Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 20.–23. mars 201534 Fólk Viðtal blaðamaður fiskar eftir hugarástandi hans. En þegar hann var raunveru- lega 35 ára, lifði hann allt öðru lífi. Var með ung börn á sínu framfæri og stundaði lögmennsku. Nú eru börn- in þrjú uppkomin og hann orðinn tvöfaldur afi. „Ég á tvo afastráka sem eru á öðru og sjöunda ári. Það er mikil gleði og blessun sem fylgir því að vera með þessum strákum,“ seg- ir Árni Páll og brosir hlýlega þegar hann talar um afastrákana. Hann segir afahlutverkið mjög ólíkt föðurhlutverkinu. „Það er þver- sögn, en það er í því fólgin ákveðin fjarlægð sem skapar ákveðna ná- lægð. Þetta er skilyrðislausari ást. Ég var mjög upptekinn af því sem for- eldri að börnin mín yrðu að haga sér almennilega, hvort þau væru nógu hrein og snyrtileg, hvort þau væru nógu kurteis og margt fleira. Ég hafði líka áhyggjur af því hvort börnunum mínum myndi farnast nógu vel og hvort ég stæði mig nógu vel. Ég spái lítið í þetta með barnabörnin, þau eru bara alltaf stórkostleg. Munur- inn á foreldrinu og afanum er að það er engin krafa um frammistöðu eða annað. Þetta er allt önnur tilfinning.“ Gaf út blað um stjórnmál 10 ára Árni Páll fór seint í framboð, fyrst árið 2007, þá rúmlega fertugur. Áhugi hans á pólitík kom þó snemma fram og hann var ungur að árum kom- inn með ríka réttlætiskennd og vildi hjálpa þeim sem minna máttu sín. „Ég skynjaði mjög ungur mismun- andi aðstæður fólks. Sá til fólks sem á þeim tíma þótti forríkt og fólks sem hafði færri tækifæri. Ég skynjaði þennan aðstöðumun sterkt á ömmu minni, sem ég var mjög hændur að. Hún fæddist inn í mikla fátækt og hafði fá tækifæri. Ég skynjaði það á henni að það var ekki gefið að njóta góðra aðstæðna og það hafði mikil áhrif á mig.“ Hann var aðeins tíu ára gamall þegar hann gaf fyrst út blað um stjórnmál, ásamt félögum sín- um. Þeir vildu láta rödd sína heyrast í samfélaginu. „Við skrifuðum meðal annars um áhyggjur okkar af aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku, mis- skiptingu og aðstöðumun.“ 17 ára pabbi og einangraðist Hann fæddist á Snæfellsnesinu en flutti 6 ára í Kópavog þar sem hann sleit barnsskónum. „Ég náði að upplifa það að búa í sveit og svo var ég alltaf í sveit á sumrin eft- ir það. Alltaf þegar ég kem vestur í fæðingarsveitina mína þá fæ ég kitl í hjartað – svona sælusting. Það er mjög skrýtið,“ segir Árni Páll. Hann brosir og lítur dreyminn fram fyrir sig. Þær eru augljóslega góðar, minn- ingarnar úr sveitinni. Árni Páll var ekki bara bara mikill áhugamaður um stjórnmál sem barn og unglingur, heldur var hann mikið félagsmálatröll. Menntaskólinn við Hamrahlíð var því hinn fullkomni skóli fyrir hann, enda mikið félags- líf í boði. „Mér fannst það stórkost- legt þegar ég byrjaði í Hamrahlíð- inni hvað ég gat fengið að hafa miklar skoðanir. Ég var svo heillaður af fé- lagslífinu að ég gleymdi að mæta í skólann,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda aftur af mér í félagslíf- inu og tók þátt í öllu.“ Þegar hann varð faðir 17 ára hægðist hins vegar aðeins á virkn- inni í félagslífinu. Og breytingarnar á högum unglingsins urðu miklar á skömmum tíma. „Ég og barnsmóð- ir mín hófum sambúð og þetta hafði auðvitað áhrif á lífið. Það var mik- il lífsreynsla að verða pabbi á þess- um tíma. Eftir á að hyggja einangr- aðist ég mikið félagslega við þetta en fékk mikið á móti. Ég tók mikið þroskastökk, eltist svolítið fyrir aldur fram og viðhorfið til lífsins breyttist.“ Varð ábyrgðarfyllri Árni Páll telur að óvæntar barneigin- ir á þessum aldri hafi líka gert hann ábyrgðarfyllri. Hann tók strax námið fastari tökum og með mikilli seiglu tókst honum að útskrifast á tilsettum tíma, þrátt fyrir að hafa verið utan skóla að hluta. „Ég er ekkert viss um að ég hefði sett undir mig hausinn og drifið mig í að klára menntaskólann og svo drifið mig í lagadeildina ef ég hefði ekki haft þessa ábyrgð að hugsa um,“ segir hann hreinskilinn. „Það eru meiri líkur en minni að fólki takist ekki að halda dampi og klári á réttum tíma þegar það er kom- ið með börn og að vinna með námi. Og þess vegna skiptir svo miklu máli að framhaldsskólinn sé opinn fyr- ir fólk. Þess vegna var ég svo ósáttur við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að loka framhaldsskólunum fyrir þeim sem eru eldri en 25 ára, núna í haust. Ég tengdi mjög sterkt við þetta, því ég hefði hæglega getað verið í þeirri stöðu að hafa dottið út úr skóla á sínum tíma. Og ég þekki marga sem hafa dottið út úr skóla af einhverjum ástæðum sem þeir hafa enga stjórn haft á. Það hefur komið sér vel fyrir þetta fólk að geta nýtt sér aðgang að gjaldfrjálsum framhaldsskóla.“ En hann er sáttur við það hvern- ig allt fór og hvernig lífið hefur þró- ast í kjölfarið. „Blessunarlega getur maður ekki skrifað lífssögu sína aft- ur. Og þegar ég horfi til baka þá sé ég bara blómabraut. Mér finnst allt hafa tekist afskaplega vel og orðið mér til gleði og þroska.“ Laug því að kunna frönsku Aðspurður vill hann yfir höfuð ekki viðurkenna að neitt verkefni í líf- inu hafi verið honum ofviða, enda sé hann duglegur við að búta verkefni niður í smærri einingar og takast á við þau þannig. Ef hann langar að gera eitthvað, þá tekst honum það yfir leitt – með þrautseigjuna að vopni. Það reyndi til dæmis mikið á þessa þrautseigju þegar hann fór til Belgíu í framhaldsnám í Evrópurétti. „Mig langaði mikið í þennan ákveðna skóla, sem þykir mjög góður, en gallinn var að námið var að hluta til á frönsku. Og ég sagðist í umsókn minni treysta mér til að standast próf.“ Það full- yrti Árni Páll gegn betri vitund – alla- vega á þeim tíma – enda kunni hann ekki stakt orð í frönsku. „Ég sat bara á bókasafninu með lögfræðibækurnar, fransk-enska orðabók og ensk-ís- lenska orðabók og fletti upp einföld- ustu orðum. Framan af var ég eins og hálfviti og þegar ég skrifaði frönsku í fyrsta skipti á ævinni þá var það í fjögurra tíma skriflegu prófi,“ segir hann og hlær þegar hann rifjar þetta upp. „Ég var oft kominn að því að gef- ast upp en þetta tókst. Gallinn er hins vegar að ég tala í dag mjög forneskju- lega og lögfræðilega frönsku.“ „Sjitt, ég náði ekki að klára“ Erfiðasta verkefnið í lífinu, hingað til, er þó líklega að gegna starfi félags- málaráðherra árið 2009. „Það er eina tímabilið í lífi mínu þar sem mér leið alla daga eins og ég væri að sökkva. Það var sama hvað ég kom seint heim á kvöldin, ég hugsaði alltaf með mér: „Sjitt, ég náði ekki að klára þetta og sjitt, ég náði ekki að koma þessu af stað.“ Þetta var auðvitað mjög grimmt gagnvart fjölskyldunni. Undir öllum venjulegum kringumstæðum er það meira virði að vera með fjölskyldu sinni, en þarna voru svo sérstakar að- stæður og mikið hættuástand ríkj- andi, að vinnan varð að ganga fyrir. Það hefur oft verið sagt að enginn liggi á dánarbeðinum og óski sér þess að hann hefði eytt meiri tíma í vinnunni, en í sannleika sagt voru þetta þannig tímar að maður hefði líklega alltaf séð eftir að hafa ekki gert meira þegar horft væri til baka.“ Hann er stoltur af því að hafa unnið dag og nótt á þessum tíma. Nánast sleitulaust í marga mánuði. Og með því – meðal annars – náð að koma af stað verkefnum og úrræðum fyrir ungt og atvinnulaust fólk. „Sum- ir vilja vera stjórnmálamenn til að fara með völd og útdeila gæðum til vildar- vina sinna. Fyrir þá er best að stjórna þegar allt er með kyrrum kjörum. En fyrir mig, sem hafði hugsað um mis- skiptingu og glötuð tækifæri frá því ég var lítill krakki, þá var þessi staða þannig, þótt hún væri erfið, að það var hægt að láta til sín taka og breyta ein- hverju sem máli skipti.“ Fann ekki fyrir höfnun Árni Páll er feginn að hafa ekki verið með ung börn á þessum tíma, enda nógu erfitt að þurfa að vanrækja upp- komin börnin og konuna, Sigrúnu Eyjólfsdóttur. Hún sýndi þó ástandinu mikinn skilning, sem og fjölskyldan öll. „Þetta hékk alveg, en reyndi auð- vitað á,“ viðurkennir hann. Árni Páll gegndi þó ekki ráð- herraembætti heilt kjörtímabil, en hann fór úr félagsmálaráðuneytinu í efnahags- og viðskiptaráðuneytið og var svo settur af sem ráðherra eft- ir 500 daga í því starfi, eða svo. Að- spurður hvort hann hafi verið sár eða svekktur yfir þeirri ákvörðun þáver- andi forsætisráðherra, Jóhönnu Sig- urðardóttur, vill hann ekki meina það. Hann hafi alltaf vitað að starf hans sem ráðherra yrði ekki eilíft. „Það var verið að fækka ráðuneyt- um og gera fleiri breytingar og því upplifði ég þetta ekki sem höfnun. Svo skynjaði ég að fólk kynni vel að meta það sem ég hefði gert. Þetta var merkileg reynsla og ég hugsaði mikið um hvernig ég gæti unnið úr henni. Ég velti því fyrir mér þá hvort ég ætti bara að hætta í stjórnmálum. Fara. Þetta væri kannski bara orðið gott. En svo fannst mér ekki rétt að hverfa bara af vettvangi heldur fannst mér ég skulda félögum mínum að setja fram mínar hugmyndir um leiðina áfram og gefa þeim færi á að styðja þær eða fella. Þess vegna gaf ég svo kost á mér í for- mannsframboð.“ En sér hann fyrir sér að starfsferlin- um ljúki í pólitík, eða að hann snúi sér að öðrum verkefnum eftir einhver ár? „Ég er búinn að vera svo stutt í þessu að í næstu kosningum verða ekki komin nema tíu ár. Ég held að þær ráði svolítið miklu um framhaldið. Ég hef aldrei hugsað það sérstaklega hvernig framtíðin verði fyrir mig. Ég ætla að nálgast þetta áfram með þeim hætti að þetta snúist ekki um mig, heldur um hugmyndir. Að finna réttu leiðina áfram. Annars er best að gera hæfilega lítið af áætlunum og vera tilbúinn að njóta dagsins og skynja hann,“ segir hann yfirvegaður og snýr pennanum í höndunum. Erfiður tími að ganga í garð Það er ekki hægt að sleppa Árna Páli úr viðtali án þess að ræða dökkan hör- undslitinn sem margir hafa velt fyr- ir sér hvaðan kemur. Hann er reynd- ar ekkert óeðlilega brúnn akkúrat núna, þrátt fyrir Afríkuferð í janúar sem glæddi hann smá lit. Sjálfur vill hann meina að hann verði hálf grár yfir vetrartímann, en viðurkennir þó að yfirbragðið sé heldur dekkra að staðaldri en hjá hinum venjulega Ís- lendingi. „Ég er yfirleitt alltaf brúnn við hliðina á öðrum,“ segir hann kím- inn og brettir upp skyrtuermina til að sýna sólbrúnan handlegginn. Jú, blaðamaður getur staðfest að Afríku- sólin gerði sitt gagn. Ótrúlegt en satt dugir íslenska sumarsólin hins vegar vel til þess að hörund hans haldist dökkbrúnt langt fram eftir hausti. Og hlutirnir gerast hratt um leið og fyrstu geisl- arnir láta sjá sig á vorin. Hann gæti eflaust náð lit þennan bjarta dag í mars, ef hann sæti úti í sólinni í smá- tíma. „Þegar sólin fer að hækka á lofti þá rennur erfiður tími í garð. Það fara allir að tala um þetta. Þegar ég fer í sund þá gerist þetta strax. Mér finnst þessi umræða mjög athyglisverð, því þótt hún sé á gamansömum nótum eru oft í henni nett rasískir undirtón- ar. En það er hollt fyrir Íslendinga að átta sig á að við erum ekki öll bleik á litinn,“ segir hann og hlær. „Það er mikið talað um þetta við mig, en bræður mínir eru miklu dekkri en ég. Þannig að ég ráðlegg öllum sem hafa áhyggjur af mér að skoða þá. En liturinn kemur frá henni Guðríði, ömmu minni, sem mér þótti mjög vænt um. Þess vegna gleðst ég nú alltaf þegar menn eru að tala um þetta og hugsa alltaf til hennar,“ segir hann einlægur að lok- um og leggur Samfylkingarpennann frá sér. n „Það var mikil lífs- reynsla að verða pabbi á þessum tíma. Eftir á að hyggja ein- angraðist ég mikið fé- lagslega við þetta en fékk mikið á móti. Aftur í formanninn Árni Páll býður sig fram til formanns Samfylk- ingarinnar í annað sinn á landsfundi flokksins sem fer fram um helgina. Mynd SiGtryGGur Ari BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin f PLANKAPARKET 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.