Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 20.–23. mars 201526 Umræða
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð
Barátta síðdegis-
blaðanna og stofnun DV
n Umbrotatímar á fjölmiðlamarkaði n Tvö dagblöð runnu saman í eitt öflugt
D
agblaðamarkaðurinn hef-
ur tekið umskiptum undan-
farinn hálfan annan áratug
með framsókn hvers kyns
rafrænna nýmiðla. Áður
fyrr skiptust blöðin annars vegar í
morgunblöð og hins vegar síðdegis-
blöð. Lífseigasta síðdegisblaðið var
Vísir, sem var stofnað árið 1910. En
þegar komið var fram á sjöunda ára-
tug síðustu aldar var rekstrarvandi
blaðsins orðinn illviðráðanlegur. Um
mitt ár 1968 hillti þó undir breytingu
til batnaðar er Sveinn R. Eyjólfsson
gerðist hluthafi í útgáfufélagi blaðsins
og tók við framkvæmdastjórn þess,
en Sveinn hafði áður verið yfirmaður
markaðsmála hjá olíufélaginu Skelj-
ungi.
Sveinn réðst í mikla uppstokkun á
rekstrinum, daglegum útgáfutíma var
flýtt um tvær klukkustundir sem jók
mjög sölu blaðsins og mannaskipti
urðu, jafnt á ritstjórn sem í Reykja-
prenti sem prentaði blaðið. Tap-
rekstri var snúið í hagnað og upplagið
fór úr 10 þúsund eintökum í 18 þús-
und á fáeinum árum. Þá var ráðist í
stofnun Blaðaprents, sem varð sam-
eiginleg prentsmiðja Vísis, Alþýðu-
blaðsins, Tímans og Þjóðviljans.
Dagblaðið stofnað
Sumarið 1975 reis ágreiningur um
stefnu Vísis og þá einkum í land-
búnaðarmálum, en birst höfðu afar
umdeild skrif Jónasar Kristjánsson-
ar ritstjóra um þau mál. Sveinn R.
Eyjólfsson vildi bera klæði á vopnin
meðal annars með ráðningu annars
ritstjóra sem var Þorsteinn Pálsson,
síðar forsætisráðherra. Allt kom fyr-
ir ekki og þeir urðu ofan á sem vildu
bola Jónasi burt.
Svo fór að Sveinn og Jónas réðust
í útgáfu nýs blaðs sem fékk nafnið
Dagblaðið, en sú útgáfa átti sér skjót-
an aðdraganda. Þar var tekin mik-
il áhætta, en Sveinn hafði reiknað
út að þeir ættu að geta lifað þetta af
ef blaðið kæmi strax út í 15 þúsund
eintökum og þeir næðu smáauglýs-
ingamarkaðnum. Raunar var gengið
skrefinu lengra og frá upphafi komu
út 25 þúsund eintök og upplagið fór
aldrei niður fyrir þá tölu, en náði hæst
28 þúsund eintökum.
Hörð samkeppni síðdegisblaða
Ágreiningur varð um eignarhald og
viðskiptakjör innan stjórnar Blaða-
prents sem prentaði öll dagblöðin
nema Morgunblaðið. Gerðardómur
úrskurðaði að Dagblaðið skyldi ekki
njóta eignaraðildarkjara, heldur yrði
það að lúta sömu kjörum og utanað-
komandi aðilar.
Í ársbyrjun 1976 tók stjórn Blaða-
prents þá ákvörðun að henda
Dagblaðinu alfarið út úr
prentsmiðjunni. Var Dag-
blaðsmönnum gefinn þriggja
vikna frestur áður en sú
ákvörðun tæki gildi. Nú voru
góð ráð dýr, enda aðeins ein
önnur prentsmiðja hérlendis
sem gat prentað dagblöð, en
það var Prentsmiðja Morgun-
blaðsins. Daginn áður en
lokafresturinn skyldi renna
út náði Sveinn samningum
við Harald Sveinsson, fram-
kvæmdastjóra Árvakurs, um
að Dagblaðið skyldi prent-
að hjá þeim. Þessi auknu
viðskipti áttu eftir að verða
mikil lyftistöng fyrir rekstur
Morgunblaðsins.
Hinu nýja blaði var vel
tekið og hlaut það á skömm-
um tíma mikla útbreiðslu.
Margir starfsmenn fylgdu
Sveini og Jónasi yfir á nýtt
blað en þeir buðu 10% hærri
laun öllum þeim sem það
gerðu. Næstu árin ríkti hörð
samkeppni milli Dagblaðsins
og Vísis. Segja má að Dag-
blaðið hafi haft yfirhöndina í
þeim bardaga og varð næst-
stærsta blað landsins. Dag-
blaðið skilaði jafnan hagn-
aði og reksturinn taldist
orðinn tryggur eftir fyrstu
þrjú rekstrarárin. Eigendum
síðdegisblaðanna beggja var
þó ljóst að æskilegt væri að
sameina þau.
Veggir milli blaðanna
brotnir niður
Prentarar héldu í verk-
fall haustið 1981 og blöð-
in hættu að koma út. Þeir
Sveinn R. Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Dagblaðsins,
og Hörður Einarsson, stjórnarfor-
maður Vísis, notuðu tímann í verk-
fallinu til að undirbúa sameiningu
blaðanna.
Dagblöðin komu aftur út að verk-
falli loknu, 25. nóvember 1981, en
það varð síðasti útgáfudagur Vísis
og Dagblaðsins. Stjórnarfundir voru
haldnir í útgáfufélögum beggja blað-
anna þá um kvöldið. Þar voru sam-
einingartillögurnar bornar fram og
samþykktar á báðum stöðum. Að
loknum síðustu útvarpsfréttum á
miðnætti var starfsfólkið kallað út og
því tilkynnt um ákvörðunina. Frá og
með 26. nóvember kom út sameinað
blað sem fékk nafnið Dagblaðið Vísir,
síðar skammstafað DV.
Nokkrum vandkvæðum var bund-
ið að ráða í yfirmannastöður, hver
skyldi vera fréttastjóri, afgreiðslu-
stjóri og svo framvegis, en allt leystist
það farsællega. Ritstjórnir blaðanna
tveggja voru staðsettar í tveimur
sambyggðum húsum, Síðumúla 12
og 14. Var brugðið á það ráð að brjóta
veggi á milli húsanna og opna á milli.
Allt var þetta gert með hraði en
Sveinn R. Eyjólfsson telur að samein-
ingin hefði ekki getað gengið öðru-
vísi en svona. Aldrei hefði náðst sam-
staða um sameiningu hefði þurft að
leita samráðs við alla aðila fyrst.
Sveinn var spurður að því í við-
tali við Frjálsa verslun árið 1986 hvort
blöðin hefðu áfram getað lifað sitt
í hvoru lagi. Hann taldi svo vera, en
sagði vinslitin frá 1975 hafa farið í
taugarnar á sér. Þeir Hörður Einars-
son, stjórnarformaður Vísis, hafi
allt frá stofnun Dagblaðsins haldið
„stjórnmálasambandi“ og verið opn-
ir fyrir þeim möguleika að blöðin
sameinuðust. Tækifæri til þess gafst í
prentaraverkfallinu í nóvember 1981.
40 þúsund eintök
Jónas Kristjánsson, fráfarandi rit-
stjóri Dagblaðsins, kvaðst aðspurður
ekki kvíða samstarfinu við Vísismenn
þrátt fyrir að blöðin hefðu eldað grátt
silfur í sex ár. Hann sagði ekki duga
að „haga sér alltaf eins og söguhetj-
ur Íslendingasagnanna, menn yrðu
einnig að geta sest niður til við-
ræðna“. Jónas varð annar tveggja rit-
stjóra hins nýja blaðs, ásamt Ellert B.
Schram.
Blaðið fékk strax mikla útbreiðslu
og fram eftir níunda áratugnum var
upplag þess um 35 til 38 þúsund ein-
tök og stundum allt að 40 þúsund á
mánudögum, en hin blöðin komu
þá ekki út á mánudögum. Lesendur
fengu nú stærra blað fyrir sama pen-
ing og sannarlega var hið nýja blað
skemmtileg blanda úr foreldrum sín-
um og fékk með tíð og tíma sitt eigið
svipmót.
Þrátt fyrir að samruninn gengi
fumlaust fyrir sig mátti víða sjá í öðr-
um miðlum að ýmis vandamál hon-
um tengd voru blásin upp. Ýjað var
að mannvonsku stjórnenda í garð
starfsfólks og pólitísk viðhorf rit-
stjóra rifjuð upp. Augljóst mátti vera
að keppinautum á markaði fannst sér
ógnað.
Frjálst og óháð dagblað
Nýtt blað varð frá byrjun einn að-
alfjölmiðill landsins og verðugur
keppinautur Morgunblaðsins um
hylli lesenda. Ellert B. Schram rit-
stjóri vonaðist til þess að blaðið yrði
brátt „raunverulegur vettvangur hins
óbreytta borgara, vopn í þágu lýð-
ræðis og valddreifingar“. Hið nýja
blað yrði ekki flokksmálgagn sem
hefði það hlutverk að „móta skoðan-
ir, og skjóta skjólshúsi yfir gæðinga
sína“. Flokksmálgögnin væru að op-
inberast sem „nátttröll í nútímafjöl-
miðlun“. Þar reyndist Ellert sannspár.
Frá upphafi einsettu útgefendur
sér að gefa út dagblað sem væri óháð
flokkum og flokksbrotum, aðilum
vinnumarkaðarins og öðrum þrýsti-
hópum. Slagorð Dagblaðsins „frjálst
og óháð“ fluttist yfir á nýja blað-
ið, en það þýddi þó ekki að hið nýja
blað yrði hlutlaust. Enda er sitthvað
að taka afstöðu til manna og mál-
efna annars vegar og vera bundinn á
klafa stjórnmálaflokks hins vegar. Ell-
ert B. Schram fór ekkert dult með það
að hann væri sjálfstæðismaður, en
það að vera sjálfstæðismaður þýddi
ekki um leið að hann væri flokknum
háður, tæki við „flokkslínu“ og styddi
hana í blindni. Ellert kvaðst ekk-
ert eiga undir forystu flokksins eða
flokkshagsmunum og tæki sjálfstæða
afstöðu til manna og málefna af eigin
dómgreind og sannfæringu.
Hið nýja blað náði brátt flugi og
meðallestur var árið 1984 kominn
upp í 64% á sama tíma og Morgun-
blaðið var með 70% lestur. Blaðið var
keypt jöfnum höndum um allt land.
Dagblaðamarkaðurinn hafði tek-
ið stakkaskiptum og DV fylgdi fast á
hæla Morgunblaðsins. Starfsemin
var á traustum fjárhagslegum grunni
í heila tvo áratugi og blaðið í farar-
broddi íslenskra fjölmiðla. n
„Slagorð Dag-
blaðsins „frjálst og
óháð“ fluttist yfir á nýja
blaðið, en það þýddi þó
ekki að hið nýja blað yrði
hlutlaust. Enda er sitt-
hvað að taka afstöðu
til manna og málefna
annars vegar og vera
bundinn á klafa stjórn-
málaflokks hins vegar.
Fyrsta eintak hins nýja blaðs: Á forsíðumyndinni má sjá Jónas Haraldsson, Ellert
Schram, Magnús Ólafsson, Sæmund Guðvinsson, Jónas Kristjánsson og Hilmar Karlsson.
Frétt Morgunblaðsins 27. nóvember 1981 Sameining orðin að veruleika.