Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 20.–23. mars 201546 Lífsstíll Hefur ekki tölu á ástkonunum n Horfir stöðugt aftur fyrir sig n Margfalt líf framhjáhaldarans afhjúpað H ann er tæplega fimmtugur, myndarlegur maður með þykkt skollitað hár og skegg. Alveg mín týpa. Há- vaxinn í grænum, veiði- legum jakka og með góða skeggrót. Hann hefur ótvíræðan sjarma, er daðurslegur til augnanna frá fyrstu mínútu okkar kynna. Reynd- ar kynntumst við fyrst í rafheim- um, því hann hafði samband við mig á stefnumótavef og langaði til að kynnast mér með kynlíf á skrif- stofutíma í huga. Ég hafði ekki áhuga, en fannst hann skemmtileg- ur og kurteis og upp úr spjalli okkar féllst hann á að veita mér viðtal um margfalt líf raðframhjáhaldarans. Við skulum kalla hann Guðmund. Margfalt líf Guðmundar Guðmundur býr í úthverfi í Reykja- vík ásamt konu sinni til 24 ára og fjórum börnum, þau eru reyndar fimm, en það elsta flutti að heiman í haust. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef haldið framhjá. Í flest- um tilvikum er um eitt skipti að ræða, á djammi eða í vinnuferðum í útlöndum, en það eru líka nokk- ur lengri sambönd sem ég hef átt í. Þetta krefst fáránlega mikillar orku, því ég er mjög harður á því að það komist aldrei neitt upp. Ef svona kemst upp, eða ef fólk er svo vitlaust að játa fyrir makanum í einhverju samviskubitskasti, þá verður það bara til að særa og eyðileggja. Það gildir einu þó að þú ætlir að enda sambandið. Ef endalokin eru kom- in þá áttu bara að ganga frá þínum málum og skilja, án þess að blanda framhjáhaldi eða játningum í um- ræðuna. Fólk sem gerir það lendir í kvöl og rifrildum og svoleiðis get- ur haft slæm áhrif á samskiptin það sem eftir er – já, og bitnað á börnun- um. Ég veit um allt of mörg þannig dæmi.“ Mikil kynorka og þörf fyrir viðurkenningu Guðmundur vill ekki meina að hann haldi framhjá vegna þess að ást eða kynlíf vanti í hjónabandið. „ Auðvitað er ég búinn að spá tals- vert í þetta, því þetta er langvar- andi munstur hjá mér og veldur mér mikilli streitu oft og tíðum. Ég held að þetta sé blanda af því að hafa mikla kynorku og að þörf fyr- ir viðurkenningu og staðfestingu á því að ég sé girnilegur. Líka ein- hver flóttatilhneiging. Þá getur ver- ið mikil fróun í því að máta sig inn í allt aðrar aðstæður – eins kon- ar „live“ fantasíu. Ég held samt að munstrið hafi gert mér kleift að haldast í þessu hjónabandi. Ef ég hefði neitað mér um þetta væri ég löngu sprunginn og skilinn.“ Passað upp á smáatriði Þú talar um streitu. Er þetta ekk- ert farið að hafa slæm áhrif á heils- una hjá þér? „Ég get ekki staðið í þessu stöðugt. Þegar ég hef tekið stíf framhjáhaldstímabil þá byrjar þetta fljótlega að éta mig að innan. Það er svo slítandi að þurfa alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér, passa upp á öll smáatriðin. Ég þarf í fyrsta lagi að passa upp á öll sam- skipti – spjalli á samfélagsmiðlum eyði ég jafnóðum og auðvitað þurfa öll lykilorð að vera algjörlega prí- vat. Ég nota helst ekki sms, en sím- töl stundum og passa þá að eyða símtalasögu. Símanúmerin legg ég helst á minnið í stað þess að vista þau í símaskránni. Ef ég sit heima við tölvuna á kvöldin er nokkuð ör- uggt að ég er að spjalla við einhverj- ar konur og þá passa ég mig alltaf á að sitja upp við vegg, þar sem ör- uggt er að enginn geti komið aftan að mér og séð á skjáinn. Símtöl tek ég aldrei heima, heldur passa að gera það þegar ég er á ferðinni einn, eða í vinnunni.“ Lyktin er hættuleg Guðmundur hefur oft hitt ástkonur sínar í hádegishléum eða þegar hann þykist vinna fram eftir. Hann segir það vera ákveðna kúnst að láta ekki komast upp um sig vegna þess. „Jú, biddu fyrir þér. Það er ekkert grín þetta með konur og lykt. Þær finna smæstu breytingu á lykt svo að það er lykilatriði að vera ekki að sturta sig upp úr ókunnugri sápu á heimilum úti í bæ. Stund- um hef ég farið í sund með krakk- ana eftir svona heimsóknir, klór- lyktin er mjög góður dulbúningur. Þegar ég hef verið í lengri framhjá- haldssamböndum hef ég líka verið með sturtusápu sjálfur hjá hjákon- unni, það hljómar svakalega út- smogið en það kemur í veg fyrir alls Framhjáhald á vinnustað Eiginmanninn farið að gruna eitthvað J óhanna er 39 ára, gift, fjögurra barna móðir, í Kópavogi. Hún heitir ekki Jóhanna í alvörunni. Hjónabandið hefur staðið í áratug en sambandið aðeins leng- ur. Hún stendur í ástarsambandi við vinnufélaga sinn síðan um mitt síðasta ár. „Við hittumst daglega, svo að það er stöðugt verið að hella olíu á eldinn. Þó að við séum hvort í sinni deildinni eru alltaf nokkur skipti á hverjum degi sem við þurf- um að sitja saman fundi eða hittu- mst í matsalnum. Ég hugsa að ef við værum ekki á sama vinnustað væri þetta löngu búið – en svona rúllar þetta einhvern veginn áfram þó að ég hugsi í hverri viku um að enda þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna heldur framhjá. Hingað til hafa samböndin þó verið stutt og snúist um kynlíf og daður. „Ég hef oft sofið hjá öðrum mönnum, alltaf í vinnuferðum erlendis. Í öllum tilfellum hef- ur þetta gerst upp úr einhverjum vandræðum heima fyrir. Lægðir í sambandinu, rifrildi eða eitthvert ósætti. Svona bregst ég við. Þetta er einhver flótti held ég. Eftir á fæ ég vanalega samviskubit og reyni að taka mig á í sambandinu.“ Hvernig gengur að halda þessu leyndu fyrir eiginmanninum? „Það gengur. Hann grunar samt eitthvað núna – enda er ég ekki al- veg með hugann við heimilið. Hann hefur spurt mig nokkrum sinnum hvort ég sé að halda framhjá hon- um en ég hef alltaf neitað. Ég vil ekki særa hann og veit að hann yrði brjál- aður og mundi aldrei fyrirgefa mér. Ég vil heldur alls ekki missa það sem við höfum og skil eiginlega ekki í sjálfri mér að standa í þessu. Ég er að stefna öllu dæminu í voða, en bara ef hann kemst að þessu. Ef ég næ að enda þetta og kjafta ekki frá ættum við að geta haldið áfram okkar lífi án þess að allt fari í uppnám.“ n „Þegar ég hef tekið stíf fram- hjáhaldstímabil þá byrjar þetta fljótlega að éta mig að innan Upp komast svik Á þessari mynd virðist vera búið að nappa fólk í framhjáhaldi. Myndin er úr safni. Mynd 123rf.coM ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.