Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 20.–23. mars 201552 Menning Gagnslaus hönnun fyrir betri framtíð V ið gerum ráð fyrir að hönnun eigi að vera gagn- leg, en þegar maður hann- ar eitthvað sem virkar gagnslaust platar það fólk og skýtur því skelk í bringu. Þetta magnar tilfinningalegu tengslin við hönnunina. Smám saman ger- um við okkur grein fyrir því að þetta var ekki gagnslaust held- ur fólst gagnið í því að hönnun- in vakti okkur til umhugsunar,“ segir Anthony Dunne, einn að- alfyrirlesara á Hönnunarmars. Dunne skipar helming hins fram- sækna hönnunarteymis Dunne & Raby ásamt eiginkonu sinni, Fionu Raby. Gagnrýni í gegnum hönnun Ólíkt flestum vöruhönnuðum sem gera neysluvörur straumlínulag- aðri, notendavænni, hagkvæmari og söluvænlegri reyna Dunne og Raby þvert á móti að vekja fólk til umhugsunar um hönnunina sjálfa, samfélagið og samtímann, hönnun sem miðar ekki að því að leysa vandamál og fá fólk til að kaupa vörur heldur að spyrja spurninga. Þessa iðju tók Dunne upp eft- ir hefðbundið hönnunarnám og stutt stopp hjá Sony Design í Jap- an. Um miðjan tíunda áratuginn, þegar þau höfðu bæði fengið stöðu við Royal College of Arts í London, tóku hjónin að nefna þessa aðferðafræði sína „gagnrýna hönnun“ (e. Critical design). „Í grunninn þýðir það að nota hönnun til að spyrja gagnrýnna spurninga um tækni. Til dæmis var eitt af fyrri verkefnunum okk- ar aukahlutur fyrir farsíma. Í stað þess að reyna að svara því hvern- ig við gætum gert símann not- endavænni, aukið aðdráttarafl hans eða jafnvel gert hann hag- kvæmari í framleiðslu, spurðum við hvaða áhrif bylgjurnar sem koma frá honum hafa á líkamann og hvort fólk vissi yfirhöfuð að sím- ar geisluðu frá sér orku? Við ákváð- um að hanna tæki sem gerði þessa ósýnilegu geislun sýnilega, og það átti að vekja fólk til vitundar svo það gæti rökrætt málið. Þannig að við notum tungumál hönnunar: neysluvara, húsgagna, klæðnað- ar og aðdráttarafl hönnunarinnar til að draga fólk inn og heilla það, en við erum að spyrja spurninga eða jafnvel ögra fólki til að velta sér upp úr erfiðum hugmyndum,“ seg- ir Dunne. Tækið sem Dunne nefnir var hluti af Lyfleysuverkefninu (e. Placebo project), sem eins og nafnið gefur til kynna var röð hönnunarafurða sem virkuðu eins og lyfleysur gegn vandamál- um samtímans. „Hönnun er tak- mörkunum háð og einnig við sem einstaklingar. Svo hvað gat mað- ur gert ef maður áleit rafsegul- bylgjur vandamál þarna í kringum aldamótin? Maður gat ekki bara slökkt á símasendunum eða fram- leitt eigin síma, en maður gat leitt þessi mál fyrir sjónir almennings. Að þessu leyti er þetta ákveðinn aktívismi. Þetta snýst um að gera heiminn að betri stað. En frekar en að einbeita sér að því að breyta efnisheiminum snýst þetta um að breyta viðhorfum, skoðunum, gildum og hugmyndum – að hafa áhrif á hugsun fólks. Og ef hugur fólks fyllist af áhugaverðum hug- myndum mun betri heimur leiða af því,“ segir Dunne. n Okkur dreymir ekki lengur, við bara vonum, að sögn Anthony Dunne Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Höfum frelsi til að móta framtíðina Ant- hony Dunne flutti fyrirlestur um hönnun fyrir mögulegar framtíðir á Hönnunarmars. Mynd SiGtryGGur Ari Of fjölmenn framtíð Í þessu verkefni gera Dunne & Raby ráð fyrir að stjórnvöld- um heims takist ekki að leysa matarskort mannkyns og því þurfi einstaklingar að finna nýjar leiðir til að afla sér mata. Innblásin af meltingarferlum ýmissa dýra þróuðu þau tæki sem gætu nýst við fæðuöflun mannkyns í framtíðinni. Stíga út fyrir þægindarammann rökkurró fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, Innra, með tónleikum á föstudagskvöld Þ etta er fyrsta platan þar sem textanir eru mestmegnis á ensku og okkur langaði að nafnið á plötunni gæti svo gott sem skilist á báðum tungumál- um. Lengi vel var eina orðið sem okkur datt í „best“ en það var aug- ljóslega aldrei að fara að gerast,“ segir Árni Þór Árnason, gítarleikari hljómsveitarinnar Rökkurró, sem fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, „Innra“, með tónleikum á skemmtistaðnum Húrra á föstu- dagskvöld klukkan 21.00. Innra hefur hlotið góðar viðtökur gagn- rýnenda og er hljómsveitin meðal annars tilnefnd til Menningarverð- launa DV 2014 fyrir plötuna. Tónlist sveitarinnar hefur hingað til verið viðkvæm og lág- stemmd jaðarpopptónlist en nú hefur hljóðheimurinn stækkað, orðið rafrænni og fjölbreyttari. „Áður vorum við einhvern veginn að reyna að vinna innan einhvers ákveðins ramma, hugmyndar eða ímyndar í kollunum á okkur um það hvernig hljómsveit Rökkurró væri. Við hefðum til dæmis aldrei leyft okkur að setja „afróbít“-kafla í lag á fyrri tveimur plötunum sem er raunin á þessari. Sömuleiðis hafði okkur lengi langað að prófa okkur áfram í raftónlist en svolítið látið það stoppa okkur að enginn okkar væri sérfræðingur í slíku og það væri á skjön við „soundið“ okkar,“ segir Árni. Hér sleppti hljómsveitin hins vegar af sér beislinu og þakkar Árni það meðal annars upptökustjóran- um Helga Hrafni Jónssyni, en plat- an var tekin upp í hljóðveri Helga og eiginkonu hans, Tinu Dico, í Danmörku. „Helgi hjálpaði okkur alveg ótrúlega mikið og ekki síst með það að vera óhrædd við að stíga út fyrir þægindarammann og viðurkenna fyrir sjálfum okkur að við værum að gera popptónlist. Markmiðið var að hreyfa við sem flestum hlustendum. Ef það yrði talið popp þá var það líka bara allt í lagi.“ Ítarlegra viðtal við Árna Þór má finna á dv.is/menning. n kristjan@dv.is Fjölbreyttari en fyrri plöturnar Árni Þór segir að við gerð plötunnar hafi Rökkurró þurft að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún væri að gera popptónlist. Mynd SKjáSKOt Metsölulisti Eymundsson 11. mars –17. mars 2015 Íslenskar kiljur 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ViðDavid Nicholls 4 AfturganganJo Nesbø 5 AlexPierre Lemaitre 6 NáðarstundHannah Kent 7 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 8 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson 9 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 10 Kamp KnoxArnaldur Indriðason Allar bækur 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ViðDavid Nicholls 4 AfturganganJo Nesbø 5 Meðvirkni - Orsakir, einkenni, úrræði Ýmsir höfundar 6 AlexPierre Lemaitre 7 KortAleksandra Mizielinscy/ Daniel Mizielinscy 8 Náðarstund kiljaHannah Kent 9 Öræfi kiljaÓfeigur Sigurðsson 10 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.