Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 20.–23. mars 2015 B andaríski auðmaðurinn Ro- bert Durst hefur verið ákærð- ur fyrir að myrða vinkonu sína, Susan Berman, sem fannst látin á heimili sínu þann 23. desember árið 2000. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum enda var Robert handtekinn í kjölfar ummæla sem hann lét falla í lokaþætti heimildaþáttaraðar HBO, The Jinx, sem sýndur var á dögun- um. Saga Roberts, sem er 71 árs, er um margt sérstök en hann hefur ver- ið bendlaður við þrjú morð en ávallt komist hjá því að vera sakfelldur. Eiginkonan hvarf sporlaust Rauði þráðurinn í umræddri heim- ildaþáttaröð, The Jinx, er einmitt tengsl Roberts við umrædd dauðsföll sem DV mun nú fara í saumana á. Þann 31. janúar árið 1982 sást fyrrver- andi eiginkona hans, Kathie Durst, síðast á lífi. Enn þann dag í dag er mörgum spurningum ósvarað um hvarf hennar en Robert og Kathie höfðu skilið að borði og sæng árið 1980. Formlegur skilnaður hafði þó ekki gengið í gegn þegar hún hvarf en þegar þarna var komið sögu var Ro- bert í sambandi með annarri konu, Prudence Farrow, sem er systir leikkonunnar Miu Farrow. Samkvæmt CNN hafði McCormack sagt nánum ættingjum sínum að Ro- bert hefði beitt hana ofbeldi meðan á sambandi þeirra stóð. Um samband Kathie og Roberts var gerð bíó- myndin All Good Things sem Ryan Gosling og Kirsten Dunst fóru með aðalhlutverk í. Vinkonan myrt með köldu blóði Rannsókn lögreglu á hvarfinu leiddi ekkert í ljós sem hægt var að tengja við Robert eða annan mögulegan söku- dólg. Átján ár liðu þar til lögreglan í New York hóf rannsókn á málinu að nýju en það gerðist árið 2000. Í des- ember það ár fannst Susan Berman látin en hún og Robert voru góðir vin- ir; hafði hún meðal annars séð um al- mannatengslamál fyrir Robert eftir að eiginkona hans hvarf. Augljóst var að hún hafði verið myrt að yfirlögðu ráði. Talið er að hún hafi búið yfir upplýsingum um hvarf Kathie, fyrr- verandi eiginkonu Roberts, og stóð til að lögregla ræddi við hana um vit- neskju hennar aðeins nokkrum dög- um áður en hún var myrt. Robert var yfirheyrður vegna málsins en líkt og í fyrra tilvikinu taldi lögregla sig ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Ro- bert hefði verið viðriðinn morðið. Sundurlimaður nágranni Í kjölfar þessa atburðar sá Robert sig knúinn til að flytja frá New York en þar hafði hann búið í hartnær þrjá- tíu ár. Hann flutti til Galveston í Texas og fullyrða fjölmiðlar vestanhafs að þar hafi hann átt það til að klæða sig upp eins og kvenmaður til að forðast athygli. Þrátt fyrir mikil auðæfi bjó Robert í lítilli leiguíbúð sem kostaði hann 300 Bandaríkjadali á mánuði. Í Galveston varð þriðja dauðsfall- ið sem tengt var við Robert. Þann 9. október var hann handtekinn eftir að líkamsleifar nágranna hans, Morr- is Black, fundust í Galveston-flóa. Honum var sleppt úr haldi gegn 300 þúsund dala tryggingu og lagði á flótta í kjölfarið. Einum og hálf- um mánuði síðar var hann hand- tekinn að nýju, þá í borginni Betlehem í Penn- sylvaníuríki. Í raun réð tilviljun ein því að hann var handtek- inn. Hann gerði þau mistök að stela kjúklinga- samloku, plástr- um og dag- blaði úr verslun í borginni þó að í bifreið hans hefðu ver- ið tugþúsundir Bandaríkjadala í reiðufé. Hitti dómar- ann í versl- unar- miðstöð Svo fór að hann var ákærður fyrir morðið á Black og fór málið fyrir dóm. Robert játaði að hafa orðið nágranna sínum að bana en bar við sjálfsvörn. Sagði hann að Black hefði laumast inn á heimili hans og þeir farið að ríf- ast þegar Robert varð hans var. Þegar Black hefði ætlað að teygja sig í byssu hefði hann orðið fyrr til og skotið ná- granna sinn til bana. Játaði hann að hafa bútað líkið niður áður en hann losaði sig við líkamsleifarnar í Galve- ston-flóa. Kviðdómur tók ekki mark á þessum framburði Roberts og þurfti hann að gera sér að góðu að sitja þrjú ár í fangelsi. Honum var veitt reynslulausn árið 2005 en skilyrðin fyrir henni voru þau að hann þyrfti að halda sig í námunda við heimili sitt. Í desember gerði Robert þau mistök að skjótast í verslunarmiðstöð í borginni en þar hitti hann fyrir dómarann sem hafði veitt honum reynslulausnina. Robert var komið aftur í grjótið en var látinn laus þann 1. mars 2006. Gæti fengið dauðadóm Lítið er vitað um ferðir Roberts á undanförnum árum og hefði mál hans ef- laust fallið í gleymsk- unnar dá hjá mörgum. HBO ákvað þó að gera heimilda- þáttaröð um ótrúlegt lífs- hlaup Durst og þá fóru hjól- in að snúast. „Hvað gerði ég? Ég drap þau öll auðvitað,“ heyr- ist Durst segja í lokaþættin- um. Þessi orð hans voru líklega kveikjan að hand- töku hans en athygli vekur að orðin lét hann falla án þess að vita að kveikt væri á hljóðnemum. Verjandi Roberts hefur látið hafa eftir sér að ekki eigi að lesa of mikið í ummæli skjólstæðings síns. Hvort handtak- an tengist þessum ummælum er ekki fyllilega vitað þó að tímasetn- ingin veki athygli. Robert var hand- tekinn á hóteli í New Orleans þar sem hann notaði ekki sitt rétta nafn. Í fórum hans fannst byssa. Að sögn lögreglu leikur grunur á að Robert hafi haft í bígerð að flýja úr landi, til Kúbu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var Robert handtekinn fyrir morðið á vinkonu sinni, Susan Berman, og vísaði lögregla í ný sönnunar- gögn máli sínu til stuðnings. Hver þau gögn eru liggur ekki fyrir. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt dauðadóm yfir höfði sér. n Erfingi fast- eignaveldis Robert Durst er fæddur 12. apríl 1943. Faðir hans hét Seymour Durst en hann auðgaðist mikið á fasteignamarkaðnum í New York, einkum á Manhattan þar sem fjölskyldan á enn þann dag í dag fjölmargar verðmætar byggingar. Talið er að auðæfi Durst-fjölskyldunnar nemi um fjórum milljörðum Bandaríkjadala. Eftir að faðir hans lést árið 1994 stóð hann í harðvítugum deilum um hvernig fjármunum föður hans yrði ráðstafað. Árið 2006 var málið leyst og fékk Robert 65 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut, eða níu milljarða króna á núverandi gengi. Hann kvæntist Kathie McCormack árið 1973 en eins og fram kemur í greininni hér að ofan skildu þau að borði og sæng árið 1980. Kathie sást síðast á lífi árið 1982 og var Robert um tíma grunaður um hvarf hennar. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Drepin Susan Berman var góð vinkona Roberts og sá meðal annars um almannatengslamál fyrir hann þegar eiginkona hans hvarf. Robert hefur verið handtekinn grunaður um morð á henni. Saknað Ekkert hefur spurst til Kathie frá 31. janúar 1982. Grunaður um morð Robert Durst hefur í þrí- gang verið bendlaður við morð. Hann hefur nú verið handtekinn fyrir morð á vinkonu sinni árið 2000. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. „Ég drap þau öll“ n Ótrúlegt lífshlaup Roberts Durst n Bendlaður við þrjú morð r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.