Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 20.–23. mars 201540 Skrýtið Sakamál „Úps, ég gerði það aftur“ n Lukasz sagði „lífið er dásamlegt“ n skömmu síðar var hann liðið lík e f fer sem horfir mun Joanne Dennehy gefa upp öndina á bak við lás og slá. Robin Spencer, dómarinn sem kvað upp dóminn, hafði á orði að morðkvendið, sem varð þremur mönnum að bana, væri „grimmur, skipulagður, síngjarn og stjórnsamur raðmorðingi“. Robin Spencer úrskurðaði í máli Joanne föstudaginn 27. febrúar 2014. Skoðun hans var sú að glæpir hennar væru einstaklega alvarlegir og með því að kveða upp dóm sinn varð hann fyrsti dómari Bretlands til að dæma konu í lífstíðarfangelsi – bókstaflega, því hann mæltist til þess að hún fengi aldrei um frjálst höfuð strokið á ný. Komst á bragðið Joanne framdi morðin í Peters- borough í Cambridgeskíri í mars árið 2013. Fórnarlömbin, þrír karl- menn, voru öll stungin til bana. Líkamsleifar þeirra fundust í ræs- um og skurðum fyrir utan Peters- borough. Ekki var mikla iðrun að sjá á Joanne við réttarhöldin. Hún brosti sínu breiðasta og spjallaði við þrjá samverkamenn sína, sem einnig fengu dóm. Spencer upplýsti að sálfræðing- ur hefði rætt við Joanne, sem þá var 31 árs og tveggja barna móðir. Hún sagði sálfræðingnum að hún hefði framið morð „til að komast að því hvort ég væri jafn köld og ég hélt. Síðan breyttist það og ég komst á bragðið.“ Þrír menn á tíu dögum Að sögn lá „kvalalosti“ að baki ódæðum Joanne og á tíu daga tímabili í mars 2013 varð hún þremur mönnum, sem hún þekkti, að bana í Petersborough. Síðan lá leið hennar til Hereford þar sem hún lagði til tveggja karlmanna á innan við níu mínútum. Í þeim til- vikum var um ókunnuga menn að ræða. Fyrir dómi játaði Joanne hik- laust á sig þrjú morð og tvær morð- tilraunir. Játningin kom Maríu, systur Joanne, ekki á óvart: „Ég held hún hafi gert það til að hafa stjórn á aðstæðum. Hún vill að fólk viti að það er hún sem ræður för.“ „Lífið er dásamlegt“ Fyrsta fórnarlamb Joanne var 31 árs pólskur maður, Lukasz Slaboszewski. Joanne sendi honum smáskilaboð með fögrum fyrirheit- um og lokkaði hann þannig á afvik- inn stað í Petersborough. Lukasz, sem þá var farinn að líta á Joanne sem kærustu sína, varð svo himin- lifandi að hann sendi vini sínum smáskilaboð: „Lífið er dásamlegt.“ Kannski var líf Lukasz dásamlegt en þennan dag styttist það heldur í annan endann. Lík hans var sett í hjólbörur og því síðar fleygt í ræsi þar sem það svo fannst. Gljádoppukjóll Joanne var sennilega komin á bragðið þegar þarna var kom- ið sögu því ekki liðu margir dagar þangað til hún myrti samleigj- anda sinn, John Chapman, með vasahníf. John var stunginn einu sinni í hálsinn, tvisvar í hjartað og þrisvar í bringuna. „Úps, ég gerði það aftur,“ sagði hún við einn samverkamanna sinna eftir morðið. Þriðja fórnarlambið var leigusali hennar og yfirmaður, Kevin Lee. Beitan í hans tilviki var kynferðis- leg greiðvikni. Lík Kevins fannst í skurði, íklætt gljádoppukjól með opið bak. Að mati Spencers dómara var um að ræða „endanlega niður- lægingu“ Kevins. Tvær morðtilraunir Sem fyrr segir lá leið Joanne síðan til Hereford og 2. apríl stakk hún Robin Bereza í bakið og níu mínút- um síðar fékk John nokkur Rogers að finna fyrir hnífsblaði Joanne. John var við dauðans dyr er Joanne fór af vettvangi með hund hans í eftirdragi. Robin og John var báð- um lífs auðið. Í bréfi sem Joanne skrifaði örlaði hvergi á iðrun vegna morðanna, en hún hafði þó á orði að morðtil- raunirnar tvær mætti rekja til „öl- æðisgrimmdar“ og „virðingarleysis gagnvart mannslífum“. Við réttarhöldin kom fram að tíðindi þess efnis að lögreglan leitaði hennar hefðu fyllt Joanne spennuþrunginni ánægju. Samverkamenn Joanne hlutu misþunga dóma. Gary Stretch, sem hjálpaði Joanne að losna við öll líkin, fékk lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 19 ára afplánun. Hann var einnig við- riðinn morðtilraunirnar tvær í Her- eford. Leslie Layton fékk 14 ára dóm og sá þriðji, Robert Moore, fékk þriggja ára dóm fyrir aðild sína. n Fórnarlömb Lukasz, John og Kevin þekktu morðingja sinn. „Hún sagði sálfræðingnum að hún hefði framið morð „til að komast að því hvort ég væri jafn köld og ég hélt. Síðan breyttist það og ég komst á bragðið“. Joanne Dennehy „Grimmur, skipulagður, síngjarn og stjórnsamur raðmorðingi“ að mati dómarans. Mecca Spa • Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 564-1011 Láttu þér líða vel Opið alla páskana Skírdag 10-16 Föstudaginn langa 10-16 Laugardaginn 9-18 Páskadag 10-16 Annar í páskum 10-16 meccaspa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.