Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 47
Lífsstíll 47Helgarblað 20.–23. mars 2015 Hefur ekki tölu á ástkonunum E lsa (dulnefni) er 43 ára kona sem skildi við manninn sinn fyrir ári. Hún hafði verið gift í 18 ár og á eitt fullorðið barn með fyrrverandi manni sínum. Hún hélt framhjá honum skömmu áður en hún ákvað að biðja um skilnað. Framhjáhaldið var ekki beint orsök skilnaðarins, enda komst það ekki upp fyrr en nokkrum mánuðum eftir skilnað- inn. „Ég er ekki týpan til að halda framhjá og hef aldrei verið það. Ég þrái alltaf heiðarleika. Þegar ég ákvað að halda framhjá var ég algjörlega komin á ystu nöf af langvarandi ástleysi. Maðurinn minn var með hugann allt annars staðar svo lengi, mig hefur stund- um grunað hann um að hafa haldið framhjá mér, en ég er ekki viss. Ég fékk ekki einu sinni móral þegar ég gerði þetta. Ástleysið var algjört í sambandinu og ég var svo oft búin að láta hann vita að það væri að drepa mig.“ Ömurleg ást Framhjáhaldið var með einhleypum manni sem Elsa kynntist gegn- um sameiginlega vini þeirra hjóna. Það stóð í nokkrar vikur. „Ég varð ástfangin og blind af ömurlegri ást. Ég vissi að hann vildi mig ekkert, nema smá, hann var ekkert hrifinn af mér en ég lét mig hafa það og fékk einhverja smá brauð- mola sem ég gerði mér að góðu. Þetta var bein afleiðing af ástleysinu í sambandinu – ég gerði ekki kröfur um meira. Öll mín karlamál enn í dag eru lituð af þessu ástleysi. Það er ofbeldi í ástleysi. Það að sinna ekki maka sínum, vera fjar- lægur og gefa ekki af sér, er bara ofbeldi. Sumir þola þetta en það þarf að vera samræmi í þörfum fólks sem ákveður að vera saman. Í mínu tilfelli gat maðurinn minn ekki elsk- að eins og ég þurfti, kunni það ekki vegna eigin tilfinn- ingalegra vandamála. Hann var ekki ofbeldishneigður og alltaf mjög viðkunnanlegur og félags- lega sterkur, en mjög fjarlægur. Ég vissi þetta áður en við byrjuðum saman en hélt að ég gæti unnið með þetta – kennt honum að elska. Ég elska hann ennþá og vil hon- um allt hið besta – en hann verður aldrei aftur maðurinn minn. Núna þarf ég ekki ástina hans lengur og þá finnst mér hann æðislegur.“ Reiði og fyrirgefn- ing Eftir skilnaðinn fékk fyrrverandi maður Elsu óyggjandi sannanir fyr- ir framhjáhaldi hennar og reiddist mjög. „Svo áttaði hann sig á að ég var búin að vara hann hundrað sinnum við. Ég var svo hrædd við sjálfa mig og að þurfa að horfast í augu við að vera vondi kallinn. Ég er aldrei vond við neinn. Þess vegna neitaði ég fram í rauðan dauðann þangað til hann kom með ótvíræðar sannan- ir. Eftir hita og reiði sem stóð í nokkrar vikur fyr- irgaf hann mér fullkom- lega. Hann veit upp á sig skömmina og skilur hvaða þátt hann átti í að ýta mér út á ystu nöf. Óhamingjan var svo svakaleg að ég sá enga aðra lausn. Ég hefði auðvitað átt að koma hreint fram og skilja við hann áður en ég leyfði mér að verða ástfangin af öðrum. Þetta var algjör uppgjöf, hann var ekki til staðar og sam- bandið var búið. Eins og ástarþrá í mörg hundruð ár. Ég held að ég hafi verið of veikgeðja til að hætta með honum. Framhjáhaldið var eigin- lega til þess að það yrði ekki aftur snúið. Það var engin leið til baka þegar ég var búin að halda framhjá honum. Ég held að þetta sé afar al- gengt. Ég vissi að hann mundi ekki geta verið kvæntur mér áfram eft- ir svona nokkuð. Það er svo erfitt fyrir manneskju eins og mig sem þráir nánd svona mikið, að vera í sambandi þar sem hana skortir al- gjörlega.“ Krafa um ást Elsa ætlar ekki að gefa afslátt af sín- um þörfum í næsta sambandi. „Ég nenni ekki þessu kjaftæði að það sé litið á það sem veikleika að þurfa ást. Við erum stórkost- lega bæld og með krónískan höfn- unarótta og það eyðileggur sam- bönd. Maður má alveg krefjast þess að vera elskaður.“ n Það má gera kröfu um ást Hélt framhjá manninum sínum í nokkrar vikur konar vesen. Svo er líka mikilvægt að halda sínu striki og bregða ekki út af neinu á heimavelli. Ég veit um menn sem hafa látið samviskubitið hlaupa með sig í gönur og kaupa blóm og gjafir í kjölfar framhjáhalds – það er það vitlausasta sem þú get- ur gert. Það verður allt að vera eins og áður. Sumir verða líka svaka graðir ef þeir fá allt í einu egóbúst frá hjákonunni og fara að stunda miklu meira kynlíf heima. Það er líka grunsamlegt. Svo það er um að gera að halda sama taktinum. Það sama gildir um að byrja allt í einu að kaupa sér töff föt, skipta jafnvel um stíl og fara að huga brjálæðis- lega að útlitinu. Breytingar þurfa að vera hægar, svo að þær standi ekki upp úr hversdagslífinu og veki grunsemdir.“ Hugsað fram í tímann Konu Guðmundar hefur oft grunað að hann haldi framhjá henni. Hann segir að í þeim tilfellum sé hann af- dráttarlaus og skýr í svörum og játi aldrei neitt. „Hún hefur alltaf trúað mér á endanum og þrátt fyrir allt rík- ir gott traust okkar á milli. Mað- ur má aldrei láta nappa sig á ein- hverju óöryggi þegar grunsemdir koma upp. Þess vegna gildir að vera alltaf viðbúinn. Ef ég hef heim- sótt viðhald á stað í bænum sem ég ætti ekki annars að vera á, þá er ég búinn að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Hvað ef einhver sá mig? Hvað ef einhver sá bílinn minn? Ég er alltaf búinn að undirbúa svona spurningar ef þær skyldu koma. Ef ég léti koma mér á óvart, væri flótta- legur og þyrfti að hugsa mig um og búa til einhverja sögu á staðnum, væri löngu búið að nappa mig.“ Tilfinningar ástkvennanna Í framhjáhaldi er þriðji aðilinn til staðar og sá hefur vissulega tilf- inningar. Skyldu ástkonurnar alltaf hafa verið sáttar? „Nei, aldeilis ekki. Ég er samt alltaf skýr hvað varðar að ég sé ekki að fara að breyta neinu varðandi mína hjúskaparstöðu – ég ætla að halda áfram í mínu hjónabandi, enda er ekki yfir neinu að kvarta þar. Oftast gengur þetta vel og þær skilja formerkin og bera virðingu fyrir þeim, en það hefur komið fyrir í lengri samböndum að þær hafi vilj- að meira eða jafnvel orðið ástfangn- ar. Það er ekki skemmtilegt að lenda í því að fá símtöl heim til dæmis. Þá er skellt á ef konan svarar, og svo hringt aftur og talað ef ég svara. Það vekur auðvitað grunsemdir. Í þess- um tilfellum hef ég þurft að enda samböndin hratt og vel, svo hing- að til hafa svona tilvik ekki valdið neinni meiriháttar dramatík. Þetta snýst allt um væntingastjórnun. Ef það er á hreinu frá upphafi að ég muni ekki fara frá fjölskyldunni minni, vita þær að hverju þær ganga.“ Mikil ást að gefa Hefur þú aldrei orðið ástfanginn og langað að skilja við konuna? „Jú, biddu fyrir þér. Ég hef oft orðið mjög hrifinn og jafnvel mát- að mig í huganum inn í einhverjar allt aðrar aðstæður en ég bý við í dag. Mér hefur samt aldrei þótt það þess virði því ég er ánægður heima. Ég lít á málið þannig að ég hafi mikla ást að gefa, en því mið- ur er samfélagið ekkert sérstak- lega jákvætt gagnvart þeim sem vilja elska marga í einu, og þess vegna er ég að gera þetta í felum. Ef ég ákveð einn daginn að skilja mun ég samt ennþá halda þessu öllu leyndu fyrir henni. Vitneskjan mundi bara særa hana og það væri algjör óþarfi.“ n Hvað er fram- hjáhald? Framhjáhald snertir marga í samfé- laginu og talið er að allt að helmingur skilnaða eigi rætur sínar að rekja til framhjáhalds. Tíðni framhjáhalds er mismunandi eftir því hvaða rannsóknir eru skoðaðar, en í flestum tilfellum er hún á bilinu 20–30%, ívið hærri meðal karlmanna. Þó hefur dregið nokkuð saman með kynjunum á síðustu áratugum. Í rannsóknum eru skilgreiningar á framhjáhaldi líka á reiki. Sumar skilgreina framhjáhald sem líkamlegt samneyti við aðra en makann en aðrar ganga svo langt að skilgreina vinskap og trúnaðarsamband við aðila af sama kyni og makinn er sem fram- hjáhald. Kannski er hægt að ganga út frá því að framhjáhald sé brot á þeim samningi sem gerður er milli aðila innan sambands, hvernig svo sem sá samningur kann að hljóða. Snyrtilegir munntóbakspokar á örfáum sekúndum Snusmaster tóbaks skammtari er afar snjöll vara fyrir þá sem nota íslenskt neftóbak. Útsölustaðir eru í Söluturninum Drekanum á Njálsgötu og í Söluturninum Hraunbergi. www.tokheildverslun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.