Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 20.–23. mars 2015
300
Já
www.sgs.is
ÞÚSUND KRÓNA
LÁGMARKSLAUN
Afar ósáttir vegna svika
um niðurrif háspennulína
Þ
að hefur ekkert gerst enda
Landsnet dregið lappirnar
og bærinn ekki staðið í
lappirnar varðandi það
að fá háspennulínurnar í
jörðu og svo er þetta nýjasta útspil
að bæta við nýrri línu,“ segir Jón
Arnar Jónsson, formaður íbúasam-
takanna Vallabúar sem voru stofn-
uð í síðustu viku af íbúum á Völlun-
um í Hafnarfirði sem krefjast þess
að Landsnet fjarlægi háspennulínur
sem liggja að tengivirki sem stendur
við hverfið.
Hleypti illu blóði í íbúa
Jón segir umsókn Landsnets
um framkvæmdaleyfi vegna
Suðurnesjalínu 2, sem á að bæta
tengingu Reykjaness við megin-
flutningskerfi fyrirtækisins, hafa
hleypt illu blóði í íbúa hverfisins. Í
umsókninni er óskað eftir leyfi fyr-
ir nýrri bráðabirgðaloftlínu sem á að
liggja frá tengivirkinu við Vellina og
út á Reykjanes, en tekið er fram að
hún muni síðar fara í jarðstreng.
„Sú lína er sögð eiga að vera til
bráðabirgða en það er hvergi sagt
hvenær hún verður sett í jörðu.
Það virðist því vera að bærinn sé að
klúðra þessu máli aftur,“ segir Jón og
bætir við að bráðabirgðalínan sé nú
í grenndarkynningu.
„Flestir sem eru í minni aðstöðu,
það er keyptu lóðir af bænum fyrir
hrun, fóru á kynningu bæjaryfir-
valda fyrir lóðakaupendur þar sem
fullyrt var að allar línur við hverfið
yrðu farnar í síðasta lagi árið 2008.
Síðan kom þetta blessaða hrun og
þá fór Landsnet að draga lappirnar
en það var viss skilningur fyrir því að
málið skildi tefjast þá.“
Hugmyndin að baki stofnun
íbúasamtakanna er að sögn Jóns
að leiða saman fólk sem getur leitt
viðræður við bæjaryfirvöld. Fyrsta
skref í átt til þess verður tekið
fimmtudaginn næstkomandi á opn-
um borgarafundi í Hraunvallaskóla
í Hafnarfirði.
„Við viljum sýna að okkur er full
alvara í þessu máli. Við viljum að
það verði staðið við áður gefin lof-
orð og að mótuð verði tímasett að-
gerðaáætlun þannig að við vitum
nákvæmlega hvenær þessar línur
verða farnar,“ segir Jón.
Tekur undir gagnrýnina
Ólafur Ingi Tómasson, formaður
skipulags- og byggingarráðs
Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir það rétt mat
hjá Jóni að bæði Landsnet og bæj-
aryfirvöld í Hafnarfirði hafi dreg-
ið lappirnar og ekki staðið við áður
gefin loforð.
„Það liggur fyrir samkomulag frá
árinu 2009 og samkvæmt því áttu
þessar línur að vera farnar árið 2017
en enn er ekki byrjað að hreyfa við
einu eða neinu. Það var gerður við-
auki við samkomulagið árið 2012
og samkvæmt honum eiga línurn-
ar sem ganga framhjá byggðinni við
Vellina ekki að vera farnar fyrr en
árið 2020,“ segir Ólafur.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krafð-
ist þess í desember síðastliðnum
að Landsnet fjarlægði allar há-
spennulínur í landi bæjarins. Har-
aldur L. Haraldsson bæjarstjóri
hafði þá sent fyrirtækinu bréf þar
sem hann óskaði eftir viðræðum
um línurnar og tengdi þær við áður
nefnda umsókn Landsnets um
framkvæmdaleyfi vegna lagningar
Suðurnesjalínu 2.
„En við erum núna í viðræðum
við Landsnet og þeim er ekki lokið
og við væntum þess að ná viðunandi
niðurstöðu fyrir okkur hér í Hafnar-
firði og sérstaklega íbúa á Völlun-
um því þetta er algjörlega óviðun-
andi fyrir íbúa og stoppar alla
uppbyggingu á þessu svæði sem er
í raun og veru eina byggingarsvæði
Hafnarfjarðar,“ segir Ólafur. n
Umsókn Landsnets um bráðabirgðaloftlínu við Vellina í Hafnarfirði hefur vakið hörð viðbrögð íbúa
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Við viljum sýna að
okkur er full alvara
í þessu máli. Við viljum
að það verði staðið við
áður gefin loforð.
Formaður skipulagsráðs Ólafur Ingi
Tómasson.
Formaður Vallabúa Jón Arnar Jónsson.
Háspennulínur Landsnet vill fá þriðju línuna
á Vellina í Hafnarfirði, en íbúum hugnast það
ekki.