Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 20.–23. mars 2015 Hlutverkaleikur Lostakvendi táldregur bókhneigðan mann. T ilbreyting í kynlífinu er mik- ilvæg til að halda kynlífs- samböndum ferskum og spennandi. Bæði karlar og konur örvast kynferðis- lega af nýjungum ... þess vegna er grasið nú oft grænna hinum megin við girðinguna. Ef fólk í sambönd- um ætlar að halda lostanum á lífi er því eins gott að huga að þessu áður en rútínan drepur kynlífið. Hér eru nokkrar hugmyndir að spennandi tilbreytingum sem gætu hrist aðeins upp í hlutunum. 1 Valdaskipti Í kvöld færð þú að ráða en á morgun snýst það við. Sá sem ræður ákveður ALLT og hinn þarf að hlýða. Til þess að þetta verði skemmtilegt fyrir báða þarf vissulega að vera búið að ræða um mörk – hvað má og hvað má ekki – og að sjálfsögðu er gott að hafa augu og eyru opin á meðan kynlífsleik- urinn stendur yfir. Ef þig hefur alltaf dreymt um að fá að sleikja konuna þína í klukkutíma, en hún aldrei nennt að hafa þig milli fótanna leng- ur en korter er þetta gullið tækifæri! 2 Kynlíf um miðja nótt Prófið að láta vekjaraklukkuna hringja um miðja nótt og byrjið tafarlaust að kela og knúsast og nuddast og njótast. Gerið þetta helst þegar það er frí daginn eftir! 3 Fjötrar Léttar bindingar geta verið skemmtilegar. Sá bundni verður bara að gjöra svo vel að slaka á og njóta. Þetta þarf ekki að vera flókið eða útheimta innkaupaferð í Byko. Prófið að nota trefla eða klúta, samt ekki silkiklúta því hnútarnir eiga það til að herðast svo hrottalega að þeir verða varla leystir, og ekki nota neitt sjúklega dýrmætt sem þú myndir ekki tíma að klippa. Ekki herða neitt að hálsi og ekki binda svo fast að þú truflir blóðflæði. 4 Kynlíf án samfara Það er nefnilega til! Alltof margir eru gjörsamlega samfaramiðaðir í kynlífi sínu en undir þeim kringum- stæðum vill gleymast að líkamar okkar eru meira en bara kynfærin. Notið hendur, munn, fætur og allt hina líkamshlutana sem gaman er að gæla við. Samfarir eru bannaðar og þær hömlur ættu að kveikja á sköpunargleðinni. 5 Munngælur að morgni Deilir þú rúmi með einhverjum sem á erfitt með að vakna á morgnana? Prófaðu að vekja hann/ hana með munngælum. 6 Hlutverkaleikur Prófið að skrifa hand- rit og leikið það svo í svefnher- berginu. Hér er tækifæri til þess að máta ýmiss konar hlutverk sem mega alveg vera órafjarri raun- veruleikanum. Kannski hefur þig alltaf dreymt um að leika stöðu- mælavörð sem hefur skyndisam- farir við prest, eða húsþrifakarl sem serðir seiðkonu. Hlutverkaleikir eru framlenging á kynórum og bráðskemmti- leg iðja fyrir skapandi kyn- verur. 7 Húslestur Lesið erótískar sögur hvort/hver/hvor fyrir annað/aðra/annan. Kannski eru einhverjar blautlegar bókmenntir til á heimilinu en ef ekki er tilvalið að kíkja á síður eins og literotica.com. Þeir sem finna sköpunarþörfina ólga innra með sér ættu endilega að prófa að stinga niður penna og skrifa sína eigin erótík. 8 Samfróun Það er ljómandi skemmtilegt að fróa sér saman. Eða skiptast á að horfa á hvort/hverja/hvorn annað/aðra/ annan. Ef athyglisgáfan er í lagi er hægt að komast að alls konar lostaleyndarmálum um hinn aðil- ann og nýta þau síðar í ástarleikjum. Sjálfsfróun er persónuleg reynsla sem við stundum yfirleitt í einrúmi – þannig er þetta fyrirtaks leið til að auka nánd milli elskenda. n Átta nýjar leiðir í svefnherberginu n Húslestur, hlutverkaleikir og samfróun n Eitthvað fyrir alla! Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Rétt hegðun í BDSM-partíi Grasrótarhreyfingin Reykja- vík Munch hefur undanfarna mánuði staðið fyrir opnum leik- partíum á skemmtistaðnum Pal- oma. Í fyrstu stóð til að halda eitt partí en aðsóknin hefur verið slík að hópurinn hyggst halda sínu striki fram á sumar. Partíin, sem hafa hina þjálu yfirskrift RMSSS- DLP (Reykjavík Munch Svaka Skemmtilegt Súper Dúper Leik- partýs Leikpartý), eru opin fólki yfir 18 ára en á staðnum gilda strangar reglur um hegðun og virðingu. Spenntir geta nálgast upplýsingar á Facebook-síðum Reykjavík Munch og BDSM á Ís- landi, en hér eru reglurnar sem gestir þurfa að fara eftir: n Hér eru allir vinir. n Við viljum benda gestum á að virða trúnað við aðra. n Það sem gerist í RMSSSDLP verður í RMSSSDLP. n Öllum er velkomið að fylgjast með því sem er að gerast en á sama tíma er ekki í boði að trufla fólk í leik. n Athugið að hávaði eins og hróp og hlátur geta truflað fólk í leik. n Virðum persónulegt rými fólks. n Ölvun er ekki velkomin. n Ekki taka myndir án sam- ráðs við stjórnendur og alla þá sem hugsanlega geta sést á myndinni. Best er að fá hirðljós- myndarann til að taka alvöru mynd fyrir sig. n Það er bannað að snerta annað fólk án leyfis. n Það er líka bannað að snerta dót annarra án leyfis. n Það er alls engin skylda að leika eða taka þátt í einu eða neinu. n Það má segja já og það má segja nei. n Berum virðingu fyrir öðrum og því sem þeir/þær/þau/það eru að gera og fíla. Nútímafólk með athyglisbrest á stefnumóti Koddahjal Umsjón: Sirrý Margrét Lárusdóttir og Smári Pálmarsson Lostafulla tæknihornið Love Life Role Play er nafn á skemmtilegu smáforriti sem hægt er að hlaða niður ókeypis í snjall- síma. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið sérhannað hjálp- artæki fyrir hlutverkaleiki elsk- enda sem ætla að krydda kynlífið. Hægt er að láta forritið velja senu, kasta upp á hlutverkin og hefja leika. Senurnar sem eru í boði eru ansi fjölbreyttar, en sum- ar að sama skapi klisjukenndar. Þarna eru gamalkunn minni eins og lögregluþjónninn og ökudólg- urinn, fasteignasalinn og húseig- andinn, stjórnmálaleiðtoginn og aðstoðarmaðurinn og húsfreyjan og pípulagningamaðurinn. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.