Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Fólk Viðtal 33 Þ að er bjart yfir borginni þegar Árni Páll tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Austurstrætinu. Logn á milli lægða í veðurfarinu og stund milli stríða hjá þingmann- inum. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana, bæði við að skipu- leggja landsfund Samfylkingarinnar, sem fer fram um helgina, og að ræða Evrópumálin sem eru á allra vörum þessa dagana, eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tjáði Evrópusambandinu það skriflega að Ísland væri ekki lengur umsóknar- ríki um aðild að sambandinu. Árni Páll afsakar draslið á skrif- stofu sinni, en það lak inn hjá hon- um í einni lægðinni um daginn og færa varð til muni. Í kjölfarið fannst svo myglusveppur, sem hefur verið vandamál á fleiri stöðum í húsinu. Ekki hefur því verið hægt að koma skrifstofunni í rétt horf aftur. Hann fær sér sæti í hægindastól og grípur penna sér til halds og trausts. Merkt- an Samfylkingunni – að sjálfsögðu. Erum að búa til týnda kynslóð Pólitíkusinn í Árna Páli hefur strax upp raust sína í upphafi viðtalsins. Hann tengir saman Evrópumálin og erfiða stöðu á vinnumarkaði og segir ríkisstjórnina eingöngu loka dyrum en ekki vera færa um að opna nýjar í staðinn. „Þetta eru ótrúlegir tím- ar. Þessari ríkisstjórn er að takast að setja allt upp í loft og tilfinningin sem grefur um sig hjá fólki er að hún hafi engin plön eða framtíðarsýn. Hver á að vera Evrópustefna þessara flokka í næstu kosningum? Hver á að vera stefna þeirra í samskiptum við aðila vinnumarkaðarins í framhaldinu? Það stefnir allt í verkföll og bæði verkalýðshreyfingin og atvinnurek- endur eru sammála um af hverju það er. Það er af því ríkisstjórnin hef- ur ekki staðið við sitt í samningum hingað til,” segir Árni Páll og er mik- ið niðri fyrir. Hann bendir á að þrátt fyrir að hagtölur séu góðar þá sé ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að brottflutningur fólks frá landinu hafi aukist í fyrra, í fyrsta skipti frá hruni. Þá séu Íslendingar í útlöndum ekki að flytja heim í sama mæli og áður og fyrirtæki kjósi að flytja úr landi til að vaxa erlendis. „Allt er þetta verulegt áhyggju- efni. Stærsta verkefnið okkar núna er að vera samfélag sem er það að- laðandi að fólk vilji koma heim. Það eru engin störf að verða til fyrir faglært fólk. Störfin sem eru að verða til er fyrir ófagmenntað fólk í ferða- þjónustu. Ég held að þetta sé stærri samfélagsvandi heldur en skulda- vandinn var á sínum tíma. Við erum að búa til týnda kynslóð. Ef þetta heldur svona áfram er hætt við því að Ísland verði jaðarsvæði. Færeyingar lentu í þessu eftir kreppuna 1990, þeir misstu heila kynslóð í burtu, og það hefur háð þeim alla tíð síðan.“ Var nýkominn úr nálastungum Hann segir forgangsröðun ríkis- stjórnarinnar ekki í samræmi við þau brýnu verkefni sem þurfi að leysa. „Það ætti að vera forgangs- verkefni ríkisstjórnar að leita leiða til að koma í veg fyrir þetta og þá er ekki fyrsta verkefni að loka leiðum sem við kynnum að þurfa á að halda. Eins og aðild að Evrópusambandinu. Við erum ennþá í höftum og það veit enginn hvort okkur tekst að komast úr þeim af eigin rammleik, eða hvort við getum verið með frjáls og opin alþjóðaviðskipti með íslenska krónu. Á meðan ekki er búið að tryggja það er algjörlega fráleitt að loka þessum dyrum. Við gætum þurft á þessari leið að halda.” Aðspurður hvort útspil Gunnars Braga síðastliðinn fimmtudag hafi komið honum á óvart, svarar Árni Páll því játandi. „Ég lá bara uppi í rúmi, nýkominn úr nálastungum, þegar ég heyrði þetta í sexfréttun- um. Þá greip ég símann og sá að ég hafði misst af tíu símtölum og stökk á fætur,” segir hann um sín fyrstu viðbrögð. Einum og hálfum tíma síð- ar var hann svo mættur í Kastljósið að ræða ákvörðunina, ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. „Ég verð að viðurkenna að ég hélt ekki að þeir teldu sig vera í svona veikri stöðu. Að þeir gæfust upp á því að fara með málið fyrir þingið og færu í baktjaldamakk til að komast fram hjá sínum eigin þingflokkum.“ Litlir krakkar að stelast í nammi Árni Páll virðist eiginlega ennþá hálf hissa þegar hann ræðir þetta. Eins og hann eigi erfitt með að trúa því að Gunnar Bragi hafi yfir höfuð sent bréf til Evrópusambandsins. „Ég hélt þeir hefðu sjálfstraust til þess að leggja málið fyrir þing. Þar hefði það fengið sína umræðu. Ef þeir hefðu lagt mál- ið fyrir, eins og þeir sögðust ætla að gera, þá hefði stjórnarandstaðan ekki getað stoppað það. Ég held að þessi atburðarás sýni það alveg skýrt, að þegar þeir tékkuðu á þingflokkunum sínum, þá hafi komið í ljós að það var ekki meirihluti fyrir málinu. Og þess vegna var það ekki lagt fram.“ Árni Páll segir aðferðafræðina sem notuð var við að koma málinu fram hjá þinginu mjög dapurlega. Og að hún lýsi jafnframt algjörri fyr- irlitningu á þingræðinu. „Það þarf að leita aftur í leyndarhyggju kalda stríðsins til að finna fordæmi fyr- ir þessu. Ég veit ekki af hverju þess- ir menn óttast þjóð sína svona rosa- lega. Af hverju mátti ekki segja að loknum ríkisstjórnarfundi, á þriðju- deginum, að bréfið yrði sent á fimmtudag? Svarið er augljóst. Þeir vissu að þingflokkarnir myndu rísa upp og þeir vissu að þjóðin myndi rísa upp. Þeir eru eins og litlir krakk- ar að stelast í nammikrús. Þeir vita að þeir mega þetta ekki. Og öll at- burðarásin ber þess merki.“ Áhuginn á fundinum jókst Atburðir síðustu daga hafa hrist dug- lega upp í Samfylkingunni og Árni Páll hefur fundið fyrir auknum áhuga á landsfundinum um helgina. „Lands- fundurinn er inni á miðju kjörtímabili og menn ekki að búast við þingkosn- ingum á næstu vikum. Þá er alltaf erfiðara að kveikja áhuga á málum, en þetta útspil hjálpaði okkur mjög mikið,“ segir Árni Páll og hlær. Hann tekur auknum áhuga á landsfundin- um að sjálfsögðu fagnandi, þrátt fyr- ir að hann komi ekki til af góðu. „Ég hlakka bara til setningarathafnarinn- ar,“ bætir hann sposkur við. „Þetta mál snertir auðvitað sérstaka taug í flokknum. Breyttir stjórnarhættir og stjórnfesta eru hluti af grunnstoðum stefnu flokksins. Alvöru vinnubrögð. Og þetta umrædda mál snerti báðar þessar taugar. Annars vegar alþjóða- hyggjuna og Evrópustefnuna og hins vegar stjórnfestuna og hvernig á að gera hlutina.“ Að mati Árna Páls hefur barátta stjórnarandstöðunnar skilað ár- angri, því þegar þetta er ritað hafa þau svör borist að sambandið líti á stöðu Íslands óbreytta. Eins og er að minnsta kosti. En leiðtogar stjórn- arandstöðuflokkanna sendu strax skýringar til Evrópusambandsins og gerðu grein fyrir því hvernig málið kom þeim fyrir sjónir. „Það var gert til að þeir létu ekki afvegaleiðast af þessu bréfi. Þegar fólk les þetta bréf þá gæti það haldið að ríkisstjórnin hefði fullt umboð þings og þjóðar en hefði ekki stolist til að senda bréfið. Það er grund- vallaratriði að Evrópusambandið viti muninn og þess vegna þurftum við að rekja að ríkisstjórnin hefði viður- kennt að þetta mál ætti að fara fyrir þingið. Það hefði hins vegar strand- að í nefnd. Við teljum það algjörlega fráleitt gagnvart virðingu fyrir þing- ræði ef Evrópusambandið túlkar þetta sem breytingu á stöðu Íslands sem aðildarumsóknarríkis. Vegna þess að þingið er búið að ákveða að sótt verði um og þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt. Við teljum Evrópusambandið vera skuldbundið til að taka mið af því,“ segir Árni Páll. En meirihluti þingsins samþykkti það sumarið 2009 að Ísland sækti um aðild að sambandinu. Ekkert „business as usual“ Í upphafi sagði Gunnar Bragi að með bréfi sínu hefði hann núllstillt að- ildarferlið og ef ný ríkisstjórn vildi hefja viðræður að nýju væri hún á núlli. Það væri skýrt að aðildarvið- ræðum væri formlega lokið. Hann hefur hins vegar bakkað með það og viðurkennt að það sé í raun Evrópu- sambandsins að taka endanlega ákvörðun um hvernig bregðast skuli við bréfinu og hvort litið sé á það sem afturköllun á umsókninni eða ekki. Hann vonast þó til þess að Evrópu- sambandið taki mark á íslenskum stjórnvöldum. Miðað við misvísandi upplýs- ingar sem almenningur fær, breyti- legar frá degi til dags, virðist það í raun vera hálf óljóst hver staða Ís- lands gagnvart Evrópusambandinu er í dag. En hvað sem því líður þá tel- ur Árni Páll að þetta útspil komi til með að hafa áhrif á samstarf stjórn- ar og stjórnarandstöðu í þinginu það sem eftir lifir kjörtímabilsins. „Þegar ríkis stjórn sniðgengur þing með svona yfirveguðum hætti, þá verður ekkert „buisness as usual“ eftir það. Ríkisstjórnin getur ekki búist við því að geta óskað eftir samstarfi um ákveðin mál eftir svona framkomu,“ segir Árni Páll ákveðinn. Hann hljómar jafnframt vonsvikinn. Líkt og hann hefði búist við meiru. „Það er búið að afnema þingræðið á einu sviði og þá er ekki hægt að nota það á öðru. Það er búið að auka á sundr- ungina sem var engin ástæða til.“ Eftir að þessi stóru orð hafa fallið kemur þögn. Þingmaðurinn er hugsi um stund og handleikur pennann. Það heyrist í hundi gelta einhvers staðar fyrir utan og sólargeislar laum- ast feimnislega inn um gluggann. Eins og þeir viti ekki hvort þeim er óhætt að leika um skrifstofuna eða ekki. Það er langt síðan þeir hafa leikið lausum hala – án fjötra skýjahulunnar. Afhroð í síðustu kosningum Úrslit síðustu þingkosninga, árið 2013, voru Samfylkingunni mik- ið áfall og óhætt er að segja að flokkurinn hafi goldið afhroð. Fylgið fór úr tæpum 30 prósentum á lands- vísu árið 2009 í tæp 13 prósent árið 2013. Við það missti flokkurinn 11 þingmenn. Árni Páll hafði þá aðeins verið formaður Samfylkingarinnar í tæpa þrjá mánuði. „Þegar tapið verður svona mikið, þá er það vegna þess að traust hefur tapast. Slíkt traust tapast ekki á stutt- um tíma og verður ekki unnið til baka á einni nóttu. Það tekur langan tíma. Að sumu leyti tapaðist traustið vegna verka okkar í ríkisstjórn, sem voru erfið. Og að sumu leyti vegna þess að traust á stórum stjórnmálaflokkum minnkaði almennt, líkt og í öðrum löndum, og nýir flokkar urðu til,“ seg- ir Árni Páll um mikið fylgistap Sam- fylkingarinnar. „Ég held að þessar miklu fylgis- sveiflur sem við höfum verið að sjá í könnunum séu til vitnis um það að við séum ennþá í ákveðnu póli- tísku umrótsástandi í kjölfar efna- hagskreppu. Því umrótsástandi lauk alveg örugglega ekki með ósigri Samfylkingarinnar í síðustu kosn- ingum,“ segir Árni Páll og bendir á að fylgi flokksins hafi aukist tölu- vert frá síðustu kosningum, ef marka megi skoðanakannanir. Það hafi far- ið upp í 20 prósent síðasta sumar en hafi reyndar dalað aftur á síðustu mánuðum, samhliða auknu fylgi Pírata. Í síðustu skoðanakönnunum hafi fylgið verið að mælast um 16 til 17 prósent, sem sé vissulega aukning frá niðurstöðum kosninganna 2013. Kjánalegt að hugsa um kannanir „Við höfum verið að fara upp í 50 prósent meira fylgi en í kosningum, sem verður að teljast nokkuð gott, þótt það sé ekki í sömu hæðum og það var þegar best lét. Gæfa okk- ar Íslendinga er sú að hér er fylgið ekki að fara til öfgafullra popúlista- flokka, heldur til flokka sem virða meginreglur góðrar samfélagsgerð- ar. Og byggja að flestu leyti á hinni sósíaldemókratísku samfélagsgerð. Þeir eru ekki að tala fyrir niðurbroti velferðarkerfisins eða útlendinga- hatri,” segir Árni Páll um nýju flokk- ana sem orðið hafa til og sækja fylgi sitt til Samfylkingarinnar. „Stóra fréttin er í rauninni sú að ríkisstjórnin fór mjög snemma niður fyrir 40 prósent og er þar alltaf. Þannig að umbótaöflin sem starfa mjög þétt og vel saman í þinginu í dag, hafa í meira en ár verið með 60 prósenta fylgi í könnunum.“ Árni Páll segir það engu að síður mikilvægt á þess- um tímum að hugsa ekki of mikið um skoðanakannanir. Sérstaklega ekki frá degi til dags. „Ef menn ætla að elta þær á svona umrótstímum þá enda menn bara kjánalegir úti í mýri.“ Vill ekki gefa sér einkunn Árni Páll er sáttur við verk sín sem formaður fram að þessu og segist finna fyrir góðum stuðningi innan úr flokknum. „Fólk tjáir efasemdir ef því finnst eitthvað sem ég segi ekki rétt eða orka tvímælis, en að sama skapi er það líka duglegt að hrósa manni ef það er ánægt. Ég fæ því mikið að- hald. Það er mjög gaman að vera for- maður í Samfylkingunni,“ segir hann einlægur. Enda hefur hann því ósk- að eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn. Framan af leit út fyrir að Árni Páll yrði einn í framboði, en á fimmtudagskvöld, rétt áður en blað- ið fór í prentun, lýsti Sigríður Ingi- björg Ingadóttir því óvænt yfir að hún hygðist bjóða sig fram til formanns. Aðspurður hvernig hann búi sig und- ir mótframboð segir hann: „Lýðræðið hefur sinn gang. Það verður að koma í ljós hvað gerist. Ég hef viljað tryggja að Samfylkingin sé breiður flokk- ur sem skírskoti til ólíkra hópa og að allur sá fjölbreytti hópur sem hefur staðið að Samfylkingunni geti áfram átt heimili sitt í henni og helst fleiri.“ Við þetta má bæta að samkvæmt nýj- um reglum Samfylkingarinnar eru í raun allir í kjöri á fundinum. Þegar blaðamaður biður Árna Pál um að gefa sér einkunn sem formað- ur, skellir hann upp úr. Hann hag- ræðir sér í stólnum áður en hann svarar eins og sönnum pólitíkusi sæmir. „Ætli það sé ekki annarra að dæma hvernig ég hef staðið mig sem formaður. Og einkunnin verður auð- vitað gefin í þingkosningunum 2017.“ Er ekki stóri gerandinn Aðspurður hvort hann taki því þá aldrei persónulega þegar Samfylk- ingin kemur illa út úr skoðana- könnunum, svarar Árni Páll því neit- andi. „Auðvitað gleðst ég yfir góðri könnun, klíp mig í handarbak- ið og minni mig á að þetta sé bara könnun. Og auðvitað pirrast ég yfir lélegri könnun en klíp mig þá líka í handarbakið og minni mig að þetta sé könnun. Mín sjálfsmynd að þessu leyti mótaðist snemma í hruninu,” segir Árni Páll, en þá tók hann við ver- kefni sem ekki var mjög öfundsvert. „Ég varð félagsmálaráðherra við mjög erfiðar aðstæður. Þurfti að skera niður í útgjöldum til velferðarmála og atvinnuleysi jókst um eitt pró- sentustig á mánuði. Ég hugsaði með mér um leið og ég tók við þessu emb- ætti að það væru allar líkur á því að ég yrði ekki endurkjörinn á þing. Ég ætti bara að búa mig undir það. Ver- kefnið væri þess eðlis. Reiði fólksins var óhjákvæmilega oft beint að mér, en eitt af því fyrsta sem ég áttaði mig á var að það skipti ekki máli hver væri í þessari stöðu, verkefnin væru þau sömu. Þetta snerist ekki persónulega um mig. Höfuðlöstur stjórnmála- manna er að halda að allt snúist alltaf um þá. Þeir vakna og sofna með sjálf- an sig í hausnum. Ég hefði aldrei lif- að af þennan tíma í félagsmálaráðu- neytinu ef ég hefði litið svo á að ég væri stóri gerandinn í þessum mál- um.“ Hann segir að það sé svipað með skoðanakannanir. Hann sofi alveg ró- legur yfir þeim. „Ég er tilbúinn að taka þeim dómi sem flokksmenn leggja á mín störf.“ Árni Páll bendir á að hann hafi fengið mjög sterkt umboð til að leiða flokkinn á landsfundinum 2013, eða 63 prósent atkvæða, þegar Guð- bjartur Hannesson var í framboði á móti honum. „Þá var alvöru barátta í formannskjörinu, en ég einsetti mér það eftir þá niðurstöðu að það skipti miklu máli að flokkurinn stillti saman strengi. Það hefur tekist og flokkurinn náði vopnum sínum í sveitarstjórnar- kosningunum í kjölfarið.“ „Ég hafði skýrar hugmyndir um hvernig mér fyndist flokkurinn eiga að þróast og mér fannst ég skulda sjálfum mér og öðrum að leggja þær fram af krafti. Þess vegna fór ég vítt og breitt um land og talaði við flokksfólk hvar sem færi gafst. Ef maður hefur sterka sannfæringu fyrir einhverju á maður að leggja sig allan fram.“ Áhyggjulaus afi Árni Páll verður fimmtugur á næsta ári, en segist alls ekki hræddur við að eldast, enda sé aldur bara hugar- ástand. „Ætli ég sé ekki svona 35 ára,“ segir hann sposkur þegar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Þegar ríkisstjórn sniðgengur þing með svona yfirveguð- um hætti, þá verður ekk- ert „buisness as usual“ eftir það. Erfiður tími Þegar Árni Páll gegndi starfi félagsmálaráðherra leið honum á hverjum degi eins og hann væri að sökkva. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.