Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 20.–23. mars 2015 Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum Augnhvilan Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn. Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun. S tundum einset ég mér að reyna að forðast fréttir, láta ekki pexið í samfélaginu spilla fyrir öðru. Þannig var það snemma í síðustu viku, en þá hringdi Karl Ágúst Úlfsson og bað mig að koma í vikulokin og taka þátt í spjalli um tíðindi vik- unnar, á sjónvarpsstöðinni Hring- braut. Eftir að hafa samþykkt að taka þátt sá ég að ég yrði að skoða hvað um væri að vera. Í Moggan- um sá ég athyglisverða frétt um að trúlega væri mikilla tíðinda að vænta á fundi sem stæði fyrir dyr- um með utanríkisráðherra Íslands og forystu ESB. Var helst á Mogg- anum að skilja að þar ætti að rifta aðildarumsókn Íslands. Þetta þótti mér undarlegt, því ég hafði talið eins og allir aðrir að þetta væri málefni fyrir Alþingi að ákveða. Og þar sem enginn annar miðill var með fréttina þótti mér senni- legast að hér hefði eitthvað skolast til. Sólarhring seinna var „Evrópu- vaktin“, sem berst gegn ESB, með sömu frétt. Enn leið hátt í sólar- hring áður en þessi boðuðu tíðindi gerðust, og fyrst þá fengu þing- menn að vita hvað væri í gangi – líka stjórnarþingmenn, eins og fram kom í útvarpsspjalli við Brynjar Níelsson um helgina. Með öðrum orðum: Stórtíðindi voru í vændum, en enginn fékk að vita neitt, nema ritstjórn Mogg- ans. Þar á bæ fengu menn fyrr að vita hvað stæði til en þingflokkarn- ir; ritstjórn Morgunblaðsins hefur trúlega verið höfð meira með í ráð- um en Bjarni Ben, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Við munum standa við það“ Talandi um Bjarna Benediktsson: Ég á það örugglega sameiginlegt með meirihluta landsmanna að hafa virst hann heldur geðþekkur og traustvekjandi maður. Þess vegna er mér enn alveg ómögulegt að skilja hvernig honum dettur í að ætla að ganga í berhögg við yfirlýsta svardaga sína – klár lof- orð – um að þjóðin fengi að ráða þessu máli í atkvæðagreiðslu. Ég hef heyrt menn tala eins og orð hans hafi verið oftúlkuð, og hann jafnvel sjálfan segja eitthvað um „óheppilegt orðalag“ eða eitthvað í þá veru. En öfugt við margfrægt bréf utanríkisráðherrans voru orð Bjarna fyrir kosningar „laus við tafs“ eins og segir í frægu kvæði. Hann sagði: „Í Evrópusambandsmálinu munum standa við það sem við höfum ályktað, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla. Hún gæti farið fram á fyrri hluta þessa kjör- tímabils … En við munum standa við það, að hlusta eftir því sem fólkið í landinu vill.“ (BB) „Við munum standa við það!“ Skýrara verður það ekki. Í átta hundruð ára bókmennta- sögu þjóðarinnar hefur orðheldni jafnan verið talin til höfuðdyggða, flokkuð með drengskap, en ekkert hefur þótt meira einkennandi fyrir óhreint hugarfar en að ganga á bak orðum sínum. Hve oft hefur mað- ur ekki bæði heyrt og lesið um mannkostamenn sem hefur verið lýst með orðunum: „Ef hann sagði eitthvað, þá gátu allir ábyrgst að það myndi standa.“ Í gömlum bók- um eru mörg dæmi um menn sem fyrr vildu fórna lífinu en lifa við þá skömm að hafa ekki staðið við lof- orð sín. Ég skil ekki hvaða nauðsyn, hvaða hagsmunir það geta verið, eða hvaða neyð það er, sem rekur þennan ágæta dreng Bjarna Ben til þeirra örþrifa að fórna mann- orði sínu svona rækilega, og það snemma á sínum ferli. Því auð- Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Reykjavíkurbréf“ Bjarni Benediktsson „Ég á það örugglega sam- eiginlegt með meirihluta landsmanna að hafa virst hann heldur geðþekkur og traustvekjandi maður.“ Mynd Sigtryggur Ari „Ég skil ekki hvaða nauðsyn, hvaða hagsmunir það geta verið, eða hvaða neyð það er, sem rekur þenn- an ágæta dreng Bjarna Ben til þeirra örþrifa að fórna mannorði sínu svona rækilega, og það snemma á sínum ferli. Því auðvitað munu þessi kláru svik fylgja honum ævina á enda; í hvert sinn sem spurt verður hvort honum sé treystandi verður þetta tínt til. „Það er dauði og djöfuls nauð að dyggðum snauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. (Bólu- Hjálmar),“ segir Hulda Vatnsdal um frétt þess efnis að fyrirtæki tengd fjölskyldu Bjarna Benediktsson- ar fjármálaráðherra hafi á undanförnum misserum landað stórum samningum við ríkið. „Hann verður ekki framseldur, gott að búa á Íslandi hjá hinum glæpamönnun- um!“ segir Fjóla Lárusdóttir um að Alfreð Örn Clausen hafi verið kærður fyrir dólgslæti í flugvél. Málið tengdist frétt þess efnis að Alfreð hefði verið eftirlýstur af lögregluyfirvöld- um í Bandaríkjunum fyrir að hafa svikið milljarða af fólki í Kaliforníu. „Voru þau rekin fyrir að leggja ólöglega í bíla- stæðin?“ spyr Sigurlaug Helga guð- mundsdóttir um frétt þess efnis að hjónunum Ósk Norðfjörð og Sveini Elíasi Elíassyni hafi verið vísað frá æfingum í líkamsræktarstöð World Class í Laugum. „Bent nálgast," skrifar guðmundur Valdimarsson um frétt DV um að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson verði kærður fyrir líkamsárás. Hann er sagður hafa veist að Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu. 19 12 21 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.