Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 20.–23. mars 2015 B andaríski auðmaðurinn Ro- bert Durst hefur verið ákærð- ur fyrir að myrða vinkonu sína, Susan Berman, sem fannst látin á heimili sínu þann 23. desember árið 2000. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum enda var Robert handtekinn í kjölfar ummæla sem hann lét falla í lokaþætti heimildaþáttaraðar HBO, The Jinx, sem sýndur var á dögun- um. Saga Roberts, sem er 71 árs, er um margt sérstök en hann hefur ver- ið bendlaður við þrjú morð en ávallt komist hjá því að vera sakfelldur. Eiginkonan hvarf sporlaust Rauði þráðurinn í umræddri heim- ildaþáttaröð, The Jinx, er einmitt tengsl Roberts við umrædd dauðsföll sem DV mun nú fara í saumana á. Þann 31. janúar árið 1982 sást fyrrver- andi eiginkona hans, Kathie Durst, síðast á lífi. Enn þann dag í dag er mörgum spurningum ósvarað um hvarf hennar en Robert og Kathie höfðu skilið að borði og sæng árið 1980. Formlegur skilnaður hafði þó ekki gengið í gegn þegar hún hvarf en þegar þarna var komið sögu var Ro- bert í sambandi með annarri konu, Prudence Farrow, sem er systir leikkonunnar Miu Farrow. Samkvæmt CNN hafði McCormack sagt nánum ættingjum sínum að Ro- bert hefði beitt hana ofbeldi meðan á sambandi þeirra stóð. Um samband Kathie og Roberts var gerð bíó- myndin All Good Things sem Ryan Gosling og Kirsten Dunst fóru með aðalhlutverk í. Vinkonan myrt með köldu blóði Rannsókn lögreglu á hvarfinu leiddi ekkert í ljós sem hægt var að tengja við Robert eða annan mögulegan söku- dólg. Átján ár liðu þar til lögreglan í New York hóf rannsókn á málinu að nýju en það gerðist árið 2000. Í des- ember það ár fannst Susan Berman látin en hún og Robert voru góðir vin- ir; hafði hún meðal annars séð um al- mannatengslamál fyrir Robert eftir að eiginkona hans hvarf. Augljóst var að hún hafði verið myrt að yfirlögðu ráði. Talið er að hún hafi búið yfir upplýsingum um hvarf Kathie, fyrr- verandi eiginkonu Roberts, og stóð til að lögregla ræddi við hana um vit- neskju hennar aðeins nokkrum dög- um áður en hún var myrt. Robert var yfirheyrður vegna málsins en líkt og í fyrra tilvikinu taldi lögregla sig ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Ro- bert hefði verið viðriðinn morðið. Sundurlimaður nágranni Í kjölfar þessa atburðar sá Robert sig knúinn til að flytja frá New York en þar hafði hann búið í hartnær þrjá- tíu ár. Hann flutti til Galveston í Texas og fullyrða fjölmiðlar vestanhafs að þar hafi hann átt það til að klæða sig upp eins og kvenmaður til að forðast athygli. Þrátt fyrir mikil auðæfi bjó Robert í lítilli leiguíbúð sem kostaði hann 300 Bandaríkjadali á mánuði. Í Galveston varð þriðja dauðsfall- ið sem tengt var við Robert. Þann 9. október var hann handtekinn eftir að líkamsleifar nágranna hans, Morr- is Black, fundust í Galveston-flóa. Honum var sleppt úr haldi gegn 300 þúsund dala tryggingu og lagði á flótta í kjölfarið. Einum og hálf- um mánuði síðar var hann hand- tekinn að nýju, þá í borginni Betlehem í Penn- sylvaníuríki. Í raun réð tilviljun ein því að hann var handtek- inn. Hann gerði þau mistök að stela kjúklinga- samloku, plástr- um og dag- blaði úr verslun í borginni þó að í bifreið hans hefðu ver- ið tugþúsundir Bandaríkjadala í reiðufé. Hitti dómar- ann í versl- unar- miðstöð Svo fór að hann var ákærður fyrir morðið á Black og fór málið fyrir dóm. Robert játaði að hafa orðið nágranna sínum að bana en bar við sjálfsvörn. Sagði hann að Black hefði laumast inn á heimili hans og þeir farið að ríf- ast þegar Robert varð hans var. Þegar Black hefði ætlað að teygja sig í byssu hefði hann orðið fyrr til og skotið ná- granna sinn til bana. Játaði hann að hafa bútað líkið niður áður en hann losaði sig við líkamsleifarnar í Galve- ston-flóa. Kviðdómur tók ekki mark á þessum framburði Roberts og þurfti hann að gera sér að góðu að sitja þrjú ár í fangelsi. Honum var veitt reynslulausn árið 2005 en skilyrðin fyrir henni voru þau að hann þyrfti að halda sig í námunda við heimili sitt. Í desember gerði Robert þau mistök að skjótast í verslunarmiðstöð í borginni en þar hitti hann fyrir dómarann sem hafði veitt honum reynslulausnina. Robert var komið aftur í grjótið en var látinn laus þann 1. mars 2006. Gæti fengið dauðadóm Lítið er vitað um ferðir Roberts á undanförnum árum og hefði mál hans ef- laust fallið í gleymsk- unnar dá hjá mörgum. HBO ákvað þó að gera heimilda- þáttaröð um ótrúlegt lífs- hlaup Durst og þá fóru hjól- in að snúast. „Hvað gerði ég? Ég drap þau öll auðvitað,“ heyr- ist Durst segja í lokaþættin- um. Þessi orð hans voru líklega kveikjan að hand- töku hans en athygli vekur að orðin lét hann falla án þess að vita að kveikt væri á hljóðnemum. Verjandi Roberts hefur látið hafa eftir sér að ekki eigi að lesa of mikið í ummæli skjólstæðings síns. Hvort handtak- an tengist þessum ummælum er ekki fyllilega vitað þó að tímasetn- ingin veki athygli. Robert var hand- tekinn á hóteli í New Orleans þar sem hann notaði ekki sitt rétta nafn. Í fórum hans fannst byssa. Að sögn lögreglu leikur grunur á að Robert hafi haft í bígerð að flýja úr landi, til Kúbu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var Robert handtekinn fyrir morðið á vinkonu sinni, Susan Berman, og vísaði lögregla í ný sönnunar- gögn máli sínu til stuðnings. Hver þau gögn eru liggur ekki fyrir. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt dauðadóm yfir höfði sér. n Erfingi fast- eignaveldis Robert Durst er fæddur 12. apríl 1943. Faðir hans hét Seymour Durst en hann auðgaðist mikið á fasteignamarkaðnum í New York, einkum á Manhattan þar sem fjölskyldan á enn þann dag í dag fjölmargar verðmætar byggingar. Talið er að auðæfi Durst-fjölskyldunnar nemi um fjórum milljörðum Bandaríkjadala. Eftir að faðir hans lést árið 1994 stóð hann í harðvítugum deilum um hvernig fjármunum föður hans yrði ráðstafað. Árið 2006 var málið leyst og fékk Robert 65 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut, eða níu milljarða króna á núverandi gengi. Hann kvæntist Kathie McCormack árið 1973 en eins og fram kemur í greininni hér að ofan skildu þau að borði og sæng árið 1980. Kathie sást síðast á lífi árið 1982 og var Robert um tíma grunaður um hvarf hennar. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Drepin Susan Berman var góð vinkona Roberts og sá meðal annars um almannatengslamál fyrir hann þegar eiginkona hans hvarf. Robert hefur verið handtekinn grunaður um morð á henni. Saknað Ekkert hefur spurst til Kathie frá 31. janúar 1982. Grunaður um morð Robert Durst hefur í þrí- gang verið bendlaður við morð. Hann hefur nú verið handtekinn fyrir morð á vinkonu sinni árið 2000. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. „Ég drap þau öll“ n Ótrúlegt lífshlaup Roberts Durst n Bendlaður við þrjú morð r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.