Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 20.–23. mars 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Örvæntingin og játningin n DV rýnir í fangelsisdagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar n Mikilvæg gögn í málinu K ristín Anna Tryggvadóttir var forvitinn unglingur þegar hún komst í dagbækur Tryggva Rúnars, föður síns, úr fangels- inu. Þær voru í skjalatösku í geymslu. „Ég sem krakki og unglingur var forvitin og vildi lesa bækurnar. Ég tók tvær til þrjár í einu inn til mín. Svo þegar ég ætlaði eitt sinn að skila þremur og taka aðrar nýjar til lestrar var taskan horfin. Ég, forvitni ung- lingurinn, gat vitanlega ekki spurt um bækurnar því þá hefði kom- ist upp um óþekktina í mér, að lesa dagbækurnar í laumi. Ég varð bara að geyma þessar þrjár sjálf og hef alltaf gert á þvælingi mínum um heiminn. Daginn áður en pabbi dó á líknardeild, 2009, sagði ég honum frá því að ég hefði þessar dagbæk- ur í fórum mínum. Ég hafði ekki sagt neinum öðrum það, ekki mömmu heldur. Hann sagði: Þú veist hvað þú gerir við þær þegar að því kemur. Þannig var þessu máli lokið. Svo líður dágóður tími. Þá fara að fæðast hugmyndir um að koma þeim á framfæri, en hvern átti ég að biðja um að skoða þær? Svo hitti ég Helgu Arnardóttur fréttamann þegar hún var að gera sinn þátt árið 2011 á Stöð 2 og þá greip ég tækifær- ið og upplýsti um tilvist þeirra." Loksins! 29. 3. 1977 „Já, loksins er komið að lokatakmarki mínu, þess að segja sannleikann fyrir rétti. En það hefur líka tekið tímann. Ég hef aldrei búist við, 15 og hálfur mánuður! Ef ég hefði búist við þessu þá hefði ég aldrei játað mig inn í þetta mál þ.e.a.s ef ég hefði vitað tímann. Ég hélt að með því að játa mig inn í þetta slyppi ég út á meðan málið kæmi fyrir dóm. Ég vildi ekki þessi tvö ár sem Örn Höskuldsson hótaði mér að ég yrði inni ef ég játaði ekki.“ Það koma betri dagar Laugardagur 11. júní 1977 „Því ég hef lent í svo mörgum ógöngum síð- an 16 ára! Og þessi fjölskylda flúið mig, og ég hana. Nema elsku amma mín og Svava, Lilja, Edda (og svo að ógleymdum bræðrum mínum, Ómari og Hilmari, þó sérstaklega Ómar.) Svo mamma og pabbi. Jæja, hvað með það, þá er ekkert við þessum örlögum að gera, sem hafa dunið yfir mig, en ég trúi því samt, að það hljóti að koma betri dagar, og það sem eftir er, eftir að ég losna út úr þessu máli sem ég er saklaus af. „Annars“ er alveg eins gott að „stytta“ sér lífið.“ Tilfinningar Laugardagur 11. júní 1977 „Svo fékk ég bréf frá ömmu þar sem hún var svo ánægð og segir: „Ég fékk lítinn vin í heimsókn með rauðar rósir. Það var sonur þinn, Arnar Þór Tryggvason, svo sætur og góður!“ Ég var svo ánægður að heyra þetta að það lá við að ég táraðist! Að sonur minn, arftaki minn, hefði komið á þær slóðir sem ég ólst upp hjá ömmu og gefið langömmu blóm. Guð gefi ykkur góða daga sem voru þarna á bak við.“ Sannleikurinn 30. okt. 1976 „Ég sé enga ástæðu til að halda mér í einangrun. Nema ... sé með einhverjar hefndarráðstafanir út af því að ég sagði sannleikann um daginn! Því ég var búinn að játa mig inn í stór mál, en samt sem áður er aldrei of seint að segja sannleikann.“ Tómlætið 6. júlí 1977 „Daníel náði einnig í ... lögfræðing minn! Hann sagðist ekki vera búinn að ná í ... enn- þá. Auðvitað var ég sár, því ... virðist ekki hafa neinn áhuga á að koma mér héðan úr þessu „greni“. Jæja, hvað með það, þá veit ... núna að ég er ekki að biðja um að komast héðan að ástæðulausu. Kannski vaknar hann núna og lætur ... heyra það.“ „Ég er saklaus!“ 6. júlí 1977 Tryggvi Rúnar heldur því fram í dagbók að Sævar, Erla og aðrir sakborningar hafi logið upp á sig sakir, blandað sér í málið að ósekju. Og skrifar þennan sama dag, miðvikudaginn 6. júlí 1977: „Sem er búið að eyðileggja fyrir mér alla framtíð. Mitt mannorð fyrir lífstíð, get ég fyrirgefið svona fólki? NEI, aldrei! Ég er búinn að þjást að óþörfu vegna lygaþvættings úr þeim og hann er búinn að eyðileggja fyrir mér allt, en ég ætla aldrei að gefast upp og ég hef aldrei ætlað mér enda væri það skrýtið. En fjölskylda mín er búin að finna fyrir þessu allan tímann sem ég hef verið inni þó ég viti ekki um það þá gefur það auga leið. Ég veit ekki hvernig mínir kæru bræður hafa tekið við slettum frá fólki sem hefur örugglega skeð. En samt hefur fjölskyldan fylgt mér allan tí- mann og trúað mínu sakleysi eða vorkennt mér. Því dagblöð sögðu að ég væri í báðum þessum málum fyrst Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Meira að segja fyrir stuttu kom mitt nafn í Mogganum í Geir- finnsmálinu. Og sem betur fer sá ég þetta og lét Hilmar leiðrétta það við ritstjórann Mbl. ... láta koma betur í ljós þ.e.a.s. skýrum stöfum að ég hafi aldrei verið neitt tengdur Geirfinnsmálinu. Flestir halda að ég sé í þessu máli en við Guðmundarmálinu er ekkert hægt að gera fyrr en ég verð sýknaður af því. Ég er saklaus!“ „Dagbók lífs míns hér í Síðu- múla“ 14. 8. sunnudagur 1977 „... Þá vil ég helst nefna lyfjastoppið hjá mér 21/7. Þá hætti ég öllum lyfjum og það var svo sannarlega þess virði fyrir líkama, sál og hugsun, enda er ég allt annar og betri maður síðan ég hætti. Ps. Ég vissi að ég yrði að taka eitthvað fyrir því ég vissi að viljinn hjá mér væri ekki nægur því það er mikið átak að vera hér saklaus og geta útilokað það eins og ekkert sé. Svo ég fékk Atlas-kerfið sent sem mamma keypti fyrir mig og byrjaði að æfa á fullum krafti, já það er mikill munur að sjá mig núna, bæði hef ég grennst (lagt af) og fengið marga fallega vöðva utan á mig. Samt er ekki kominn mánuður ennþá svo framför er mikil hjá mér núna. Ég er að þroska mig líkamlega og andlega og er á góðri leið með það. Ps. Takmark mitt er að koma héðan út í toppformi, líkamlega og andlega, þó það sé svolítið vont að efla sitt andlega þrek til fullnustu, því það er mikil þvingun að vera lokaður hér inni. En ég geri samt mitt besta og dreg ekkert af mér.“ Vonin 31. 10. 1977 „... taka brjóstæfingarnar á morgnana ásamt armbeygjum sem ég tek 200 sinn- um á dag. Ég ætla að taka þær sem eftir er hér enda ekki langur tími eftir, nóvember og eitthvað fram í desember, fróðir menn segja að það fari ekki fram fyrir miðjan des. áður en dómur verður birtur manni. Svo þá er hægt að segja 45 dagar sem er fram að 15. desember. Svo það veitir ekki af að nota tímann vel sem eftir er hér í Síðumúla.“ Fangaverðir og auðsveipni 3.11. 1977 sunnudagur „... en í svona aðstöðu er ekki hægt að eiga fangavörð fyrir óvin þar sem hann getur hefnt sín með ýmsu móti við mig hér í Síðumúla. En ég er svo einangraður frá öllum að ömurlegt er að fá fangaverði upp á móti sér. Ég læt núna eftir að ég hætti í öllum töflum hér fangaverðina heyra það ef mér ekki líkar við eitthvað og mér finnst þeir ekki gera það sem þeim ber skylda til að gera, þ.e.a.s. ég er alveg hreinn og beinn.“ Tryggvi Rúnar vísar í framburð Erlu, Kristjáns og Alberts: 31. 3. 1977 fimmtudagur „Ég vona bara að þessu ljúki sem fyrst. En fyrir alla muni verða þau að koma mér út úr þessu máli sem ég á engan þátt í eða hef hvergi komið nærri.“ Innilokunin 7. 4. 1977 fimmtudagur „Veðrið var gott og ferskt! Enda lét ég ekki á mér standa með að nota það. Meðan ég fékk að vera úti. Djöflast áfram! Þetta er svo lítil hreyfing hér inni eða má segja engin, maður liggur eða situr nema þegar maður freistar þess að labba þrjú skref fram og aftur um gólfið hér. Því þessi klefi og reyndar flestir eru ekki gerðir með það fyrir augum að maðurinn eigi að geta hreyft sig eða haldið sér í æfingu, „Nei“, þvert á móti aðeins til að liggja og bíða eftir því hvað verður um mann næst. Komið fyrir út í lífið! Eða að afplána dóm sem í vændum er? Svona er hringrásin í þessari þjóðfélagsstétt innan þessara marka mannsins ... alla vega raunveruleik- inn núna þegar maður er kominn inn í sinn klefa hvað sem afbrotið er sem hann hefur framið. Er lífið raunveruleiki í raun og veru?“ Tryggvi Rúnar lætur kanna fyrir sig hvað hann eigi af sparnaði (sparimerkjum, orlofi) og fær að vita að hann eigi 235.588 kr. 18. 4. 1977 mánudagur „Jæja, ég á þó svona rétt fyrir utanlands- ferð eftir þessi öll ósköp hér. Enda skal ég njóta sólarinnar vel á Spáni! Enda veitir mér ekki af eftir alla þessa innilokun! Og allan tímann að kveljast og þjást og berjast fyrir mínu sakleysi. Það reynir það mikið á venjulegan mann, að andlega fer hann úr skorðum eins og fyrir mig hefur komið oftar en mönnum órar fyrir enda ef það væri ekki, þá væri sá maður eitthvað afbrigðilegur! Því að vera hér mánuð eftir mánuð og komið sé núna 1½ ár síðan ég lenti hér fyrst inni. Og álag það að vera saklaus. Og að allur þessi tími af minni ævi brenni af mínum lífstíma. Þetta getur enginn skilið nema sá sem hefur reynt slíkt, að vera sviptur frelsi og lokaður inni í eins manns klefa ...“ Tryggvi Rúnar ræðir um Ómar bróður sinn: 19. 4. 1977 þriðjudagur „Já, ef ég get ekki staðið uppréttur að eiga svona bróður og barist við þetta afl sem núna stendur á móti mér ... Ég er saklaus og er að berjast á móti þessum ógæfusömu mönnum sem eru að ljúga mig inn í stór mál ... og er búið að standa yfir núna í meira en 16 mánuði. Ég skal standa mig enda þarf ég ekki að hræðast þar sem ég er sak- laus enda sigrast réttlætið á öllu fyrir rest. Það er ekki bara ég. Það eru mínir nánustu sem fá þá gjöf frá mér ...“ (Sums staðar er dagbókartextinn lítillega lagfærður og leiðréttur í þágu lesandans.) Úr dagbókum Tryggva Rúnars Ritað í gæsluvarðhaldi árin 1976 og 1977 Forvitni unglingurinn Varðveitti þrjár dagbækur fyrir tilviljun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.