Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Við verðum hátíðarskapi um helgina Páskar og afmæli í kolaPortinu 2.4 Skírdagur Opið 11 - 17 3.4 Föstudagurinn langi Lokað 4.4 Laugardagur Opið 11 – 17 5.4 Páskadagur Lokað 6.4 Annar í Páskum Opið 11 – 17 Afmælishátíð Emmessís fyrir alla káta krakka í tilefni 26 ára afmæli Kolaportsins Seðlabankinn uggandi yfir endurkomu myntkörfulána S eðlabanki Íslands gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra sem gæti leitt til þess að fjár- málafyrirtæki færu aftur að bjóða neytendum gengis- tryggð bílalán. Yrði það hættuleg þró- un, að mati Seðlabankans, enda hafi reynslan sýnt að þeir lántakar sem fóru einna verst út úr hruninu voru einstaklingar og fjölskyldur með er- lend bílalán. Bankinn telur almennt óráðlegt að neytendur geti fengið lán sem fela í sér gjaldeyrisáhættu. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans um frum- varp Bjarna Benedikts- sonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á lögum um neytendalán. Í um- sögninni ráðleggja yfir menn í Seðla- bankanum að neyt- endum verði gert að standast „greiðslu- mat í viðkomandi gjald- miðl- um“ þegar þeir óski eftir lánum í erlendum gjaldmiðlum eða gengis- tryggðum. Frumvarp fjármála- ráðherra gerir aftur á móti þá kröfu að neytendur sem hafi aðeins tekjur og eign- ir í krónum geti fengið er- lend lán svo lengi sem þeir geti sýnt fram á „augljósa fjár- hagslega burði“ til að standast gengissveiflur. Margþætt áhætta Frumvarpið felur meðal annars í sér að gengis- tryggð krónulán verði heimiluð en Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað dæmt þau ólögleg. Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) tel- ur bann við gengis- tryggingu ekki sam- ræmast megin- reglu EES-samn- ingsins um frjálst fjármagnsflæði og hefur því hótað að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Seðlabank- inn átti sæti í undirbúningsnefnd frumvarpsins en í umsögninni kem- ur fram að þær breytingar sem gerð- ar voru á því eftir að nefndin lauk störfum gangi skemur en Seðlabank- inn telur nauðsynlegt. „Verulegar sveiflur hafa verið á íslensku krónunni síðustu áratugi en með fjármagnshöftum hefur þó náðst meiri stöðugleiki síðustu miss- eri. Reynslan hefur jafnframt sýnt að hinn almenni neytandi gerir sér ekki grein fyrir hversu miklar sveiflur geta verið á gjaldmiðlum og þar með þeirri gjaldeyrisáhættu sem felst í því að vera með lán í öðrum gjaldmiðli en tekjur eru í. Áhættan lýtur ekki einvörðungu að lántakendum og lánveitendum heldur þjóðfélaginu í heild,“ segir í umsögn Seðlabankans. Tekur undir gagnrýnina „Ég tek undir þessi sjónarmið Seðla- bankans og ef við leyfum þessi lán þá er mikilvægt að það verði algjört skil- yrði að þeir sem taki þau hafi tekjur í þeirri mynt sem þeir fá lánin í. Ef menn eru að taka lán í þessum mynt- um, með tekjur í krónum, er verið að búa til áhættu og hugsanlega auka óstöðugleika í kerfinu,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Það er vissulega gott að hafa frelsi, svo lengi sem það veldur ekki öðrum tjóni, en í þessu tilfelli, þegar ábyrgðin og tjónið lendir á sam- félaginu, er mikilvægt að læra af reynslunni og takmarka þessi lán við skynsamleg viðmið.“ Frosti bendir einnig á að í frum- varpinu er Seðlabankanum heimilt, að fengnum tilmælum fjármálastöð- ugleikaráðs, að setja lánastofnunum reglur um erlend lán í þeim tilgangi að takmarka lántökur þeirra sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu. „En ég held að þingið eigi ekki að fela einhverjum framtíðarnefnd- um að fást um þetta, að taka bolluna úr partíinu þegar það er byrjað. Það er best að byrgja brunninn á með- an timburmennirnir eru enn í fersku minni. Ég held að það verði ekki neitt tjón af því að takmarka þessar lán- veitingar við að menn standist þetta greiðslumat sem Seðlabankinn legg- ur til. Ég hef ekki séð neinar sannfær- andi skýringar um hið gagnstæða,“ segir Frosti. n Vill breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra sem gæti leitt til endurkomu gengistryggðra bílalána Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Ég tek undir þessi sjónarmið Seðla- bankans og ef við leyfum þessi lán þá er mikilvægt að það verði algjört skil- yrði að þeir sem taki þau hafi tekjur í þeirri mynt sem þeir fá lánin í. Sammála Seðlabankanum Frosti Sigurjónsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis, segir mikilvægt að fjármálafyrirtækj- um verði eingöngu heimilt að veita neytendum erlend lán ef þeir standist greiðslumat í viðkomandi gjaldmiðlum. Fjármálaráðherra Gengistryggð lán verða aftur heimiluð ef frumvarp Bjarna Benediktssonar um breytingar á lögum um neytendalán verður samþykkt á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.