur hafa veitt því athygli að víða koma götur í Reykjavík óvenju illa undan þungum vetri. Mikið er um skemmdir, djúpar holur og jafn­ vel dæmi um að hraðahindranir hafi sigið með tilheyrandi tjónahættu fyr­ ir bíla. Samgöngustjóri Reykjavíkur segir að borgin vildi gjarnan sinna viðhaldi betur en skort hafi fjármagn. Vilja gera betur „Göturnar þurfa viðhald og veturinn hefur verið erfiður. Við sjáum alltaf seinnipart vetrar að það þarf að gera við hér og hvar og á þessum erfiðu tímum höfum við kannski ekki haft eins mikið fé til viðhalds og við hefð­ um helst á kosið,“ segir Ólafur Bjarna­ son, samgöngustjóri Reykjavíkur, að­ spurður um málið. Aðspurður hvort fyrirhugað sé að ráðast í viðgerðir vegna ástandsins á götunum segir Ólafur að það sé alltaf farið í bráðaviðgerðir jafnóðum en al­ mennt, meiriháttar viðhald bíði sum­ ars. „Þetta slitnar, enda mikið notað.“ Þar sem ljóst er að bílar geta orðið fyrir talsverðu tjóni þegar ökumenn aka ofan í djúpar holur, sprungur eða lenda á misgengi malbiks og hraðahindrunar lék DV forvitni á að vita hvert fólk sem lendir í því geti snúið sér. Getur skapað bótaábyrgð Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir að í lögunum segi að ef um stórkostlegt gáleysi sé að ræða geti skapast ábyrgð á hendur veghaldara. Það sé ljóst að ef skemmdir verða á götum, til dæmis innan borgarmarkanna, þá sé það eitthvað sem starfsmenn borgarinnar ýmist sjá eða fá tilkynningar um mjög fljótlega. „Þá ber yfirvöldum að gera ráð­ stafanir, merkja með þar til gerðum merkjum það svæði sem telst vera hreinlega hættulegt því þetta getur skapað hættu fyrir alla sem um veg­ inn fara. Og ef hægt er að sýna fram á að um ákveðin vanhöld sé að ræða þá getur það skapað bótaábyrgð á, í þessu tilviki, borgina eða veghaldara í hvert skipti. Hluti af vegum í borgar­ landinu eru reyndar þjóðvegir í þétt­ býli og heyra þá undir Vegagerðina. En svona í grófum dráttum er þetta með þessum hætti.“ Jón Halldór Jónasson, upplýsinga­ fulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að þar á bæ geri allir sitt besta til að leið­ ir vegfarenda séu eins greiðfærar og kostur er. Brugðist sé við öllum til­ kynningum en veðurfarið í vetur hafi verið erfitt að þessu leyti. Hann segir, líkt og Runólfur bendir á, að borgin bæti tjón ef þau eru rakin til van­ rækslu eða gáleysis starfsmanna eða rangra vinnubragða. „Það að holur myndist á götum borgarinnar vegna slæmra veðurskilyrða hefur ekki eitt og sér talist vera sök Reykjavíkur­ borgar.“ Loftpúðar hafa sprungið út Runólfur segir að FÍB berist töluverð­ ur fjöldi kvartana vegna þessa og illa farnar götur og vegir geti valdið alls konar tjóni. „Þetta hefur rifið dekk, eyðilagt felgur og þaðan af verra því þetta getur orðið eins og ákoma. Dæmi eru um að loftpúðar hafi sprungið út vegna þess að það hefur til dæm­ is hvellsprungið. Það er gríðarleg ábyrgð á veghaldara að tryggja að ekki sé verið að búa til hættugildrur fyrir vegfarendur.“ Eins og Ólafur bendir á þá er eðli­ legt að malbikaðar götur springi í sveiflum frosts og þíðu. Í miklu frosti skreppur malbikið saman og getur rifnað. Veturinn hefur verið snjó­ þungur í borginni en einnig hefur verið mikið um frost­þíðu sveiflur. Aðspurður hvort hann sé sammála því að ástandið virðist verra en oft áður tekur Runólfur undir það. „Mér finnst þetta vera meira en ég hef áður orðið var við og það kem­ ur heim og saman við það sem sam­ göngustjórinn segir, að menn eru að klastra í sárin og telja sig ekki hafa efni á að viðhalda sem skyldi. Þá kem­ ur það smám saman niður á endingu og svona sár geta myndast.“ Þrjú tjón bætt á þremur árum Upplýsingafulltrúi Reykjavíkur segir að borgin fái að jafnaði tvær til þrjár fyrirspurnir í viku vegna alls kyns tjóns íbúa og vegfarenda, þar með talið holutjóna. Ekki hefur þó verið tekið saman hve margar eru vegna gatnakerfisins. Fæst þessara mála enda með afgreiðslu tjóna­ bóta. Reykjavíkurborg hefur frjálsa ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en fé­ lagið afgreiðir öll mál og metur hvort tjón teljast bótaskyld eða ekki. Í þeim tilvikum sem Reykjavíkurborg telst bera bótaábyrgð á tjónum sér Sjóvá um afgreiðslu málsins en kref­ ur borgina síðan um sjálfsábyrgð. Samkvæmt bókhaldi Reykja­ víkur síðustu þrjú ár hafa þrjú tjón verið bætt sem rakin voru til gatna­ skemmda og rangra vinnubragða eða gáleysis af hálfu starfsmanna borgarinnar. Árið 2012 þurfti borgin að greiða sjálfsábyrgð vegna tveggja mála sem komu upp og nam kostnaðurinn rúmlega 240 þúsund krónum. Eitt mál er skráð árið 2013 sem kostaði rúmlega 81 þúsund krónur. Ekkert tjón var bætt í fyrra. n Verra en oft áður Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að félaginu berist fjöldi kvartana vegna ástands gatna og vega. Hann er sammála því að götur Reykjavíkur komi verr undan þungum vetri en oft áður. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Þetta hefur rifið dekk, eyðilagt felgur og þaðan af verra því þetta getur orðið eins og ákoma. Hraðahindrun sigin Þessi hraðahindrun á gatnamótum Sundlaugarvegar og Laugarnes- vegar hefur sigið umtalsvert eftir veturinn og finna ökumenn verulega fyrir misgenginu þegar farið er þar yfir. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon illa farnir álags- punktar Snorrabraut er afar illa farin. Hér má sjá hvernig gatnamót Snorrabrautar og Gömlu- Hringbrautar koma undan vetri. Mynd SiGtryGGur ari Gígur á Lækjargötu Það er ljóst að tjón getur hlotist af ef bílum er ekið ofan í þennan gíg sem myndast hefur við gatnamót Lækjargötu og Kalkofnsvegar í miðbæ Reykja- víkur. Ein af mörgum holum á þessu svæði. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.