Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 51
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Fólk Viðtal 39 verið barnanna best þótt hún hafi ekki verið neinn Breiðholtsvillingur. „Tíðarandinn var allur annar, engar tölvur, sjónvarpslaust á fimmtudög- um svo eitthvað urðum við að gera okkur til dundurs. Á kvöldin var kannski rölt upp í sjoppu og svo horft á vídeó, hverja hryllingsmyndina á fætur annarri og þátt af Dynasty inn á milli. Ég byrjaði eitthvað að reyna að reykja í níunda bekk en það gekk nú ekki, en ég man að við vorum farin að djamma 15 ára enda var ég í vinnu og átti alltaf nægan pening. Þá var enginn bjór til að stelast í og ódýrast að kaupa bara brennivín sem maður var eitthvað að þvæla ofan í sig. Við vorum annars held ég ósköp hefð- bundnir unglingar. Það var djamm- að og fyrstu árin í menntaskóla sner- ust meira um að ná prófunum en að standa sig. Það var allt öðruvísi að vera ung- lingur á þessum tíma, unglinga- drykkja var ótrúlega samþykkt og eftirlitið var lítið. Nú er ég ekki að álasa foreldrum mínum heldur var þetta bara stemmingin og foreldrar ekkert endilega upplýstir um hvað var í gangi. Mínir unglingar eru mun stilltari hvað það varðar og frábært hvaða árangri við höfum náð í ung- lingadrykkju. Ég rétt náði að kíkja á Hallærisplanið áður en það leið undir lok en á unglingsárunum var mesta stuðið í Traffík og síðan var ég með góða mætingu á menntaskóla- böllinn. Annars gerði ég ekki mik- ið af mér. Ég hef alltaf verið frekar til baka og finnst enn í dag ekkert endilega þægilegt að fara á manna- mót þar sem ég þekki ekki marga. Þetta hefur þó aðeins lagast með aldrinum.“ Pabbi hafði áhyggjur Börn Brynhildar eru tvö, Rakel, sem verður 21 árs á árinu og er þessa stundina á Balí í tveggja mánaða Asíureisu, og Pétur, 17 ára mennt- skælingur. Brynhildur viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á eftir dótturinni í slíkt ævintýri. „Við ræð- um samt saman á hverjum degi. Það er ekki eins og ég hafi sent hana til tunglsins og í raun held ég að heimurinn sé alls ekkert hættu- legri en hann var þegar ég var ung. Það er allavega hægt að vera í stanslausu sambandi í dag,“ seg- ir hún og játar því að hún hefði getað hugsað sér fleiri börn. „Ég hefði kannski viljað eignast eitt í viðbót en ég verð bara frábær amma í staðinn. Fjölskyldan var öll klár í að ég tæki slaginn í pólitíkinni. Það var helst pabbi sem hafði áhyggjur en hann studdi mig eftir að ég hafði ákveðið þetta. Hann hafði mestar áhyggjur af umræðunni, sem getur orðið ansi ljót. En ég hef sloppið ágætlega og kvarta ekki enda held ég að ef maður er heiðarlegur í þessu starfi og gerir sitt besta þurfi maður lítið að óttast. Hins vegar er eðlilegt, í starfi þar sem maður býður sig fram, að allt sé skoðað og mað- ur þurfi að svara fyrir afstöðu sína og fullyrðingar. Fjölmiðlar eiga að vera erfiðir. Ég fæ mikinn stuðning frá fólki en ég veit að einhverjir eru ekki hrifnir af því sem ég er að gera. Ég bara treysti því að kjósendur mín- ir láti mig vita ef ég er í ruglinu. Hins vegar verð ég alltaf jafn glöð þegar ég hitti fólk og það spyr hvað ég vinni við. Þá svara ég oft að ég starfi á Al- þingi. Það er hressandi þegar mað- ur áttar sig á því að það eru alls ekki allir að spá í mann. Enda lítur fólk öðrum augum á þingmennsku en var. Í dag er þetta starf fyrir alla. Það er ekki snobbað fyrir þessu eins og í gamla daga þegar þingsæti þótt meira embætti.“ Upphlaup utanríkisráðherra Brynhildur segir stemminguna á þingi síðustu daga undarlega. „Manni er misboðið. Ef ráðherr- ar nenna ekki með mál í gegnum þingið hvað erum við þá að gera þarna? Stjórnvöld eru með mik- inn þingmeirihluta þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál að ná málum í gegn,“ segir hún og vís- ar þar til margumrædds bréfs utan- ríkisráðherra til ESB. „Í fyrra mætti öll þjóðin niður á Austurvöll til að mótmæla og því skilur maður ekki að þeir láti þetta mál ekki kyrrt liggja. Maður eiginlega skilur ekki að stjórnvöld hafi mislesið stöðuna svona illilega – ég hefði alveg getað sagt þeim þetta. Málið var í bið og enginn að kalla eftir einhverjum að- gerðum. Það hefur örugglega engri þjóð tekist að flækja aðild að ESB eins og okkur og það segir því mið- ur svo mikið um okkur að við get- um ekki klárað samningana og lagt fyrir þjóðina. Það er eiginlega al- gerlega glatað. Varðandi þessi upp- hlaup sem utanríkisráðherra hefur tvisvar staðið fyrir þá má kannski segja að fyrir okkur sem viljum klára samninginn þá hafi þetta mál skap- að umræðu og aukið áhugann á ESB og gert kröfuna um að þjóðin fái að sjá samninginn sterkari. Mér finnst málflutningurinn um ESB oft vera svo skrítinn og heimóttarlegur, rétt eins og ESB sé eitt stórt skrímsli en ekki samstarfsvettvangur okkar helstu nágranna- og vinaþjóða. Við verðum að ákveða hvort við viljum taka þátt í þessu samstarfi og meta kosti og galla. Til þess þurfum við að klára aðildarviðræðurnar.“ Erfið óreiða Hún segir bréf utanríkisráðherra ekki það fyrsta sem hafi komið henni á óvart síðan hún settist á þing. „Vinnubrögð þingsins hafa kom- ið mér mikið á óvart. Ég held að við gætum náð miklu betri árangri með betri vinnubrögðum. Skipulagsleys- ið er mikið og það viðurkenna það allir. Við getum ekki gert plan einn mánuð fram í tímann ekki einu sinni viku fram í tímann. Ég á bágt með að þola þessa óreiðu. Kannski er þetta líka óvenju erfitt þar sem ég bý á tveimur stöðum. Ég er að reyna að skipuleggja líf mitt og þarf ekki meiri óreiðu,“ segir hún en bætir svo við að sjálf sé hún alls ekkert svo skipulögð. „Maðurinn minn myndi ekki segja að ég væri það en hér á þingi upplifa margir mig sem skipulagsfrík. Ég vil nýta tímann vel og að hlutirnir séu í lagi.“ Valdabrölt skemmir Aðspurð segist hún lítið hafa velt fyrir sér eigin frama innan stjórn- málanna. „Ég geng ekki með ráð- herrastól í maganum, alls ekki. Það væri skrítið markmið enda svo fjar- lægt að ég hef ekki einu sinni spáð í það. Svo hefur farið illa fyrir mörg- um ráðherrum, það eru færri sem valda þessu embætti en hitt. Það ætti enginn að leitast við að verða ráð- herra nema geta hugsað sér að taka erfiðar ákvarðanir og geta brugðist við óvæntum atvikum. Í raun ætti ráðherra ekki að hugsa þannig að þeir verði að ná endurkjöri. Það koma dagar sem ég hugsa með mér hvað það væri frábært ef ég fengi annað kjörtímabil. Fyrsti vet- urinn fór mest í að læra á þetta allt saman en núna er ég komi með smá reynslu. En svo fæ ég líka kast inn á milli og skil ekkert í mér að vera þarna en svona 80 prósent tímans finnst mér þetta mjög skemmtilegt og gefandi starf. Við erum góðir vin- ir í flokknum og hjá okkur hafa ekki verið neinar uppákomur, valdabrölt eða annað sem getur skemmt fyrir. Það er líka að mörgu leyti skemmti- legt hlutverk að vera í stjórnarand- stöðu. Það tekur eflaust meira á að þurfa að stjórna.“ Alvön fjarsambandi Þau Guðmundur hafa verið gift í 20 ár. Hún segir fjarlægðina sem starf- ið valdi ekki hafa neikvæð áhrif á hjónabandið. „Við erum svo sem vön því að vera aðskilin. Hann var á sjó í byrjun sambandsins og svo vann hann fyrir sunnan fyrst eftir að við fluttum norður og var um tíma með annan fótinn í Bretlandi. Við tölum mikið saman í tölvunni og erum í stanslausum samskiptum. Ég fylgist vel með því sem gerist heima þótt ég sé ekki á staðnum. Mér finnst samt ákaflega mikilvægt að komast heim um helgar. Annars væru helg- arnar erfiðastar. Ég fann það þegar hann var að vinna úti. Á virkum dög- um er maður á fullu í vinnunni og finnur kannski ekki eins mikið fyrir því að hitta ekki fjölskylduna en um helgar vill maður njóta hennar. Ef vel lætur er ég að fara suður á mánudagsmorgni og koma heim á fimmtudegi og svo er alltaf planið að skrópa á þingfundi á fimmtudegi og fara norður og vinna þar en ég hef ekki enn látið verða að því,“ seg- ir hún og bætir brosandi við að hún hefði ekkert á móti því ef Alþingi yrði flutt til Akureyrar. „Ég hef herbergi í kjallaranum hjá mömmu þegar ég er fyrir sunnan og svo reyni ég að skjót- ast reglulega yfir til pabba og stjúpu líka. Ég veit ekki hvað ég gerði ef ég ætti ekki fjölskyldu í Reykjavík og færi alltaf heim ein í einhverja íbúð á kvöldin. Þingfundir standa gjarnan fram á kvöld og sem betur fer er mötuneytið gott en ég borða oftast með mömmu og stjúpa, og nýt þess hvað hún er góður kokkur.“ Sameiginleg áhugamál Þau hjónin fundu sér drauma- húsið á brekkunni á Akureyri árið 2005 og hafa eytt stór- um hluta af sínum frítíma við að gera það upp. „Þetta verð- ur allavega draumahúsið þegar það er tilbúið. Okkur líður vel hér þótt það sé ekki ennþá alveg tilbúið og þetta hafi tekið ærinn tíma,“ segir hún og segir að þau hjónin séu góðir vinir. „Við höf- um bæði gaman af ferðalögum sem hafa þó setið á hakanum þar sem peningarnir hafa að mestu farið í húsið síðustu ár. Við erum bæði mjög hrifin af Suður-Evrópu og veltum stundum fyrir okkur af hverju við eyðum ekki mánuði á Ítal- íu á hverju sumri. Svo hef ég plön um að draga manninn minn með mér í fjallgöngur. Hann er ekki alveg jafn áhugasamur en hefur lofað að gefa því séns. Við getum talað enda- laust saman um allt milli himins og jarðar og höfum sem betur fer áhuga á vinnu hvort annars. Ég get borið allt undir hann. Stundum talar hann líka örugglega í gegnum mig, þegar hann kemur með góða punkta.“ Elskar blómin Einkadóttirin kemur heim í byrj- un næsta mánaðar og tilhlökkunin er því mikil. „Það var erfitt að kveðja hana en þetta lagaðist strax og hún var farin. Ég vil gjarnan að börn- in fari til útlanda og sérstaklega sem hluta af námi enda svo margt í boði í dag. Ég held að það sé mjög gott að víkka sjóndeildarhringinn. Mestu áhyggjurnar eru að þau ílengist,“ seg- ir hún og bætir við að hún hlakki til sumarsins. „Við hjónin vorum búin að ákveða að fara til Ítalíu en svo langar okkur líka í parket. Ætli ég verði ekki bara á pallinum heima í góða veðr- inu og fari í nokkrar gönguferðir. Ég elska að hafa tíma til að prjóna og hugsa um blómin mín. Kannski ég læri bara blómaskreytingar eða garð- rækt í framtíðinni. Það er eitthvað frá- bært við það að setja niður lítið fræ og enda með fallegt sumarblóm eða bragðgott klettakál.“ n „Ég fylgist vel með því sem gerist heima þótt ég sé ekki á staðnum Hjón á ferðlagi Myndin er tekin árið 2007 þegar hjónin voru í Tókýó. Brynhildur Pétursdóttir Ákvað að reyna fyrir sér í pólitík í stað þess að rífast um þjóðmálin heima í eld- húsi. Mynd SigtryggUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.