Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 10.–12. febrúar 20158 Fréttir Nautasteik Með frönskum og bernes SteikhúS Sími 565 1188 Laugavegur 73 niður 2.800 kr. Göngin hálfnuð Gangagröftur í Vaðlaheiðar- göngum er nú hálfnaður og er alls búið að bora 3.603 metra, eða helming heildarlengdar. Frá þessu var greint á vef Vikudags á mánudag en áfanganum, að bora helming heildarlengdarinnar, var náð um helgina. Vatnsleki og mik- il vinna við bergþéttingu hefur gert verktökum erfitt fyrir. Viku- dagur greinir frá því að ekki sé útilokað að bora þurfi lengra inn Fnjóskadals megin en áætl- að var, en vegna vatnsleka hef- ur ekkert verið hægt að bora Eyjafjarðar megin undanfarna mánuði. Upphaflega stóð til að opna göngin á næsta ári en nú er útlit fyrir að því seinki fram á vor 2017. Fékk hlera í höfuðið Farþegi sem var að koma til landsins frá Bristol á Englandi varð fyrir því óláni að fá hlera á farangursgeymslu rútu í höf- uðið. Þetta gerðist á sunnu- daginn þegar verið var að ganga frá farangri farþegans. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er talið að vindhviða hafi valdið því óhappinu. Að sögn lögreglu hlaut maðurinn talsverða áverka og blæddi úr höfði hans. Var hann fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans. Styrktu bágstadda í Suður-Afríku Íbúar á hjúkrunarheimilinu Mörk söfnuðu fé fyrir þvottavél og þurrkara B ryndís Hreiðarsdóttir öldr- unarfræðinemi og íbúar á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík hafa með sam- stilltu átaki safnað nægu fé svo hægt sé að kaupa þvottavél og þurrkara fyrir hjúkrunarheimili í Suður-Afríku. Hugmyndin kvikn- aði eftir að Bryndís, sem hóf störf á hjúkrunarheimilinu fyrir tveimur árum, heimsótti hjúkrunarheimil- ið í Suður-Afríku, sem starfar eftir sömu hugmyndafræði. Mörk starfar eftir Eden-hug- myndafræðinni sem Bryndís heill- aðist mjög af, en hún hafði gert verkefni um þá stefnu í mannfræði- námi sínu í háskólanum. Í þeirri hugmyndafræði er lögð áhersla á að heimilismenn haldi sjálfstæði sínu, aðstandendur séu ávallt velkomnir og hvattir til að taka þátt í daglegu lífi heimilismanna, dýr eru velkom- in sem og heimsóknir barna. Megininntakið er að hjúkrunar- heimili séu heimili íbúanna og þeirra velferð og líðan skiptir mestu máli. „Það er nauðsynlegt að hjúkr- unarheimili, starfsemi þeirra og líf sé sjáanlegt í samfélaginu. Fólk flytur ekki bara inn og hættir að vera partur af samfélaginu,“ segir Bryndís. Kynnti sér aðstæður í Suður-Afríku Fyrir einu og hálfu ári frétti Bryn- dís af Eden-hjúkrunarheimili fyr- ir eldri borgara í Suður-Afríku og heimsótti hún það til að kynna sér aðstæður þeirra. Bryndís dvaldi þar í tvær vikur og komst að því að ein manneskja getur lyft grettistaki, en forstöðukonan þar hefur gert ótrú- lega miklar breytingar á hjúkr- unarheimilinu. „Forstöðukonan Lucia er kaþólsk nunna og þegar hún tók við heimil- inu fyrir fimm árum var allt í niður- níðslu. Þá var allt vatn sótt í brunn langt í burtu, en hún hefur mark- visst unnið í því að sækja um styrki til að byggja upp bæði pípulagn- ir og leggja rafmagn. Tækjabúnað- ur er af skornum skammti og það þarf að handþvo allan fatnað þeirra 60 heimilismanna sem þar búa og líka rúmfötin, handklæðin og fleira. Heimilisfólkið léttir undir með með því að strauja og pressa, en þetta er mikil vinna. Lucia var byrjuð með fjáröflun til að safna fyrir þvotta- vél og þurrkara fyrir heimilið,“ seg- ir Bryndís. Allir lögðust á eitt Reynslunni ríkari sneri Bryndís aft- ur til starfa á Mörk og eftir að hafa sagt samstarfsfólki og heimilisfólki frá ferðinni og söfnun Luciu stakk ein heimiliskonan upp á að Mörk tæki þátt og héldi kaffi til fjáröflun- ar fyrir þvottavél og þurrkara fyr- ir hjúkrunarheimilið í Suður-Afr- íku. Hugmyndin var gripin á lofti og undirbúningurinn fór á full- an skrið. Starfsfólk og heimilisfólk lagðist á eitt. Þau báðu fjölskyldur sínar að baka, heimilin tóku þátt og vinnuhópur í iðjuþjálfuninni bak- aði stanslaust í nokkra daga. Fjáröflunarkaffið fór fram sunnudaginn 1. febrúar og tókst vonum framar, en fjöldi fólks mætti til að styrkja málefnið. Alls söfn- uðust um 320.000 krónur. Fjár- mununum verður varið til kaupa á þvottavél fyrir Eden-heimilið í Suð- ur-Afríku. Bíða spennt eftir myndum „Við erum í skýjunum yfir því hve vel tókst til hjá okkur. Það var svo gaman að sjá allt Markar-samfélag- ið taka höndum saman til að styrkja þetta góða málefni og eiga góða stund saman. Heimilisfólk, starfs- fólk, aðstandendur og íbúar í ör- yggisíbúðunum eiga allir heiðurinn af því að þetta gekk svona vel. Svo var líka svo gaman að þessu, svo mikill áhugi og fólk um allt hús að fylgjast með. Nú vinnum við bara að því að koma fjármagninu út og bíðum spennt eftir myndum af nýju þvottavélinni,“ segir Bryndís að lok- um. n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Forsprakki fjáröflunar- kaffisins Bryndís Hreiðars­ dóttir, Ólafur E. Jónsson, Kristín Stefánsdóttir og Sigurður. „Við erum í skýjunum yfir því hve vel tókst til hjá okkur Eldað í Suður-Afríku Lucia kennir Bryndísi tökin á matreiðslu. Glatt á hjalla við komuna Jónína heimiliskona kaupir sig inn á fjáröflunarkaffið ásamt dóttur sinni og barnabarni. Sigga hjúkka tekur á móti þeim með bros á vör. Þvottadagur Það fer mikil vinna í að handþvo allan þvott. Stiginn dans Sólveig Hauksdóttir afró­ dansari kom í fjáröflunarkaffið og kenndi nokkur spor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.