Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 28
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 28 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 20.–23. mars 2015 Já, við erum skilin Það eru sveiflur í þessu Passíusálmarnir eru björg- unarsálmar Stöndum fyrir utan óvissuleiðangur ESB Alma Dögg Torfadóttir er ófrísk og einstæð. – DV Haraldur Briem segir bóluefnið hafa virkað illa á Íslendinga. – DV Séra Vigfús Þór biðlar til björgunarsveitarfólks um að lesa Passíusálmana. – DV A llt frá því að lagt var af stað í þá vegferð að sækja um að- ild að Evrópusambandinu árið 2009 hefur verið afar illa haldið á þeim málum. Út- spil ríkisstjórnarinnar í liðinni viku er þar engin undantekning. Ekki virðist liggja skýrt fyrir innan stjórnarflokk- anna hvort að með bréfi utanríkis- ráðherra til Evrópusambandsins hafi aðildarumsókn Íslands formlega ver- ið afturkölluð. Talsmaður stækkunar- stjóra ESB hefur lýst því yfir að afstaða sambandsins sé sú að það hafi ekki verið gert. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, að stórum hluta sömu flokka og töldu að það bryti ekki í bága við þings- ályktun þáverandi ríkisstjórnar að hætta viðræðum við ESB í ársbyrj- un 2013 án samráðs við utanríkis- málanefnd, hafa verið fyrirsjáanleg – og verða seint talin einkennast af hófstillingu. Formanni Samfylkingar- innar hefur þannig tekist að saka ut- anríkisráðherra um „landráð“ þrátt fyrir að hann telji að aðildarumsóknin sé í reynd enn í „fullu gildi.“ Ekki verð- ur séð hvernig báðar fullyrðingar geta staðist. Á sama tíma og þessi umræða stendur yfir á Alþingi þá fer minna fyr- ir efnislegri umræðu um hvort Ísland eigi yfirhöfuð erindi í Evrópusam- bandið – og þar með upptöku evru – í náinni framtíð. Sú staða þjónar hins vegar hinum fáu talsmönnum aðildar að ESB vel um þessar mundir. Yfirlýs- ing um aðild að ESB og í kjölfarið upp- töku evru átti á sínum tíma að vera „töfralausn“ við efnahags- og fjár- málalegum óstöðugleika. Sex árum síðar er ljóst að slíkar yfirlýsingar voru í besta falli hlægilegar. Upptaka evrunnar hefur framkall- að alvarlegustu kreppu Evrópusam- bandsins frá stofnun þess – og engin lausn er í sjónmáli. Hinn sameigin- legi gjaldmiðill hefur magnað skulda- kreppu einstakra aðildarríkja sam- bandsins og gert að pólitískum og efnahagslegum vanda fyrir allt mynt- bandalagið. Sú skoðun var áður ríkj- andi á meðal forystumanna Evrópska seðlabankans að greiðslujafnaðar- vandi, líkt og sá sem Ísland hefur glímt við frá bankahruninu, myndi ekki skipta máli hjá aðildarríkjum evru- svæðisins. Þeir höfðu stórkostlega rangt fyrir sér. Reynsla Kýpverja, sem þurftu í árs- byrjun 2013 að setja víðtækar höml- ur á fjármagnshreyfingar á milli landa og úttektir af bankainnstæðum, sýnir glögglega að losun fjármagnshafta á Íslandi tengist ekki gjaldmiðilsvanda vegna krónunnar. Á sama tíma og út- lit er fyrir að Ísland sé að stíga afger- andi skref úr viðjum hafta eru raun- verulegar líkur á því að fleiri evruríki – einkum og sér í lagi Grikkland – verði nauðbeygð til þess á komandi misserum að kynna til sögunnar fjár- magnshöft í því skyni að koma í veg fyrir að skarpt útflæði fjármagns sem muni að lokum orsaka djúpstæða fjár- málakreppu. Allar evrur eru nefnilega ekki jafnar þegar á reynir. Aðeins þeir sem kjósa að setja kík- inn fyrir blinda augað geta haldið því fram að það hafi ekki verið meirihátt- ar pólitísk og hagfræðileg mistök að stofna til evrópska myntbandalagsins. Stefnusmiðir á evrusvæðinu standa frammi fyrir fordæmalausri áskorun á komandi árum. Hin alþjóðlega fjár- málakreppa varpaði ljósi á kerfislæga galla evrunnar – og þeir verða ekki leystir í bráð. Eigi myntsvæðið að geta lifað af í óbreyttri mynd þarf að koma á fót pólitísku sambandsríki. Slíkur leiðangur mun ekki njóta stuðnings hins lýðræðislega vilja almennings í Evrópu. Ráðamenn á evrusvæðinu eru á milli steins og sleggju. Hagsmunir Íslands felast hins vegar óumdeilanlega í því að standa fyrir utan þann óvissuleiðangur í fyrir- sjáanlegri framtíð. Ísland yrði jaðar- ríki í slíku bandalagi. Uppbygging hagkerfisins er einfaldlega með þeim hætti – og breytist ekki við það eitt að taka upp evru – að það er mikil- vægt að Íslandi búi við sveigjanlegt gjaldmiðlakerfi þar sem gengið getur aðlagað sig þegar framboðsskellur verður í hinum hlutfallslega fáu út- flutningsgreinum þjóðarbúsins. Ís- land verður aldrei Þýskaland enda hefur hagsveiflan hér á landi lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarna- ríkjum evrusvæðisins. Þegar alvarleg efnahagsáföll koma upp þá verður Ís- land fast í spennitreyju myntbanda- lags þar sem úrræði stjórnvalda munu einskorðast við aukið atvinnuleysi og launalækkanir með handafli. Tíma alþingismanna yrði bet- ur betur varið í umræður um óleyst vandamál heima fyrir en tilgangslaust karp um misráðna aðild að Evrópu- sambandinu. n Ekki sigurstrangleg Fyrirfram var talið að lands- fundur Samfylkingarinnar yrði í daufara lagi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hleypti fjöri í leikinn þegar hún tilkynnti óvænt í gær, fimmtudag, um formannsfram- boð sitt gegn Árna Páli Árnasyni. Sigríður Ingibjörg gæti feng- ið nokkuð fylgi á fundinum, en afar ólíklegt er talið að hún muni vinna formanninn. Þótt Árni Páll sé ekki óumdeildur innan Sam- fylkingar á hann samt stóran hóp sem mun eflaust fylkja sér um hann. Einnig verður að taka með í reikninginn að innan Samfylk- ingarinnar er Sigríður Ingibjörg jafnvel umdeildari en formað- urinn. Hvað gerir Ari? Í viðskiptalífinu velta menn því fyrir sér hvað Ari Edwald taki sér fyrir hendur á næstunni, nú þegar hann er laus undan skyld- um forstjóra fjöl- miðlafyrirtækis- ins 365. Ari er lögmaður og er byrjaður að praktísera sem slíkur, en þó eiga margir von á að hann hafi áhuga á forstjórastarfi í fyrirtæki, bjóðist það á næstunni. Óvissuferð Illuga Ferð Illuga Gunnarssonar mennta- málaráðherra til Kína hefur vak- ið upp spurningar. Eyjan.is sagði frá því á þriðjudag að ferðin stæði fyrir dyrum en að ekki hefðu fengist upplýsingar um tilgang hennar, dagskrá né föru- neyti ráðherrans. Einkennilegt þykir að ekki liggi fyrir dagskrá ferðar af þessu tagi þremur dögum áður en haldið skal af stað en ráðherra held- ur til Kína í dag. Upplýsingar um dagskrá ferðinnar komu svo loks frá menntamálaráðuneytinu í gær, fimmtudag. Hinni formlegu heimsókn lýk ur 26. mars. Margir halda um ráðherrapennann Menn hafa velt fyrir sér samráð- inu sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafði við ráða- menn í Brussel um ritun og efni uppsagnarbréfs- ins fræga. Nefndi hann að háttsett- ir embættismenn sínir hér innan- lands hefðu kom- ið þar nærri. Á fundi Viðreisnar- manna í vikunni var því hvíslað að enn einn kunnur áhrifamaður hér á landi hafi komið nærri ritun bréfsins. Sá heitir Eiríkur Svavars- son, lögfræðingur og Indefence- maður. Nú síðast hefur nafn hans tengst ríflegum opinberum styrkjum til Matorku sem hann á hlut í ásamt konu sinni. Á að selja áfengi í matvörubúð- um eða ekki? Áhugaverð spurning. En henni ætla ég ekki að svara í þessum stutta pistli. Þess í stað langar mig örlítið að fjalla um ákvörðunarferlið sjálft, þ.e. hvernig við myndum svara spurn- ingunni á sem lýðræðislegastan hátt. Í sjálfu sér má taka fyrir eitt- hvert annað mál en þetta er tekið fyr- ir vegna þess að flestir hafa skoðun á því sem byggir yfirleitt á misjöfnum forsendum, viðhorfum og fjölbreyttu gildismati fólks. Þannig er með málavexti að svona ákvarðanir eru teknar af 63 þing- mönnum sem starfa á Alþingi. Ákvarðanir sem þessar eru sum sé teknar af fólki sem hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að bjóða sig fram í alþingiskosningum og ná þannig nógu mörgum atkvæðum til að verða ýmist þingmaður eða ráð- herra. Þetta er hins vegar eina fólkið sem tekur þátt í ákvörðuninni. Með öðr- um orðum, til þess að hafa nokkuð að segja um það hvort áfengi skuli selt í matvörubúðum eða ekki, þarf mann- eskja að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hún þarf að mynda sér skoðun í öllu sem spyrli í fréttaskýringa- þætti gæti dottið í hug að spyrja um. Ömur leg skoðun er þá jafnan skárri en engin skoðun. Hún þarf að segja upp í vinnu sinni, eða hætta í skóla og hefja fullt starf við að meðal annars sökkva sér inn í alls konar málefni svo sem utan- ríkismál, samgöngur, auðlindamál og náttúruvernd. Hún þarf að verða opinber persóna sem allir vita hver er, með allri þeirri félagslegu fötlun sem frægðinni fylgir. Uppfylli hún ekki að minnsta kosti þessi skilyrði er hún sjálfkrafa úr leik og fær engu að ráða um áfeng- issölu í matvöruverslunum, sama hversu vel hún hefur kynnt sér efnið og sama hversu vel hún getur rök- stutt sína skoðun. Upplýst skoðun Nú getur manneskja sem hyggst starfa við að taka ákvarðanir fyrir hönd annarra vel sætt sig við þessi skilyrði, enda verða þau til við það að fólk bjóði sig fram og beinlínis sækist eftir völdum. Þegar 63 mann- eskjur taka ákvarðanir fyrir 240.000 manneskjur er eðlilegt að þær búi við fyrrgreindar kröfur og svari oft og ítarlega fyrir skoðanir sínar og ákvarðanir. En ekkert af þessu er á neinn hátt nauðsynlegt til þess að mynda sér upplýsta skoðun á afmörkuðu máli eins og því hvort áfengi skuli selt í matvörubúðum. Hvort áfengi skuli selt í matvörubúðum er í megin- atriðum ein spurning sem ekki þarf heilan starfsframa og margra ára sviðsljós fjölmiðla til að svara fyrir sjálfan sig. Þegar atkvæðisvægið er í beinu hlutfalli við þann fjölda sem þola þarf ákvörðunina er enn frem- ur engin sérstök þörf á neins konar pólitísku aðhaldi nema í formi upp- lýstrar umræðu. Enn fremur má gera ráð fyrir því að venjulegt fólk kæri sig ekkert um að búa við fyrrgreindar aðstæður til þess eins að taka ákvörðun sem þessa. Venjulegt fólk með skoðun á einstaka málefni vill geta notið einkalífs, starfað við það sem því sýnist og skipulagt tíma sinn sjálft. Almennt hefur fólk engan áhuga á því að verða að umdeildum, opin- berum persónum, jafnvel þótt það hafi mjög sterkar, vel upplýstar og vel rökstuddar skoðanir. Gjá milli þings og þjóðar Það er því óeðlileg krafa á hendur þeim sem vilja taka sinn litla þátt í ákvörðunarferli um mál sem þessi, að þau sigri í kosningum til þess að öðlast þann rétt. Hér liggur nefni- lega einn stærsti galli fulltrúalýð- ræðisins; þverskurður þjóðarinnar hefur engan sérstakan áhuga á völd- um og því er ekki við því að búast að valdhafar almennt séu þverskurður þjóðarinnar, jafnvel í lýðræðisríki. Það er óháð því hvort frambjóðend- ur sækist eftir völdum í þágu þjóðar eða eigin hagsmuna. Með hliðsjón af fyrrgreindu ætti það í rauninni ekki að koma nein- um á óvart að viðvarandi gjá sé milli þings og þjóðar, jafnvel þegar hið stjórnmálalega loftslag er tiltölulega friðsælt. Af þessu leiðir að þjóðaratkvæða- greiðslur ættu ekki bara að vera ein- hvers konar öryggisventill á Alþingi, né þess þá heldur áfellisdómur yfir störfum þess, heldur ættu þjóðar- atkvæðagreiðslur að vera tiltölu- lega algengur og eðlilegur hluti ákvörðunarferlisins sjálfs. n Málskotsréttur þjóðarinnar; ekki bara öryggisventill„En ekkert af þessu er á neinn hátt nauðsynlegt til þess að mynda sér upplýsta skoðun á afmörkuðu máli eins og því hvort áfengi skuli selt í matvörubúð- um. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata Kjallari Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is „Sex árum síðar er ljóst að slíkar yfir- lýsingar voru í besta falli hlægilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.