Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 54
54 Menning Helgarblað 20.–23. mars 2015 og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR K ona situr á dyraþrepi við Vatnsstíg og veit varla hvað­ an hún er komin, hver hún er. Tilvera hennar er hrun­ in og svo virðist sem persóna hennar hafi sokkið öll ofan í sama hyldýpið. Aðeins ein manneskja kem­ ur henni til hjálpar, manneskja sem ekki getur hjálpað sér sjálf, en nýja tilveran er skammlíf og skilar kon­ unni aftur út í hyldýpið, inn í einhvers konar limbó hvaðan engin undan­ komuleið er í sjónmáli. Hún virðist að eilífu týnd. En þegar allt virðist glatað fær hún liðsinni úr óvæntri átt. Hvorki þægileg né einföld Segulsvið Sigurðar Pálssonar byrjar í miðri frásögn, í óreiðunni, en smátt og smátt er undið ofan af sálarflækj­ um Unnar, konunnar á Vatnsstígn­ um. Jafnframt því byggist smátt og smátt upp merkingarheimur verksins sem nokkuð óljós er í fyrstu, en eftir því sem á líður áttar áhorfandinn sig á því að það er ekki röklega heildin sem færir honum merkingu Segul­ sviðs, heldur upplifunin, og þá fara byggingareindir verksins að hlaðast upp. Við búum ekki við þann lúxus að vita meira en aðalpersónan. Það mætti halda því fram að verkið fylgi eftir hugarflæði Unnar, gamalreynd frásagnaraðferð sem þó er sjaldséð á leiksviði. Þannig líður verkið áfram eins og í geðrofi eða draumi. Saga Unnar er hvorki þægileg né einföld. En hún er á köflum fjarstæðu­ kennd og þar með hlægileg, þótt undiraldan sé alltaf alvöruþrungin. Þessari stemningu er náð fram með lagskiptum leik persónanna. Í grunninn er veruleikinn, fáránlegur sem hann virkar, og hann er grund­ vallaður í tempruðum og blæbrigða­ litlum (með kraftmiklum undantekn­ ingum) leik Eggerts Þorleifssonar og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur í hlutverki Gísla og Systu. Þeim tókst að vera sprenghlægileg án þess að þau virtust reyna það og rýni grunar reyndar að hefðu þau farið leið gamanrútínunn­ ar hefði þetta ekki gengið upp. Í sama flokki persóna er Diddi DJ leikinn af Snorra Engilbertssyni: jarðbundinn, tempraður, tilfinningaríkur en brot­ hættur. Í miðið hvíla persónur Næt­ urinnar og Rigningarinnar, leiknar af nöfnunni Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Svandísi Dóru Einarsdóttur. Þeirra persónur eru dyntóttar og óútreikn­ anlegar og fara allan tilfinningaskal­ ann. Persóna Unnar, leikin af Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, er aftur á móti örvæntingarfull að mestu og hennar persónu fylgir kraftmikill og óbeisl­ aður, tilfinningaþrunginn leikur. Í stöku senu keyrði það um þverbak að rýni fannst en alltaf skilaði hún sér heim aftur. Allt tekið saman var leikur nokkuð jafn í sýningunni þótt sviðs­ framkoman hefði fylgt áðurnefndri lagskiptingu sem vandasöm er í fram­ kvæmd, og það er mikill kostur. Nótt og Rigning Það er áhugavert í sýningunni hvernig myndlíkingar verða hreint út sagt bókstaflegar en hið hlut­ bundna einhvern veginn hverfur. Í Nóttinni umbreytist fólk, það get­ ur upplifað drauma sína og það getur öðlast sáluhjálp með því að kasta af sér sinni raunverulegu persónu. Við fáum ósköp lítið að kynnast persónunum á þeirra eig­ in forsendum. Við kynnumst helst myndlíkingum, persónugerving­ um, framsetningum. Rigningin ger­ ir ekki annað en að þrífa upp eftir aðra og fær ekkert í staðinn nema leiðindi, þess vegna er hún skap­ stygg og uppfull af vandlætingu: enginn annar veit hversu ómiss­ andi hún er. Saman geta Nóttin og Rigningin breytt persónum og skol­ að burtu því sem fyrir var svo úr verður nýtt upphaf. Leikmynd Gretars Reynissonar er algjör gersemi. Á yfirborðinu er ekk­ ert merkilegt við leikmyndina, bara glerveggur, veggur með snúnings­ hurð, en í samspili við lýsingu og myndbandshönnun Halldórs Arnar Óskarssonar og Magnúsar Arnar Sig­ urðssonar lifnar allt verkið við. Hægt er að opna sviðsmyndina eins og skápa sem opna á nýjar minningar, og ein tekur við af annarri, og svo áður en varir er áhorfandinn aftur kominn í núið með svo lítilli fyrirhöfn að má teljast afrek. Mikill galdur Myndrænt standa nokkrar senur sérstaklega upp úr en frá þeim má rýnir ekki segja nema skemma fyrir öðrum. Væntir hann að leikhópur­ inn viti hvaða senur hann meinar svo ekki er úr vegi að rýnir laumi einu litlu bravói til leikhópsins fyr­ ir þessar litlu perlur sem ómögu­ legar hefðu verið ef ekki hefði verið fyrir frábært samspil sviðsetningar, leikmyndar, myndbanda, tónlistar Úlfs Eldjárns og hljóðmyndar hans og Kristjáns Sigmundar Einarsson­ ar. Allt rann þetta listavel saman í höndum Kristínar Jóhannesdóttur. Það er ekki oft sem leikhúsrýnir DV veit varla hvað segja skal en nú hefur Sigurði Pálssyni og leikhópi Þjóðleikhússins tekist að koma hon­ um í klandur. Hér hef ég reynt að koma orðum að almennum atrið­ um, en þar sem merkingarheim­ ur verksins er svo háður upplifun áhorfandans er erfitt að takast á við ítarlegri greiningu. Ef einhver spyr sig hvað það merkir þá eru það með­ mæli. Þegar röðin gekk niður af áhorf­ endapöllum Kassans eftir sýningu spurði kona á undan mér hvað mér hefði fundist um sýninguna, nánast eins og hún vissi að ég þyrfti að geta komið því í orð fyrir dagblaðið. Ég varð hálfhvumsa en tókst þó að koma því upp úr mér að þarna hefði mik­ ill galdur verið framinn. „Fannst þér ekki?“ sagði hún þá. Jú. Það fannst mér. n „Það mætti halda því fram að verkið fylgi eftir hugarflæði Unnar, gamalreynd frá- sagnaraðferð sem þó er sjaldséð á leik- sviði. Segulsvið Höfundur: Sigurður Pálsson Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Eggert Þorleifsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Svandís Dóra Einarsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Úlfur Eldjárn og Kristján Sigmundur Einarsson. Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Sýnt í Þjóðleikhúsinu Arngrímur Vídalín ritstjorn@dv.is Leikhús Arngrímur Vídalín er orðlaus eftir að hafa séð göldrótt Segulsvið Sigurðar Pálssonar Margbrotin MerKingarMiðja Með börnin í bíó Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í þriðja skipti í Bíó Paradís 19. til 29. mars. DV tók saman þrjár áhuga­ verðar myndir sem sýndar verða á hátíðinni. Antboy 2: Rauða refsinornin Opnunarmynd hátíðarinnar er önnur mynd Asks Hasselbalch um pöddustrák­ inn. Pelle er lítill og aumur 13 ára strák­ ur sem býr yfir ofurkröftum. Sem Pöddustrák­ urinn verndar hann íbúa í danska bænum Middelund og berst við Rauðu refsinornina, en sem Pelle dáist hann að Idu bekkjarsystur sinni úr leyni. Sýningar verða 21., 22., 25. og 28. mars. Hagamús: Með lífið í lúkunum Klassísk heimildamynd Þor­ finns Guðnasonar um íslensku hagamúsina. Þor­ finnur, sem var einn virtasti heimilda­ mynda­ gerðarmað­ ur Íslands, lést fyrr á árinu, 55 ára að aldri. Í myndinni er fylgst með ástum og örlögum músa parsins Óskars og Helgu í harðri lífsbar­ áttu við náttúru og menn. Sýn­ ingar verða 23. og 29. mars. Strákurinn og heimurinn Brasilísk tölvu­ teiknimynd sem bland­ ar saman myndum og tónlist til að koma mikilvægum boðskap til skila. Í myndinni er tekist á við hnatt­ væðingu og mörg þau vandamál sem henni fylgja. Myndin var meðal annars valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Lissabon í Portúgal. Sýningar verða 22., 25. og 28. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.