Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 20.–23. mars 2015 Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf Auglýstu ekki stöðu sveitarstjóra Kostnaðarsamt og nafnalistar lágu fyrir í öðrum sveitarfélögum segir sveitarstjóri S taða sveitarstjóra í Hörgár- hreppi var ekki auglýst til um- sóknar sérstaklega þegar ráð- inn var sveitarstjóri sem hefja á störf í næsta mánuði. Stöðuna ber ekki að auglýsa, en samkvæmt upp- lýsingum DV gætir óánægju með það í sveitarfélaginu. „Okkur finnst það mjög sér- stakt að staðan hafi ekki verið aug- lýst. Mörg önnur sveitarfélög aug- lýstu sveitar- eða bæjarstjórastöður og það hefði verið best að gera það hér líka,“ segir íbúi í Hörgárhreppi í samtali við DV. Snorri Finnlaugs- son var ráðinn sveitarstjóri eftir að Guðmundur Sigvaldason sagði starfi sínu lausu í desember síðastliðn- um. Snorri var ráðinn fyrsta febrú- ar og hefur störf um mánaðamótin apríl maí, en hann hefur áður starf- að sem bæjarstjóri á Álftanesi og tók þátt í sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ og endurskipulagningu fjármála bæjarins. Axel Grettisson, oddviti sveitarstjórnarinnar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um það í sveitarstjórninni að auglýsa stöðuna ekki. „Hún var ekki auglýst enda ber okkur ekki að gera það,“ segir Axel í samtali við DV. „Það var tekin ákvörðun um að leita frekar að aðila,“ segir Axel. Að- spurður hvers vegna staðan var ekki auglýst segir hann það tímafrekt og kostnaðarsamt. „Það bæði kostar fullt af peningum, vinnu, yfirsetu og annað,“ segir hann. Hann segir að eftir kosningarnar í fyrra hafi verið til nafnalistar í öðrum sveitarfélögum, þar sem stöður voru auglýstar, og horft hafi verið til þeirra sem voru að sækja um annars stað- ar. „Þessir nafnalistar voru teknir til skoðunar,“ segir hann. n Snorri Finnlaugsson „Það var tekin ákvörðun um að leita frekar að aðila,“ segir Axel um það hvers vegna staðan var ekki auglýst. Vildi ekki skoða verk- færi Handverkshússins n Framkvæmdastjóri boðaði kennara gullsmíðadeildar Tækniskólans á fund Þ orsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Handverks- hússins, segir að vörur fyrir- tækisins séu alls ekki síðri en þær sem Harpa Kristjánsdótt- ir, kennari við gullsmíða- deild Tækniskólans, hefur bent nemendum sínum á að kaupa í gegnum birgja frá Danmörku. DV greindi frá því fyrir skömmu að Harpa hefði haft milligöngu um að út- vega nemendum sínum verkfæri sem kosta tugi þúsunda króna en hún er í hópi þeirra sem starfrækja úra- og skartgripafyrirtækið Agor. Skólastjóri Hönnunar- og handverksskólans, sem er hluti af Tækniskólanum, sagði það jafnframt æskilegt að kennar- ar í skólanum selji nemendum sín- um ekki verkfæri eða gögn sem þeir þurfi að nota í námi sínu. Sjálf sagðist Harpa ekki vera að selja nemendum sínum í gegnum fyrirtæki sitt, heldur eingöngu að aðstoða þá við að kaupa verkfæri. Skoðanirnar komu ekki á óvart „Það kom okkur algjörlega á óvart að þetta kæmi í blaðinu en það kem- ur ekkert verulega á óvart að heyra skoð- anir kennarans í við- talinu. Við höfum orðið þess áskynja að hún vildi ekki eiga við- skipti við okkur, þannig að okkur fannst skrít- ið að það skyldi koma fram í blaðaviðtali hver ástæða þess er,“ segir Þorsteinn og tekur sér- staklega fram að Hand- verkshúsið hafi ekki kvartað yfir málinu við DV í upp- hafi. Ekki fengið áheyrn hjá deildinni „Ég vil árétta það að við erum sérhæfð verkfærabúð bæði fyrir áhugafólk og fagfólk, almenn versl- un fyrir skóla- og handverksfólk. Við höfum rekið sér deild fyrir gull- smíði í tvö ár og höfum einmitt reynt að fá áheyrn hjá gullsmíða- deildinni [í Tækniskólanum] um þjónustu. Við höfum fundið það að einhver ástæða væri fyrir því að deildin vildi ekki skipta við okkur. Kennarinn hefur alltaf viljað vísa nemendum annað heldur en að gefa þeim kost á að nota þjónustu hjá fyrirtæki sem er að gera sömu hluti,“ bætir Þorsteinn við en tek- ur fram að fyrirtækið hafi átt mjög jákvætt og gott samstarf við aðra kennara og skólastjórnendur í Tækniskólanum. VIldi ekki skoða verkfærin Spurður hvort nemendur hafi kvartað við Handverkshúsið yfir vinnubrögðum Hörpu segir Þor- steinn að fyrirtækið hafi orðið þess áskynja að kennarinn hafi bent nemendum á að betra væri að kaupa verkfæri annars staðar held- ur en hjá þeim. „Það er eitthvað sem okkur finnst verulega skrítið því við boðuðum hana sérstaklega á fund hjá okkur til að skoða verk- færin og fara yfir þau en hún sá sér ekki fært að koma og hitta okkur.“ Ánægja á meðal gullsmiða Í grein DV kom fram að Harpa taldi verkfærin, sem hún hafði milli- göngu um að útvega nemendum sínum, betri sem kæmu frá danska birginum heldur en þau sem væru seld á Íslandi. „Við teljum þessi orð hennar fyrirslátt því margir starf- andi gullsmiðir og gullsmiðir sem hafa kennt við skólann eru mjög ánægðir með verkfærin okkar. Við erum með mörg af bestu verkfær- unum í þessu fagi,“ segir Þorsteinn. „Það eru tvö ár síðan við stofnuð- um sér fagdeild fyrir gullsmiði sem byggist eingöngu á gæðum og þjón- ustu og það er gullsmiður eingöngu í því starfi hjá okkur.“ Skilja þetta ekki Hann tekur fram að Handverkshús- ið hafi verið starfandi í fimmtán ár og gæðin séu vel fyrir hendi. „Það er eitthvað þarna sem hún vill meina að sé ekki nógu gott, sem við skiljum ekki. Við erum eini aðilinn á Íslandi sem sérhæfir sig í þessum verkfær- um og okkur finnst skrítið að hún sjái sér ekki hag í því að vinna meira með okkur.“ n Þorsteinn Jónsson Framkvæmdastjórinn inni í fagdeild gullsmiða sem Handverkshúsið stofnaði fyrir tveimur árum. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Kylfingar vilja ekki seinka klukkunni Golfsamband Íslands leggst, að hluta til, eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunar- tillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Í umsögn GSÍ, sem var send velferðarnefnd Alþingis, kemur meðal annars fram að fyrirhug- uð breyting muni hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Þar er einnig bent á að breytingin muni fela í sér mikið tekjutap fyr- ir golfklúbba og skerða rekstrar- grundvöll þeirra. „Þegar líða tekur á sumarið mun dagurinn styttast um eina klukkustund í kjölfar þess að sól- in sest fyrr. Óhjákvæmilega mun þetta fela í sér mikið tekjutap fyr- ir golfklúbba vegna samdráttar í sölu vallargjalda,“ kemur fram í umsögninni. Fundu þurrkaðan krókódílshaus Þurrkaður krókódílshaus, einn og hálfur lítri af andablóði og tugir hrárra eggja voru með- al þess sem íslenskir tollverð- ir stöðvuðu á landamærum á síðasta ári, 2014. Andablóðið var sagt til súpugerðar. Inn- flutningur hrárra dýraafurða er bannaður. Hvað varðar krókódílshaus- inn fellur hann undir svokall- aðan CITES-samning um al- þjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Sá sem ferðaðist með hann framvís- aði fölsuðu CITES-vottorði frá Taílandi, þ.e. fölsuðu leyfi til útflutnings á hausnum. Mark mið CITES-samn ings- ins er að vernda teg und ir dýra og plantna sem eru í út rým- ing ar hættu með því að stjórna alþjóðleg um viðskipt um með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES-samn ingn um. Toll stjóri bend ir á að flutn ing ur dýra og plantna, sem flokkuð eru í út- rým ing ar hættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfi- leg ur nema að fengnu leyfi hjá Um hverf is stofn un.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.