Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 20.–23. mars 2015
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin.
Leiðrétting
Vegna umfjöllunar DV um launa
greiðslur bankaráðsmanna
Landsbankans vill samskiptasvið
bankans koma því á framfæri að
þær upplýsingar sem DV fékk hjá
sviðinu við vinnslu fréttarinnar,
um fjölda funda bankaráðs á ári
væru ekki réttar. Í umfjöllun DV
var haft eftir talsmanni bankans
að bankaráð fundaði einu sinni
í mánuði að jafnaði. Samkvæmt
leiðréttingunni sat Tryggvi Páls
son bankaráðsformaður hins
vegar 28 fundi í bankaráði árið
2014. Það samsvarar um tveim
fundum á mánuði. Eva Sóley Guð
björnsdóttir varaformaður sat 29
fundi í bankaráði á sama tímabili.
Gaf launin í ferðasjóð
langveikra barna
n Vildarbörn nutu góðs af varastjórnarlaunum viðskiptafræðings í mörg ár
M
aður er partur af stærri
heild, stærri en maður
sjálfur,“ segir viðskipta
fræðingurinn Magnús
Magnússon, stjórnar
maður í Icelandair Group, sem um
árabil lét þau laun sem hann átti rétt
á þegar hann sat í varastjórn félags
ins renna í góðgerðasjóðinn Vildar
börn Icelandair.
Börn fái tækifæri til ferðalaga
Vildarbörn er ferðasjóður fyrir
langveik börn og börn sem búa við
sérstakar aðstæður. Markmið hans
er að gefa börnum á Íslandi og ná
grannalöndum tækifæri til ferða
laga ásamt fjölskyldum sínum. Sjóð
urinn var stofnaður af Icelandair
árið 2003 og er Vigdís Finnboga
dóttir, fyrrverandi forseti, verndari
sjóðsins.
„Ég var í varastjórn í einhver
fjögur ár og gerði þetta á þeim tíma.
Bara til að láta gott af mér leiða ein
hvers staðar,“ segir Magnús í samtali
við DV. Magnús kom síðan inn í að
alstjórn Icelandair Group þann 1.
ágúst í fyrra og hóf þá að þiggja laun
fyrir. „En ég reyni að láta gott af mér
leiða með öðrum hætti.“
Milljónir króna í sjóðinn
Af ársreikningum Icelandair Group
má ráða að upphæðirnar sem
Magnús lét af hendi rakna til Vildar
barna hafi numið nokkrum milljón
um krónum á tímabilinu.
Hann segir það hafa legið bein
ast við að láta laun sín renna til
Vildarbarna enda Icelandair helsti
styrktaraðili sjóðsins og bendir á að
stjórnarformaðurinn hafi gert slíkt
hið sama lengi vel. Hann kveðst ekki
vita hversu háar fjárhæðirnar sem
Vildarbörn hafi notið góðs af vegna
fórnfýsi hans eru og biðst góðlátlega
undan því að talað verði um ráðstöf
unina sem eitthvert mikið góðverk.
Vildi hann raunar sem minnst gera
úr málinu í samtali við DV.
Stjörnumerktur í
ársreikningum
Í yfirliti yfir
launakjör
stjórnar og lyk
ilstarfsmanna
í Icelandair
Group,
nokkur ár
aftur í tím
ann, er upp
hæðin við
nafn Magn
úsar gjarnan
stjörnumerkt
með neðan
málsgrein
um að stjórn
armaðurinn
hafi afsalað
sér réttinum til
launa og í staðinn
hafi stjórnin
samþykkt
að
jafnhá upphæð rynni til Vildar
barnasjóðs Icelandair. Í ársreikn
ingnum fyrir árið 2014 kemur fram
að Magnús hafi fengið ríflega 2,8
milljónir fyrir árið en sem fyrr seg
ir kom hann inn í aðalstjórnina í
ágúst það ár og hóf að þiggja laun.
Stór hluti af þeirri upphæð rann því
til Vildarbarna. Árið 2013, þegar
Magnús var í varastjórn,
fékk hann 1,6 millj
ónir króna í laun
en sú upphæð
rann til Vildar
barna. Af þess
um tveimur
rekstrarárum
má því ráða,
sem fyrr seg
ir, að upp
hæðin sem
stjórnar
maðurinn
hafi af
salað sér
til ferða
sjóðsins á
umliðnum
árum nemi
auðveldlega
milljónum. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is „Til að láta gott af mér leiða einhvers
staðar.
Lóan er komin,
þrátt fyrir allt
„Það er ljós við enda ganganna,“
skrifa síðuhaldarar Birding
Iceland á Facebook en þar er
greint frá því að heiðlóan, bet
ur þekkt sem lóan, sé komin til
landsins.
Lóan er Íslendingum kær
kominn vorboði, ekki síst eftir
óvenju harðan vetur. Hún sást í
Breiðdal í fyrradag, 18. mars.
Lóan er nokkrum dögum fyrr
á ferðinni en vanalega, en meðal
komutími hennar er 23. mars.
Ekki króna upp í kröfur
Leikskólanum 101 var lokað eftir ásakanir um harðræði
S
kiptum er lokið á þrota
búi Leikskólans 101 en leik
skólinn var tekinn til gjald
þrotaskipta þann 22. janúar
í fyrra. Leikskólinn komst í fréttirn
ar árið 2013 eftir að ásakanir komu
fram um meint harðræði starfs
manna skólans gegn börnum.
Mál gegn tveimur sumar
starfsmönnum ungbarnaleik
skólans var síðan fellt niður hjá
lögreglu í mars 2014 eftir að Barna
vernd Reykjavíkur hafði vísað mál
inu þangað. Þá var skólinn farinn
í þrot enda höfðu eigendur lokað
honum í kjölfar fjölmiðlafársins
árið 2013.
Samkvæmt tilkynningu um
skiptalok í Lögbirtingablaðinu á
fimmtudag námu lýstar kröfur í
þrotabú Leikskólans 101 ehf. rúm
um átta milljónum króna. Engar
eignir fundust í búinu og lauk
skiptum án þess að nokkur greiðsla
fengist upp í kröfurnar. n
mikael@dv.is
Búið spil Skiptum er lokið á þrotabúi
Leikskólans 101 ehf. Ekkert fékkst upp í
lýstar kröfur í búið. Skólinn var úrskurðaður
gjaldþrota í janúar 2014. Mynd KriStinn MagnúSSon