Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 20.–23. mars 2015 „Þetta er ástríða mín“ n Ingó í Dimmu heldur töfraskemmtun n Ekki alltaf þótt töff að vera töframaður M aður er nettur nörd. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir rokk- arinn og gítarleikari Dimmu, Ingó Geirdal, sem verður með töfrasýningu í Salnum í Kópavogi laugardaginn 28. mars en Ingó hefur stundað töfrabrögð frá árinu 1978. Rokkaðar töfrasýningar „Ég var bara sex ára þegar ég vissi að þetta væri það sem ég vildi gera og tíu ára komst ég í galdrabækur. Ég hef því starfað sem töframaður lengur en nokkur annar Íslending- ur, menn hafa komið og farið en ég hef alltaf haldið þessu við,“ segir Ingó sem fór einnig snemma að æfa sig á gítarinn. „Ég hef alltaf stundað hvort tveggja. Það hef- ur ekkert breyst. Þetta er ástríða mín. Töfrabrögðin og þungarokk- ið eru líka ekkert svo ólík. Ég nálg- ast þetta á sama hátt. Töfrasýn- ingar mínar eru það rokkaðar að ég get stokkið beint af tónleikum á töfraskemmtun enda klædd- ur sömu leðurbuxunum og með keðjurnar. Meira að segja þegar ég skemmti forsetanum mætti ég í leðurdressinu. Og Dorrit var mjög ánægð með það.“ Engin barnasýning Dimma hefur verið áberandi upp á síðkastið en tónleikaplata sveit- arinnar er ein söluhæsta platan þessa dagana auk þess sem Dimma lauk nýlega fimm tónleik- um með Bubba Morthens sem að sögn Ingós gengu vonum framar. „Við erum sáttir. „Underground“- senan í þungarokkinu hefur ver- ið mjög sterk upp á síðkastið og það hlaut að koma að því hún kæmi upp á yfirborðið. Það fer allt í hringi.“ Hann viðurkennir að það hafi ekki alltaf þótt töff að vera töfra- maður. „En það hefur aldrei skipt mig máli. Þetta er það sem mig hef- ur alltaf langað til að gera og trúi á. Og það er ástæðan fyrir því að tími Dimmu er kominn; ef maður er nógu lengi í þessu og gerir það sem maður trúir á hlýtur að koma að því að aðrir kveikja líka. Töfra- sýningin mín er alls engin barna- sýning þótt þetta sé sýning fyrir alla fjölskylduna. Ég nota flugbeitt rakvélablöð og ýmis áhættuatriði og hef verið að blanda hugsunar- lestri inn í þetta. Það er ekki eins og maður sé að draga kanínu upp úr pípuhatti.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Meira að segja þegar ég skemmti forsetanum mætti ég í leðurdressinu Vinsælir Tónleikaplata Dimmu er ein vinsælasta platan um þessar mundir. Mynd MattI SVanuR Rokkari Ingó er gítarleik- ari þungarokksveitarinnar Dimmu. Mynd BRynjaR SnæR töframaður Ingó hefur æft töfrabrögð frá árinu 1978. Mynd KRISSý A thafna- og kvikmynda- gerðarkonan Margret Hrafns lifir og hrær- ist í heimi þeirra frægu og ríku í Los Angel- es. Margret og eiginmaður hennar, kvikmyndagerðar- maðurinn Jón Óttar Ragnars- son, fengu á dögunum heimboð til vinar síns, athafnamannsins og milljarðamæringsins Ron Burkle, sem í fyrra sat í 633. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk jarðarinnar. Heimili Burkle er ekki af lak- ari gerðinni en húsið kallast Greenacres og var byggt af leikaran- um, kvikmyndagerðarmanninum og risa þöglu myndanna, Harold Lloyd, árið 1928 og var í hans eigu þar til hann lést 1971. Húsið hef- ur verið kallað „tignarlegasta kvik- myndastjörnuheimili allra tíma“ en það þekur yfir 4.600 fermetra. Í veislunni sem íslenska kvikmynda- gerðarfólkið sækir mun enginn annar en Cher taka lagið. n Heimsækir einn rík- asta mann veraldar Margret Hrafns lifir og hrærist í heimi stjarnanna Þekkir þá frægu og ríku Margret hefur fengið heimboð til milljarðamæringsins Ron Burkle. Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% + vsk upp að 60 milljónum 299.900.- + vsk VANTAR – VANTAR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.