Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 20.–23. mars 201518 Fréttir F ramsóknar- og flugvallarvinir í Reykjavík telja að svör við fyrirspurnum kjörinna full- trúa innan borgarkerfisins sé svarað allt of seint. Fulltrúar Fram- sóknar og flugvallavina í borgar- stjórn biðu í rúma fjóra mánuði eft- ir svörum við tveimur fyrirspurnum flokksins í skóla- og frístundaráði frá fulltrúa flokksins, annars vegar varðandi notkun skólabúninga í skólum borgarinnar og hins vegar varðandi prentkostnað. „Þetta tefur fyrir því að sveitar- stjórnarmenn geti sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu og stefnumót- unarvinna þeirra líður fyrir það að svör við fyrirspurnum berast eins illa og seint og raunin er,“ segja full- trúar flokksins í borgarstjórn og bæta því við að það sé álit þeirra að svörum við fyrirspurnum sé hrað- að eins og kostur er og þau skili sér innan eðlilegra tímamarka. n S eðlabankastjórum verður fjölgað úr einum í þrjá og embætti aðstoðarseðla- bankastjóra lagt niður. Þá er sú breyting kynnt til sögunnar að ekki verður upplýst opinberlega um nöfn umsækj- enda að stöðu seðlabankastjóra. Þetta er á meðal tillagna sem nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands legg- ur til í skýrslu sem hún hefur skil- að til fjármála- og efnahagsráð- herra, samkvæmt heimildum DV. Nefndin skilaði áfangaskýrslu að drögum að frumvarpi til nýrra laga um Seðlabankann fyrir tveimur vikum. Í uppfærðri þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætli að leggja fram frumvarp á Alþingi byggt á tillögum nefndarinnar ekki síðar en 26. mars næstkomandi. Samkvæmt heimildum DV er lagt upp með að það verði einn aðal seðlabankastjóri. Þá verði að auki annars vegar seðla- bankastjóri sem beri ábyrgð á fjár- málastöðugleika og hins vegar seðlabankastjóri sem hafi um- sjón með verðstöðugleika. Ekki er gert ráð fyrir stöðu aðstoðar- seðlabankastjóra í tillögum að breytingum á yfir stjórn bankans en Arnór Sighvatsson hefur gegnt því embætti frá árinu 2009 eftir að þáver- andi ríkisstjórn gerði viðamikl- ar breytingar á lögum um Seðlabank- ann. Seðla- bankastjórum var þá fækk- að úr þremur í einn auk þess sem komið var á fót peninga- stefnunefnd sem tekur ákvörðun um vexti bankans. Sú breyting sem jafn- framt er lögð til, sam- kvæmt heimildum DV, að horfið verði frá því að greina opinberlega frá þeim einstaklingum sem sækja um stöðu seðlabankastjóra er gerð í því skyni að auka líkur á því að fleiri um- sóknir berist frá hæfum umsækjendum. Þegar embætti seðlabankastjóra var síðast auglýst laust til umsóknar í júní árið 2014 sóttu tíu umsækj- endur um stöð- una. Ekki sameining FME og SÍ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði nefnd sérfræðinga um heildarendur- skoðun laga um Seðlabankann í maí á liðnu ári. Í nefndinni sátu Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og formaður nefndarinnar, Frið- rik Már Baldursson, hagfræðipróf- essor við Háskólann í Reykjavík, og Þráinn Eggertsson, hagfræði- prófessor við Háskóla Íslands. Ólöf Nordal var formaður bankaráðs Seðlabankans en lét af því embætti í desember á síðasta ári þegar hún gerðist innanríkisráðherra. Átti nefndin að gaumgæfa þró- un á starfsemi annarra Seðlabanka og löggjöf á sviði peningamála og efnahagsstjórnunar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. Þá átti nefndin einnig að kanna hvort ástæða væri til gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að „efla samstarf og skýra verkaskipt- ingu milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans,“ eins og sagði í til- kynningu fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum DV stend- ur þó ekki til að ráðast í sameiningu FME og Seðlabankans á þessu stigi. Fram kom í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þann 19. desember síðastliðinn að nauðsyn- legt væri að viðhalda sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. „Við endurskoðun laga um bankann ætti að styðjast við helstu endur- bætur á stjórnskipan hans frá 2009, svo sem umgjörð um pen- ingastefnunefnd, gagnsæi og trú- verðugleika við ákvarðanatöku. Trúverðugur, sjálfstæður og vel fjármagnaður Seðlabanki eykur mátt peningastefnu sem eflir fjár- hagslegan stöðugleika og vöxt og styður við losun fjármagnshafta,“ segir í álitinu. Full þörf á endurskoðun Sjö mánuðir eru síðan fjármála- ráðherra endurskipaði Má Guð- mundsson í embætti seðla- bankastjóra. Í skipunarbréfi ráðherra var hins vegar vakin athygli á því að vinna væri hafin við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem gætu haft áhrif á störf Más í bankanum. Af því til- efni sendi Már frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram að hann teldi fulla þörf á slíkri endurskoðun. Már benti hins vegar á að hann hefði í nokkur ár haft hug á að skoða þann möguleika að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskyldu- aðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endur- ráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum,“ sagði í yfirlýsingu Más í ágúst á síðasta ári. n Seðlabankastjórum verður fjölgað úr einum í þrjá n Breytingar á yfirstjórn n Staða aðstoðarseðlabankastjóra lögð niður Fjögurra mánaða bið Telja borgina svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa of seint Fjármálaráð- herra Bjarni Benediktsson. Hörður Ægisson hordur@dv.is Seðlabankastjóri Már Guðmundsson. Breytingar á yfirstjórn Már Guðmundsson sagði í ágúst síðastliðnum óvíst hvort hann myndi sækjast eftir endurráðningu. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.