Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 20.–23. mars 2015 É g er svona kona sem skrifa um kynlíf. Svona kyn-eitt- hvað kona. Sú nafnbót hlotnaðist mér fyrir hér um bil einum og hálfum ára- tug þegar stjörnukokkur spurði verðandi eiginmann minn (og nú fyrrverandi) hvernig það væri eiginlega að vera með konu sem væri „svona kyn-eitthvað“. Iðja mín vekur forvitni, sérstaklega núna þegar ég er aftur orðin ein- hleyp og margir virðast halda að ég skrifi eingöngu um eigin reynslu. Því fer þó víðs fjarri. Kynorkan er öflug Ég dreg ekki dul á að vera kyn- vera, og hvet konur í hvívetna til að leyfa kynorkunni að blómstra, hleypa henni upp á yfirborðið og fagna því að búa yfir hinum kvenlega krafti hið innra og ytra. Kynorkan snýst nefnilega ekki bara um að vera stöðugt ríðandi – kannski er það minnst mikilvægt. Kynorkan er þvert á móti af sama meiði og sköpunar- krafturinn. Samkvæmt orku- stöðvafræð- um eiga sköpunar- og kynorkan einmitt uppruna sinn í sömu orkustöðinni. Kona sem leyfir sér að vera í kynorku sinni er þannig skap- andi, heil og falleg. Eða hún hef- ur í það minnsta betri forsend- ur til að vera heil. Kynlífið og kynorkan er nefnilega risastór hluti af tilveru mannfólks og tengist inn á ýmis, ef ekki öll, svið tilverunnar. Við getum skoðað kynlíf út frá líffærafræði, lífeðlis- fræði, efnafræði, sálfræði, mann- fræði, félagsfræði, pólitík, femín- isma svo fátt eitt sé nefnt. Þess vegna er það svona spennandi. Rafrænar lausnir Einn fylgifiskur þessarar sjálf- skipuðu stöðu minnar eru sam- skipti við gagnkynhneigða karl- menn, kona ætlar jú ekki að sitja með hendur í skauti þar til sá rétti dettur af himnum ofan í fangið á henni. Fyrir önnum kafna nú- tímakonu eru samfélagsmiðlar og rafrænar stefnumótalausn- ir tilvalin hjálpartæki. Þar haga flestir sér eins og njósnarar í þjónustu hennar hátignar, slík er leyndin sem hvílir yfir auðkenni flestra. Það er engu líkara en að all- nokkrir þeirra telji viðeigandi að eiga í fullkomlega filterslausum samskiptum við konu sem skrif- ar svona opinskátt um kynferðis- mál – í mörgum tilfellum vantar örlítið upp á kurteisina. Uppáhaldslíkamshlutinn Margir telja þessir menn að áhugi konu á líffærafræði karlmanns- ins gangi út yfir allan þjófabálk og eru iðnir við að senda mynd- ir af uppáhalds líkamshlutanum. Oftast gerist þetta án frekari við- kynningar og iðulega án formála. Í stað þess að senda til að mynda upp- lýsingar um nafn, eða lekk- era por- trett- mynd, taka þeir þá ákvörðun að senda mynd af typpinu á sér til ókunnugrar konu úti í bæ, sem hef- ur að auki ekki óskað eftir því. Ég velti oft fyrir mér hvað gerist áður en svona ákvörðun er tekin. Skyldu þeir í einlægni vilja veita mér hlutdeild í því sem þeim þykir vænst um? Skyldu þeir halda að myndin sé til þess fallin að kveikja slíkt lostabál í lendum mínum að ég krefjist tafarlausra kynmaka? Skyldu þeir vera að vonast eftir skapaháramynd af mér að launum? Eftir að hafa velt þessu fyrir mér fram og til baka hef ég kom- ist að þeirri niðurstöðu að typpa- myndasendingar snúist um vald. Þegar graði karlinn á hin- um endanum sendir mynd inn í tölvu eða síma konu úti í bæ, er engin leið til þess að stoppa inn- rásina. Konan opnar skilaboðin til þess að komast að því hvað er í sendingunni og þá verður ekki aftur snúið. Þannig hefur inn- rásin heppnast, hvort sem kon- unni líkar betur eða verr. Lénið icelandicpenises.com er ennþá laust, og ég íhuga alvarlega að tryggja mér það á næstunni. n „Ég velti oft fyr- ir mér hvað gerist áður en svona ákvörðun er tekin. Skyldu þeir í einlægni vilja veita mér hlutdeild í því sem þeim þykir vænst um? Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 22. mars 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (38:78) 07.08 Ljónið Urri (21:52) 07.18 Pósturinn Páll (8:13) 07.33 Sara og önd (37:40) 07.40 Litli draugurinn Laban (2:6) 07.47 Róbert bangsi (10:26) 07.57 Vinabær Danna tígurs 08.07 Friðþjófur forvitni 08.32 Tré-Fú Tom (7:13) 08.54 Um hvað snýst þetta allt? (7:52) 08.59 Verðlaunaféð (3:21)p) 09.00 Disneystundin (11:52) 09.01 Gló magnaða (10:14) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (10:20) 09.52 Millý spyr (6:78) 09.59 Unnar og vinur (16:26) 10.25 Hraðfréttir 10.45 Ævintýri Merlíns 11.30 Saga lífsins – Fjöl- skyldan (6:6) 12.20 Saga lífsins - Á töku- stað (5:6) 12.30 Kiljan 13.10 Matador (2:24) 13.50 Útúrdúr (6:10) 14.40 Saga klofinnar borgar 15.30 Eðlisávísun kattarins 16.25 Best í Brooklyn (10:22) 16.45 Handboltalið Íslands 17.00 Rétt viðbrögð í skyndihjálp 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóla (7:26) 17.32 Sebbi (18:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (19:52) 17.49 Tillý og vinir (9:52) 18.00 Stundin okkar 18.25 Kökugerð í konungs- ríkinu (5:12) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (27) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (25) 20.10 Öldin hennar (12:52) 20.15 Þú ert hér (1:6) (Einar Örn Benediktsson) Sumir staðir skipta okk- ur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldurs- son á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Í þættinum ræðir Gísli Marteinn við tónlistarmanninn og borgarfulltrúann Einar Örn Benediktsson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson. 20.40 Sjónvarpsleikhúsið – Foxtrot (Playhouse Presents) Syrpa breskra einþáttunga. Tvær fatafellur ákveða að ræna manni sem kom illa fram við vinkonu þeirra. Málið vandast þegar í ljós kemur að þær hafa rænt röngum manni. Aðalhlutverk: Lindsay Duncan, Billie Piper, Alice Sanders og Ben Whishaw. Leik- stjórn: Polly Stenham. 21.05 Heiðvirða konan 8,3 (5:9) (The Honourable Woman) Verðlaunuð bresk spennuþáttaröð. Áhrifakona af ísraelsk- um ættum einsetur sér að leggja sitt af mörkum í friðarumleitunum í gamla heimalandinu. Fyrr en varir er hún föst í pólitískum hildarleik og vantraust og efasemdir virðast allt um kring. Aðalhlutverk: Maggie Gyllenhaal, Stephen Rea og Lubna Azabal. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Þrír vitleysingar (3 Idiots) 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 09:10 FA Cup 2014/2015 12:30 Ensku bikarmörkin 13:00 UEFA Champions League 2014 16:20 Meistaradeildin - Meistaramörk 16:50 UEFA Europa League 2014/20 18:30 Evrópudeildarmörkin 19:20 La Liga Report 19:50 Spænski boltinn (Barcelona - Real Madrid) Bein útsending. 22:00 NBA 23:45 Spænski boltinn 08:20 Premier League 13:20 Premier League (Liver- pool - Man. Utd.) Bein útsending 15:50 Premier League (Hull - Chelsea) Bein útsending 18:00 Premier League 19:40 Premier League 18:45 Friends (8:24) 19:10 New Girl (19:25) 19:35 Modern Family (18:24) 20:00 Two and a Half Men 20:20 Viltu vinna milljón? 21:00 Twenty Four (7:24) 21:55 Believe (12:13) 22:40 Rita (6:8) 23:25 Sisters (19:24) 00:10 Viltu vinna milljón? 00:50 Twenty Four (7:24) 01:35 Believe (12:13) 02:20 Rita (6:8) 03:00 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 08:10 Gambit 09:40 Something's Gotta Give 11:45 Hope Springs 13:25 Someone Like You 15:05 Gambit 16:35 Something's Gotta Give 18:40 Hope Springs 20:20 Someone Like You 22:00 Magic MIke Gam- anmynd frá 2012 með Channing Tatum og Matthew McConaug- hey í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sönn- um atburðum fjallar um ungan húsgagnahönnuð sem vinnur sem strippari á kvöldin. Hann gengur undir sviðsnafninu Magic Mike og nýtur mikilla vinsælda hjá stúlkunum en gengur illa að heilla stúlkuna sem hann fellur fyrir. 23:50 Green Hornet Hasar-grínmynd frá 2011 með Seth Rogen, Jay Chou, Christoph Waltz og Cameron Diaz í aðalhlutverkum. Glaumgosinnn Britt Reid erfir fjölmiðlaveldi föður síns og ákveður að venda sínu kvæði í kross og segja glæpum stríð á hendur. Með aðstoð hins bráðsnjalla uppfinn- ingamanns Kato setja þeir upp grímur og hefja kostuglega baráttu gegn vondu körlunum. 01:50 Project X 03:20 Magic MIke 17:35 The Amazing Race 18:15 Hot in Cleveland (9:22) 18:40 Last Man Standing 19:00 Bob's Burgers (13:22) 19:25 Amercian Dad (4:18) 19:45 Cleveland Show 4, The (15:23) 20:10 The League (4:13) 20:55 Saving Grace (9:19) 21:40 The Finder (3:13) 22:20 Bob's Burgers (13:22) 22:45 Amercian Dad (4:18) 23:05 Cleveland Show 4, The (15:23) 23:30 The League (4:13) 00:15 Saving Grace (9:19) 00:55 The Finder (3:13) 01:40 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:40 The Talk 13:00 Dr. Phil 15:05 Cheers (15:26) 15:25 Royal Pains (4:16) 16:05 The Real Housewives of Orange County 16:50 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 18:00 Svali & Svavar (10:10) 18:35 Parks & Recreation 19:00 The Office (1:24) 19:20 Gordon Ramsay Ultimate Home Cook- ing (1:20) 19:50 Solsidan (8:10) 20:15 Scorpion (11:22) 21:00 Law & Order (8:23) 21:45 Allegiance 7,4 (6:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 The Walking Dead (12:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 23:20 Hawaii Five-0 7,5 (16:25) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eldfjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. 00:05 CSI: Cyber (1:13) 00:50 Law & Order (8:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. 01:35 Allegiance (6:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 02:20 The Walking Dead (12:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 03:10 The Tonight Show 04:00 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:25 Doddi litli og Eyrnastór 07:35 Elías 07:45 Skoppa og Skrítla 08:00 Algjör Sveppi 09:20 Villingarnir 09:45 Kalli kanína og félagar 09:55 Young Justice 10:20 Scooby-Doo! 11:10 Ninja-skjaldbökurnar 11:35 iCarly (17:45) 12:00 Nágrannar 13:45 Modern Family (7:24) 14:15 Matargleði Evu (2:12) 14:40 How I Met Your Mother (5:24) 15:05 Margra barna mæður 15:35 Fókus (6:12) 16:05 Um land allt (17:19) 16:45 60 mínútur (24:53) 17:30 Eyjan (27:35) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (82:100) 19:10 Ísland Got Talent (9:11) 20:45 Rizzoli & Isles (16:18) Fimmta þáttaröðin um rannsóknarlögreglu- konuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston- mafíunnar saman. Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf. Jane er eini kvenleynilögreglu- maðurinn í morðdeild Boston og er hörð í horn að taka og mikill töffari. Maura er hins vegar afar róleg og líður best á rannsóknarstofu sinni meðal þeirra látnu. Saman leysa þær hættulegar morðgátur í hverfum Boston. 21:30 Better Call Saul 9,3 (2:10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lög- fræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Í þessum þáttum fáum við að kynnast betur Saul, uppvexti hans og hvaða aðstæð- ur urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna eins og Walters. 22:20 60 mínútur (25:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reynd- ustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 23:05 Muhammad Ali's Greatest Fight 00:40 Eyjan (27:35) 01:25 Daily Show: Global Edition (9:41) Spjall- þáttur með Jon Stewart þar sem engum er hlíft og allir eru tilbúnir að mæta í þáttinn og svara fáránlegum en furðulega viðeigandi spurningum Stewarts. Ómissandi þáttur fyrir alla sem vilja vera með á nótunum og líka þá sem einfaldlega kunna að meta góðan og beinskeyttan húmor. 01:50 Transparent (6:10) 02:20 Backstrom (1:13) 03:05 Vice (2:14) 03:35 Looking (9:10) 04:05 A Fish Called Wanda Hlutdeild í fegurð Um typpamyndasendingar íslenskra karla Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Helgarpistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.