Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 20.–23. mars 201516 Fréttir
V
ið erum mjög stolt og
ánægð með þessa niður-
stöðu,“ segir Anna Birna
Snæbjörnsdóttir, sviðs-
stjóri menntasviðs hjá
Kópavogsbæ. DV rýndi í niðurstöð-
ur samræmdra prófa í þeim sveitar-
félögum á Íslandi sem hafa fimm
þúsund íbúa eða fleiri. Niðurstaðan
er nokkuð afgerandi. Kópavogur ber
höfuð og herðar yfir aðra stóra bæi
og er vel yfir landsmeðaltali í öllum
sjö samræmdu prófunum sem lögð
voru fyrir grunnskólanema í haust.
Það gefur vísbendingu um að börn
í Kópavogi séu heilt yfir betri í að
lesa, skrifa og reikna en börn í öðr-
um stórum sveitarfélögum.
Garðabær og Akranes koma í
næstu sætum en Reykjanesbær
stelur senunni þegar fjórði bekkur
er annars vegar. Hafnarfjörður,
Akur eyri og Mosfellsbær eru undir
landsmeðaltali og Árborg rekur
lestina.
Vísbending um gæði
kennslunnar
Samræmd próf í íslensku og stærð-
fræði eru lögð fyrir nemendur í
fjórða og sjöunda bekk ár hvert. Tí-
undi bekkur þreytir samræmd próf
í íslensku, stærðfræði og ensku. Þó
samræmd próf séu ekki óumdeild-
ur mælikvarði á getu nemenda
eða gæði kennslu í skólum, hljóta
niðurstöðurnar að gefa sterkar vís-
bendingar um gæði skólanna.
Þannig virðist Kópavogur standa
öðrum stórum sveitarfélögum
framar.
Anna Birna segir að margir sam-
verkandi þættir skýri þá góðu niður-
stöðu sem birtist í skýrslu Náms-
matsstofnunar. „Við erum með góða
stjórnendur í skólunum, frábæra
kennara, og á milli menntasviðsins
hjá bænum og skólastjórnendanna
er gott samstarf,“ segir hún í sam-
tali við DV. Hún segir að einnig vegi
þungt að skólarnir njóti faglegs sjálf-
stæðis. „Hver og einn skóli byggir á
sínum styrkleika og skapar sér sína
sérstöðu. Við hér á menntasviðinu
stýrum skólunum ekki hvað faglega
áherslu varðar.“
Frumkvæði kennara
Anna Birna bendir á að bærinn hafi
í gegnum tíðina gert vel við skólana.
Það hljóti að hafa áhrif og ýti undir
metnað og áhuga í skólunum sjálf-
um, auk þess sem ýtt sé undir fag-
legt sjálfstæði. „Kennslan verður
betri ef maður finnur að maður hef-
ur vald yfir henni sjálfur – ef mað-
ur finnur að manni er treyst. Hér er
lögð áhersla á að kennarar, sem eru
lykillinn að árangrinum, hafi frum-
kvæði.“ Anna Birna segir að unnið
sé að því að bera saman árangur-
inn við fyrri ár en að þeirri vinnu sé
ekki lokið. Það séu ekki ný tíðindi að
Kópavogsbær komi vel út úr sam-
ræmdum prófum.
Meðaltalið er 30
Þótt nemendum séu gefnar upp
einkunnir á skalanum 0–10 notar
Námsmatsstofnun annan mæli-
kvarða við útreikninga einkunna.
Einkunnir eru gefnar á bilinu 0–60
þar sem meðaltalið er stillt á 30. Það
er gert til að hægt sé að bera saman
frammistöðu nemenda á sam-
ræmdum prófum á milli ára.
Flest stóru sveitarfélögin eru
með einkunnir á bilinu 29 til 31 að
meðaltali. Árborg er eina sveitarfé-
lagið, með íbúafjölda yfir 5.000, sem
ekki nær 29. Meðaltalseinkunn allra
sjö samræmdu prófanna í fyrra er
27,5 í Árborg.
Árborg aftarlega á merinni
Árborg sker sig því úr hvað varðar
slakan námsárangur stærstu
sveitarfélaganna. Hvernig má það
vera? „Árangurinn hefur verið mis-
jafn í gegnum tíðina,“ segir Þor-
steinn Hjartarson, fræðslustjóri í
Árborg. Hann viðurkennir að út-
koman sé ekki ásættanleg og boð-
ar breytingar. Undanfarin misseri
hafi markviss vinna verið í gangi til
þess að efla faglega forystu í skólun-
um og bæta námsárangur, sem hafi,
þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki
góð, batnað nokkuð frá árinu í fyrra.
Nú sé unnið eftir nýrri skólastefnu
og samstarf skólanna og skólastiga
innan sveitarfélagsins hafi verið eflt.
Sú vinna hafi hafist í fyrra. Þá sé með
sérstöku þróunarverkefni, undir
forystu Önnu Magneu Hreinsdóttur,
sérstök áhersla lögð á læsi en í því
taki allir leikskólar þátt.
Nýjar starfsaðferðir
Þorsteinn segir að nýtt verklag sem
snýr að skimunum hafi verið tek-
ið upp í samstarfi við Reykjanesbæ,
þar sem náðst hafi góður árangur.
LOGOS nefnist greiningarpróf fyrir
lestrarörðugleika, sem mælir m.a.
leshraða, lesskilning, lestur með
hljóðaðferð og lestur út frá rithætti.
„Við erum að skima í 3., 6. og 9. bekk
og kennarar vinna markvisst saman
í því. Þeir sæki lestrarnámskeið og
kenni börnunum svo í átta vikur. Að
þeim vikum liðnum er skimað aftur.
„Þetta er að skila miklu því það eru
miklar framfarir í læsi. Við erum
að byrja með sambærilega vinnu
í stærðfræði.“ Hann segir að um-
fangsmikil vinna sé í gangi í skóla-
kerfinu í Árborg til að auka færni
nemenda, en upptalningin hér fyrir
ofan er ekki tæmandi. Stofnaðir hafi
verið faghópar innan skólanna og
málstofur um íslensku og stærð-
fræði hafi verið haldnar.
Þorsteinn segir aðspurður að það
sé ekki ásættanlegt að vera undir
landsmeðaltali. „Markmiðið er að
árið 2016 verði nemendurnir við
landsmeðaltal sem víðast á sam-
ræmdum prófum. Kennsla er ekki
einkamál kennara. Við berum öll
ábyrgð; foreldrar, kennarar skóla-
stjórnendur og aðrir.“
Fjórði bekkur bestur í
Reykjanesbæ
Athygli vekur árangur Reykjanes-
bæjar, sem hefur í sögulegu sam-
hengi skrapað botninn í náms-
árangri. Börn í fjórða bekk í
Reykjanesbæ eru betri í íslensku
og stærðfræði en jafnaldrar þeirra
í níu stærstu sveitarfélögum lands-
ins. Raunar miklu betri. Meðaltalið
í stærðfræði er 34,4 en næst koma
börnin í Kópavogi með 31,1. Í sjö-
unda bekk er niðurstaðan einnig
góð í stærðfræði en aðeins Akra-
neskaupstaður slær Reykjanesbæ
út. Námsárangurinn versnar svo
til muna í 10. bekk, sérstaklega í ís-
lensku.
Bylting í Reykjanesbæ
Gylfi Jón Gylfason, fráfarandi
fræðslustjóri í Reykjanesbæ, segir að
skólasamfélagið hafi tekið kennsl-
una til gagngerrar endurskoðunar
og leik- og grunnskólastigið vinni
saman að því með foreldrum að ná
árangri. Lögð er áhersla á læsi og
stærðfræði frá tveggja ára aldri.
Fyrir vikið komi nemendur mun
betur undirbúnir inn í grunnskól-
ana. „Við settum okkur skýr mark-
mið um að vera á meðal þeirra bestu
á samræmdum prófum. Við vissum
að árangurinn myndi fyrst koma í
ljós hjá yngstu börnunum og verk-
efnið fram undan er að fleyta þess-
um góða árangri upp í 10. bekk. Við
erum með gríðarlega sterka yngri
árganga en framfarirnar birtust fyrst
hjá yngstu börnunum, langþráðar
framfarir eru nú einnig komnar á
miðstigi.“
Hann segir að lagt hafi verið af
stað með það markmið að breyta
menntunarstöðu í Reykjanesbæ,
draga úr brottfalli og búa þannig um
hnútana að ungmenni standi jafn-
fætis öðrum á landinu. „Við erum
ekki bara að kenna, við ætlum að
Kópavogur er með
bestu sKólana
n Samræmd próf afhjúpa þá bestu og verstu n Árborg stendur verst sveitar-
félaga með meira en 5.000 íbúa n Reykjanesbær stelur senunni í 4. bekk
„Kennslan verður
betri ef maður
finnur að maður hefur
vald yfir henni sjálfur – ef
maður finnur að manni er
treyst.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir,
sviðsstjóri menntasviðs í Kópavogi.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Fyrsti hluti
Við Hörðuvallaskóla Anna Birna Snæbjörns-
dóttir, framkvæmdastjóri menntasviðs Kópa-
vogsbæjar (til vinstri) segir að mikið sé lagt upp úr
faglegu frelsi í grunnskólum Kópavogsbæjar. Með
henni á myndinni er Ragnheiður Hermannsdóttir
deildarstjóri grunnskóla á menntasviði bæjarins.
MyNd SiGtRyGGuR ARi