Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 20.–23. mars 201536 Fólk Viðtal É g ákvað sama dag og ég greindist að taka þetta á já- kvæðninni og bjartsýninni. Ég trúi því að maður komist hálfa leið á hugarfarinu. Ég get ekki lagst upp í rúm og breitt yfir haus. Ég verð að berjast fyrir börnin mín,“ segir Magnea Karen Svavarsdóttir, þriggja barna móðir á Akureyri, sem greindist með hraðvaxandi, illkynja æxli í brjósti í maí í fyrra. Magnea Karen, sem er með breytingu í geni BRCA2, missti fjóra fjölskyldumeðlimi úr krabba- meini á rúmlega fjögurra mánaða tímabili í fyrra. Þar sem hún var svo ung þegar hún greindist og svo margir í fjölskyldu hennar höfðu greinst vaknaði grunur um að hún bæri genið. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta gen en svo kom í ljós að ég er arfberi. Þetta er ríkjandi í föðurfjölskyldunni. Pabbi, amma og frænkur mínar eru með þetta en við vorum að fá þær fréttir að einn frændi minn er ekki „brakki“ og erum ótrúlega ánægð með það. Við erum lítil fjölskylda en samt eru ótrúlega margir arfberar.“ Fann hnút Grunsemdir Magneu um að ekki væri allt með felldu vöknuðu þegar hún gekk með yngstu dóttur sína. „Ég fann hnút í brjóstinu og lét skoða hann en það kom ekkert út úr því. Læknirinn sagði mér samt að láta skoða þetta aftur ef hnútur- inn breyttist. Eftir fæðingu stækk- aði hann og breyttist en hjúkkan í ungbarnaeftirlitinu fullvissaði mig um að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur. Hún sagði mér bara að fara heim og nudda hnútinn í sturt- unni; um væri að ræða stíflaðan mjólkurkirtil. Ég fann hins vegar hvað þetta stækkaði hratt og sagði henni ítrekað að ég hefði áhyggj- ur en hún vildi ekkert gera. Hún þreifaði ekki einu sinni á brjóstinu en sagði mér að ræða við lækn- inn næst þegar stelpan mín færi í skoðun. Hann vildi heldur ekki gera neitt, sagði bara að ungar konur fengu ekki krabbamein og þreifaði ekki á þessu heldur. Svo þegar stelpan mín var orðin fimm mánaða var önnur hjúkka að leysa af og þá loksins fór alltaf stað og ég fékk greiningu þegar stelpan mín var rúmlega sex mánaða. Innst inni vissi ég alltaf að ég væri með krabbamein enda búin að gúgla þetta fram og til baka, niðurstaðan var alltaf sú sama; krabbi.“ Reið og sorgmædd Magnea Karen er sár út í kerfið sem hún segir hafa brugðist sér. „Ef ein- hver hefði hlustað á mig væri stað- an kannski önnur í dag. Mér var ít- rekað sagt að þetta væri stíflaður mjólkurkirtill en þetta var mitt þriðja barn og það hafði aldrei verið neitt vesen með brjóstagjöfina auk þess sem ég hafði oft lesið að stífl- uðum mjólkurkirtli fylgdi sársauki. Ég fann aldrei neitt til í þessu. Ég er búin að segja þessari hjúkku frá veikindunum og tilkynnti henni um leið að ég ætlaði aldrei að hitta hana aftur. Hún baðst ekki einu sinni fyrirgefningar. Ég er reið en í leiðinni svo ofboðslega sorgmædd. Það er svo ósanngjarnt að vera 32 ára með þrjú lítil börn og þurfa að standa í þessu.“ Þriðja lyfjameðferðin Magnea er í sinni þriðju lyfjameð- ferð en þegar blaðamaður hittir hana er hún að jafna sig eftir erfiða daga. „Ég er ekki búin að vera allt of góð um helgina en ég fékk lyfja brunn á föstudaginn. Helgin hefur verið erfið,“ segir Magnea sem hefur látið taka bæði brjóst og eggjastokka en í aðgerðinni fannst meiri krabbi í eitlum í hol- hönd. „Það var dálítið áfall þegar það fannst meira í holhöndinni því ég var svo viss um að þetta væri búið. En það var kannski kjánalegt af mér. Núna lít ég svo á að ég sé í hálfleik. Allur krabbi hefur verið skorinn í burtu en ég á eftir að klára þessa lyfjameðferð og fara í geisla- meðferð. Svo eru það pillur, lyf og sjúkraþjálfun. Ég er að drepast í skrokknum og hef litla orku.“ Ósanngjarnt gagnvart börnunum Magnea var enn mjólkandi þegar hún byrjaði í lyfjagjöf. „Ég fékk þurrktöflur því þeir vildu ekki skera á mjólkandi brjóst af ótta við sýk- ingu. Stelpan mín var aðeins sex og hálfs mánaðar og ég hafði ákveðið að vera með hana lengi á brjósti svo það var mjög sárt að þurfa að hætta svo snemma,“ segir hún en í dag eru dæturnar sex og fjögurra ára og 15 mánaða. „Þær vita að mamma er veik. Við höfum rætt þetta við þær skref fyrir skref, að mamma sé veik í brjóstinu og eins þegar ég missti hárið. Ég passa mig á því að segja þeim satt og aðeins það sem þau geta meðtekið. Þeim fannst skrítið þegar ég missti hár- ið en ég fékk mér aldrei kollu held- ur var með klút. Sú fimm ára hug- hreysti mig og sagði að hárið kæmi aftur og að ég væri mjög falleg. Sú þriggja ára heimtaði hins vegar að ég væri með buff og sagði að þetta væri ógeðslegt. Það er fínt að vera hreinskilin,“ segir hún brosandi og bætir við að maðurinn hennar eigi svo 14 ára strák af fyrra sambandi. „Ég og mamma hans settumst niður og ræddum þetta við hann. Hann er orðinn svo stór. Þetta hef- ur verið mjög erfitt fyrir börnin en ég veit að utanumhaldið hef- ur verið gott, bæði í leikskólan- um og skólanum, og það er okkur ótrúlega dýrmætt. Ég er ekki sama mamman og ég var og mér finnst afar erfitt þegar ég er það veik að ég get ekki hugsað um börnin mín sjálf, þótt ég viti að þau séu í góðum höndum. Það er líka styttra í pirr- inginn en vanalega, sem er ósann- gjarnt gagnvart þeim. Þau eiga það ekki skilið. Maður verður bara stundum svo þreyttur. Ég get ekki gert helm- inginn af því sem ég var vön að gera en ég geri eins vel og ég get. Mér finnst ég líka vera að missa svolítið af börnunum og þau af mér, sérstak- lega þegar ég þarf að vera í burtu í langan tíma. Eftir stóru aðgerðina, þegar brjóstin og eggjastokkarn- ir voru teknir, hringdi sú elsta og spurði hvort ég væri ekki að koma heim, hvort ég væri ekki nú þegar komin með nýju brjóstin og hvað ég væri eiginlega að slæpast. Hún var ekki alveg að skilja þetta,“ segir Magnea og brosir. Sorgin bíður Eins og áður segir hefur Magnea misst fjóra ættingja úr krabbameini á stuttum tíma, föður sinn, ömmu og tvær frænkur. „Þetta hefur ekki verið hvetjandi í minni baráttu – að jarða þau öll á meðan ég var sjálf í lyfjameðferð. Pabbi greindist á af- mælisdaginn sinn og hafði það ekki út árið. Hann fékk þetta í hálsinn og vélindað. Það er erfitt að vera sjálf- ur að berjast á hnefanum og missa svona marga og ég hef ekki enn unnið úr sorginni. Sorgin á eftir að koma og ég kvíði því. Það er ekki hægt að berjast og syrgja á sama tíma. Eitthvað verður að sitja á hak- anum. Ég dáist mikið að afa mínum sem hefur jarðað bæði börnin sín og konuna sína á sama tíma og hann hefur stutt mig. Það er ótrú- legt hvernig honum hefur tekist að halda áfram.“ Dýrt að fá krabbamein Aðspurð segist Magnea alltaf hafa verið líkamlega hraust. „Fyrir utan að ég greindist með Crohns, ólækn- andi meltingarsjúkdóm, árið 2009. „Verð að berjast fyrir börnin“ Magnea Karen Svavarsdóttir fann hnút í brjóstinu þegar hún gekk með sitt yngsta barn. Magnea er sár út í kerfið sem hún segir hafa brugðist sér. Á sama tíma og hún hefur barist við sjúkdóminn hefur hún þurft að jarða fjóra ættingja. Magnea er þrátt fyrir allt stað- ráðin í að sigrast á veik- indunum. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Reið út í kerfið Magnea segir kerfið hafa brugðist sér. Hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum af hnútnum í brjóstinu en ávallt verið sagt að um stíflaðan mjólkurkirtil væri að ræða. MynD Auðunn níelSSon Hvað er BRCA2 ? Genið heitir BRCA2. BR þýðir „breast“ eða brjóst, Ca „cancer“ eða krabbamein og 2 stendur fyrir að þetta er seinna genið af tveimur sem tengjast arfengu brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Það eru allir með tvö eintök af BRCA2-geninu en þeir sem eru með breytingu (stökkbreytingu) í öðru eintakinu (hitt eintakið er óbreytt) eiga frekar á hættu að fá ákveðnar tegundir af krabbameinum. Talið er að um það bil 0,8% landsmanna séu með ákveðna BRCA2-breytingu sem heitir 999del5 (Del5 þýðir að fimm stafir hafa dottið út í geninu eftir staf 999). „Það er svo ósanngjarnt að vera 32 ára með þrjú lítil börn og þurfa að standa í þessu „Þetta hefur ekki verið hvetjandi í minni baráttu – að jarða þau öll á meðan ég var sjálf í lyfjameðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.