Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Page 38
Helgarblað 20.–23. mars 201538 Neytendur „Er þEtta Ekki frá Jóa SíríuS?“ n krakkarnir vildu eggin frá Góu en Nói Síríus var vinsælastur hjá þeim eldri M mmmmmmm, þetta er bara alveg Tottenham“ sagði Ragnar Valur, 6 ára, þegar hann bragðaði á hreina páskaegginu frá Góu. Úrvalið af páskaeggjum er gríðar- legt fyrir þessa páska. Stóru framleiðendurn- ir þrír, Nói Síríus, Góa/Linda og Freyja, bjóða í sameiningu upp á 19 tegundir fyrir þessa páska. Tvær dómnefndir, skipaðar krökkum annars vegar og fullorðnum fagmönnum og leikmönnum hins vegar, voru fengnar í það þjóðþrifaverk að meta hvert væri besta páska- eggið 2015. Niðurstöðurnar voru skýrar. Konfekt páska- eggið frá Nóa Síríus var valið afgerandi best hjá dómnefnd fullorðinna og náði 2. sætinu hjá krökkunum. Það er því óumdeildur sigurvegari heildarkeppninnar. Það var talsverður munur á skoðunum krakkanna og þeirra fullorðnu. Krakkarnir voru almennt hrifnastir af eggjunum frá Góu en þeir fullorðnu voru með eggin frá Nóa Síríus í efstu sætum. Eggin frá Freyju sigldu lygnan sjó nema ef vera skyldi sykurlausa Fjöreggið frá fyrirtæk- inu sem var mjög ofarlega hjá báðum hópum. Óumdeildur sigurvegari var þó Konfekteggið frá Nóa Síríus sem var í 1. sæti hjá dómnefnd fullorðinna og í 2. sæti hjá krökkunum. Góu-eggið best Flestir í barnadómnefnd DV voru sammála og Góu-eggið var valið best og fékk fullt hús stiga, 10 frá öllum smökkurum. Nóa Konfekt-eggið var þar skammt á eftir, með meðaleinkunnina 9,8. „Er þetta ekki frá Jóa Síríus?“ sagði Ragn- ar Valur íbygginn á svip. Félagi hans, Stefán Þór, var staðfastur í allri sinni nálgun á verk- efnið og snemma í ferlinu var ljóst að þar var mikill sælkeri á ferðinni. Hann sporðrenndi súkkulaðiflísunum af áfergju og engu máli skipti hvort súkkulaðið var ljóst, dökkt, hvítt, sykur- eða mjólkurlaust. Öll eggin fengu um- sögnina „Gott“ og nánast öll fengu einkunnina 10 frá kappanum. Stefán Þór hefði ekki slegið hendinni á móti annarri umferð. Dökkt súkkulaði átti ekki upp á pall- borðið Tekla Rögn, 11 ára, bar sig að eins og atvinnu- maður og umsagnirnar voru afar nákvæmar og lýsandi. Lakkrís er uppáhaldið hennar og því var hún mjög hrifin af Freyju Draumaeggi og Nizza Lakkríseggi auk þess sem hún gaf hreina Góuegginu hæstu einkunn. Bæði Appollo- eggin frá Góu voru einnig skammt undan. Henni fannst þó alls ekki gott að blanda saman lakkrís og smarties eins og í Nizza Bragðarefs- egginu. Egg með hrísi í voru henni alls ekki að skapi og dökkt súkkulaði fannst henni hrein- lega vont. Lakkrísinn umdeildur Annaðhvort er maður hrifinn af lakkrís eða ekki. Emblu, 8 ára, finnst lakkrís einfaldlega vondur og það kom berlega í ljós í einkunnagjöf hennar. Henni finnst dökkt súkkulaði líka vont en hún sagði þó um Síríus Konsúm-súkkulað- ið: „Þetta er nú pínu gott þó að þetta sé dökkt súkkulaði.“ Það verður að teljast mikið hrós! Hún sagðist vilja gefa hreina Góu-súkkulað- inu 11 í einkunn og sagði að Nóa Kropp-egg- ið væri eins og paradís. Augu Grétars Myrkva, 7 ára, urðu sem undirskálar af stærð þegar flís af Lindor-egginu frá Lindu var borið á borð fyr- ir hann. Hann elskar nefnilega hvítt súkkulaði og lofaði eggið í hástert. Hann var þó yfirlýstur andstæðingur dökks súkkulaðis. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Krakkanefndin Frá vinstri: Embla Þöll (8 ára), Grétar Myrkvi (7 ára), Tekla Rögn (11 ára), Ragnar Valur (6 ára) og Stefán Þór (6 ára). MynD SiGtryGGur Ari 2 Nóa konfekt egg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 9,8 tekla rögn: „Góður karamellukeimur.“ Embla Þöll: „Eins og karamella!“ ragnar Valur: „Er þetta Jói Síríus? Gott!“ Stefán Þór: „Gott.“ Grétar Myrkvi: „Þetta var eins og karamella.“ 1 Góa hreint Framleiðandi Góa Meðaleinkunn: 10 tekla rögn: (11 ára) „Mjólkursúkkulaðiegg eru best.“ Embla Þöll: (8 ára) „Rosagott, vildi að ég mætti gefa 11.“ Stefán Þór: (6 ára) „Gott!“ ragnar Valur: (6 ára) „Tottenham!“ Grétar Myrkvi: „Gott!“ 3 Hraunegg Framleiðandi: Góa Meðaleinkunn: 9,6 tekla rögn: „Mér fannst hrísið ekkert sérstakt.“ Embla Þöll: „Mér fannst þetta rosa gott.“ ragnar Valur: „Gott!“ Stefán Þór: „Gott!“ Grétar Myrkvi: „Súkkulaðið var gott á bragðið.“ 4 Lindor hvítt egg Framleiðandi: Góa/Linda Meðaleinkunn: 9,2 tekla rögn: „Ágætt, skrítin áferð á því.“ Embla Þöll: „Rosagott!“ ragnar Valur: „Gott!“ Stefán Þór: „Góður!“ Grétar Myrkvi: „Frá- bært. Besta eggið!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.