Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 20.–23. mars 201522 Fréttir G eir Gunnarsson losnar úr hinu rammgerða fang- elsi Greensville í Virginíu í Bandaríkjunum 14. sept- ember næstkomandi eftir að hafa verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998. Þetta telst vera lengsti dómur sem nokkur Íslendingur hef- ur þurft að afplána en samanlagt mun hann dúsa inni í 17 og hálft ár. Til samanburðar er lífstíðardómur á Íslandi 16 ár og er afplánunin oftast töluvert styttri. Í framhaldinu mun Geir flytja til Íslands enda hefur hann verið svipt- ur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Kvartar ekki og kveinar Móðir hans, Guðrún Friðgeirsdóttir, sem er búsett í Bandaríkjunum hlakkar að vonum mikið til að sjá son sinn losna loksins úr prísund- inni. „Þetta verður léttir fyrir mig líka. Það er eins og ég sé líka að losna út og fjölskyldan öll,“ segir Guðrún, en bróðir Geirs er einnig búsettur vestanhafs. Eiginmaður Guðrúnar lést fyrir tveimur árum. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé búinn að vera erfiður tími, en ég tek lífinu eins og það er og reyni að gera það besta úr því sem ég get. En ég kvarta ekki og kveina.“ Var utanveltu á Íslandi Geir, sem er 42 ára, sleit barnsskón- um í Reykjavík og í Árnessýslu en fluttist ellefu ára til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og bróð- ur. Þau notuðu fjölskyldunafnið Thoris son. Geir gekk illa að aðlag- ast og varð utanveltu sem ungling- ur. Árið 1995 var hann hér heima í tæpt ár og vann þá hjá Vöruflutn- ingamiðstöðinni en að hans sögn var djammað allar helgar. Höfuðkúpubraut hermann Hann leiddist svo út í enn meiri áfengisneyslu þegar hann kom aft- ur út til Bandaríkjanna og einnig fíkniefnaneyslu. „Hann var stöð- ugt að reyna að sanna sig og eign- ast vini, reyndi að vera fyndinn og skemmtilegur,“ segir vinkona Geirs, Kristín Sólveig Bjarnadóttir. Kvöldið örlagaríka, þegar líkams- árásin átti sér stað, tók hann þátt í ráni með öðrum manni sem fór úr böndunum. Ránið endaði sem alvarleg líkamsárás þar sem fórn- arlambið höfuðkúpubrotnaði. Geir vildi sanna fyrir vini sínum að hann væri engin gunga og þyrði að ræna manninn, þótt hann væri sjálfur logandi hræddur. Tuttugu ár í stað þriggja Maðurinn sem Geir höfuðkúpu- braut var hermaður. Í stað þess að fá þriggja til sex ára dóm eins og búist hafði verið við miðað við dóma fyrir sambærileg brot í Virginíufylki hlaut hann 20 ára dóm sem ekki var hægt að áfrýja. Einnig var hann sviptur landvist- arleyfi. Fjölskylda Geirs hafði ekki efni á því að ráða verjanda og því útvegaði ríkið þeim einn slíkan, sem reyndist þeim ekki vel. Að sögn Guðrúnar sagði hann þegar dómurinn þungi féll: „Já, lokið „Eins og ég sé n Geir Gunnarsson hefur verið í bandarísku fangelsi í 17 ár n Flytur heim til Íslands í september Freyr Bjarnason freyr@dv.is líka að losna út“ „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé búinn að vera erfiður tími, en ég tek líf- inu eins og það er og reyni að gera það besta úr því sem ég get. En ég kvarta ekki og kveina. Fundaði með Geir H. Haarde Sendiherrann reynir að greiða götu nafna síns Kristín Sólveig átti fund með Geir H. Haar- de, sendirherra Íslands í Washington, í Reykjavík áður en hann flutti út til Bandaríkjanna og setti hann inn í mál Geirs. Sem sendiherra mun hann líklega reyna að fá upplýsingar um hvernig staðið verður að „útskrift“ nafna síns úr fang- elsinu. „Geir Haarde tók vel í beiðni mína um að athuga þetta mál og gera allt sem í sínu valdi stæði til að greiða götu Geirs heim,“ segir hún og vonar það besta. Í fangelsinu Geir Gunnarsson glaður í bragði ásamt Shelby, Sóleyju Maríu, Kristínu og Guðrúnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.