Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 32
32 Umræða Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 N ú er verið að jagast um hvort selja eigi áfengi í Rík- inu eða venjulegum búð- um og stundum getur maður orðið undrandi á því hversu miklum tilfinningahita svona mál getur valdið – hvernig menn nenna að æsa sig yfir þessu til eða frá. Að hafa þetta að baráttu- og hugsjónamáli er auðvitað áhuga- vert á sinn hátt, en þeir sem berjast gegn því að áfengissala færist inn í kjörbúðir geta að sama skapi orðið full dramatískir í sínum heimsenda- spám um þær hörmungar sem slíkt fyrirkomulag myndi leiða yfir sam- félagið. Öll höfum við heimsótt ná- grannalöndin og fjölmargir Ís- lendingar hafa búið erlendis um lengri eða skemmri tíma og ég held að fæstir hafi séð merkjanlegan þjóð- félagslegan mun á löndum út frá því hvernig háttur er hafður á við sölu og dreifingu áfengis. Í Kaupmanna- höfn eru snafsaflöskur í augnhæð í hillum í öllum sjoppum og bjórar í kæli án þess að allt hafi orðið vit- laust; í Danmörku hefði verið hlegið að þeim mönnum sem vildu banna sölu bjórs eða léttvíns í mötuneytum elliheimila, svo dæmi sé tekið af ís- lenskri umræðu. Í Berlín bjó ég í námunda við bensínstöð sem var opin allan sólar- hringinn og hafði á boðstólum furðu gott úrval af alls kyns víni og bjór, og meira að segja Havanavindla í raka- geymslum. Varð ég þó aldrei var við áberandi drykkjuskap á þeim slóð- um, fann ekki einu sinni vindlalykt, hvað þá kaupstaðarlykt. Yfirvöldin stjórna drykkju Það sem er óþægilegt við þá sam- félagsskipan að ríkið eitt megi selja áfengi, og það þótt sú hugsun sé af góðum og jafnvel göfugum rótum runnin, er að hún tengist líka þeirri hugmynd að það fari betur á því að eitthvert yfirvald frekar en einstak- lingurinn sjálfur taki ákvarðanir um eitthvað sem er algerlega hans einkamál. Þessu má ekki rugla saman við þær hugsanlegu athafnir fólks sem geta valdið öðrum skaða eða vand- ræðum – það er alveg sjálfsagt að reisa slíku háttalagi skorður. En langi nú einhvern til að skreppa í bíó, lesa bók fram eftir allri nóttu eða horfa á sjónvarpið, fara í næturbíltúr, eða bara sitja heima hjá sér og drekka bjór, þá kemur það engum öðrum við – viðkomandi gæti kannski lent í því að verða syfjaður og illa fyrirkall- aður næsta dag, jafnvel sofa yfir sig, koma of seint í vinnu eða skóla, en það er þá hans mál, ekki einhverra yfirvalda sem við myndum aldrei kjósa til að stjórna slíku. Og reynslan er reyndar sú að stýring yfirvalda á áfengisneyslu hefur stundum ekk- ert nema sorglegar eða jafnvel fárán- legar afleiðingar í för með sér; stund- um tragíkómískar. Ég sá þátt um líf í grænlensku þorpi þar sem áfengis- sendingar voru opinberum stýring- um háðar og komu bara stundum og þá í uppsöfnuðum skömmtum. Og leiddu til þess að menn hrundu í það þegar sendingin kom, hvernig sem annars á stóð, og voru síðan rænu- lausir eða hálfóðir af drykkju þar til allt hafði klárast, oft sjálfum sér og öðrum til skaða. Ég var í Færeyjum fyrir rúmum þrjátíu árum, og þar var svipað hjá okkur uppi á teningnum og öllum skattaformsatriðum hafði verið full- nægt, og sendingin kom loks á póst- húsið. Lokað í aflahrotum Kómískara afbrigði af þessu sama var hér á árunum þegar flest byggðarlög landsins þurftu að panta frá einhverjum höfuðstað viðkom- andi fjórðungs áfengi gegnum póst- inn. Þá höfðu fiskverkendur oft svo mikil völd að þeir gátu hiklaust látið loka pósthúsinu á fimmtudegi og fram yfir helgi ef sýnt var að þeir þyrftu á öllu vinnuafli þorpsins að halda. Og enginn spurði um mann- réttindi þess fólks sem heldur hafði ætlað að gleðja sig með víni í helgar- fríinu en vera áfram í slorinu. Úr mjög nálægri samtíð má minnast þeirrar stórhlægilegu að- gerðar borgarstjórans fyrrverandi sem kallaður var gamli góði Villi að láta slökkva á bjórkælinum í Ríkinu í Austurstræti. Borgaryfirvöld fengu semsé að ráða því að fólk yrði að drekka bjórinn volgan, jafnvel þótt það hefði sjálft kosið annað; gott ef borgarstjórinn fór ekki sjálfur inn í einokunarbúðina og tók kælinn úr sambandi; þetta var eins og eitthvað úr sögulegri skáldsögu frá tímum Hörmangarafélagsins. Volgi bjórinn í Ríkinu Nýlega aðgerð af svipuðum toga má nefna, en þannig er að í Vínbúð- inni í Kringlunni eru fínir kæliskáp- ar meðfram einum veggnum. Vitað er að megnið af þeim bjór sem seld- ur er í búðinni fer í dósum, og dósir með vinsælustu tegundunum voru í þessum skápum. Einn góðan veður- dag var hætt að hafa dósir í þess- um kæli, heldur einungis flöskur. Á þessum aðgerðum fengust engar aðrar skýringar en kannski þær að með því móti væri miklu fljót- legra að sjá um áfyllingar. Og vel að merkja: í flestum öðrum Vínbúðum einkasölunnar eru engir kæliskápar, nema kannski „köld“ opin kæliher- bergi, þar sem hitinn er fáum gráð- um undir venjulegum stofuhita. Það eru helstu rökin gegn einok- unarverslunum að þar þurfa menn ekkert að hafa áhyggjur af því hvað kúnnarnir vilja, eða að þeir séu sæmilega ánægðir; þeir bara fá það sem að þeim er rétt. Eins og var í DDR. Ég man í minni barnæsku að stundum heyrði maður á tal húsmæðra um einhvern kallinn sem vildi helst drekka, en planið var að fela fyrir honum vínið. Og ef það klikkaði spurðu húsmæður sem sátu saman í eldhúsi og reyktu síga- rettur, fullar vandlætingar: „Hvar komst hann í vín? Var ekki búið að fela það fyrir honum? Hella því nið- ur? Það verður bara að sjá til þess að hann komist ekki í vín!“ Eins og þannig væri lausnin á öllum vanda þeirra sem vildu drekka. Ég held ekki að einu sinni fanatískustu SÁÁ- menn myndu í dag mæla með svona aðferðum. En þær minna samt á til- raunir hins opinbera til að loka að- gangi fólks að drykkjum, eins og að ætla að uppræta áfengissýki með því móti. Winston bjóddu vinum Annars er líka sumt ærið sérkenni- legt við umræðurnar um auglýs- ingar á tóbaki og áfengi. Það er furðu framandi reyndar til þess að hugsa að það er nokkuð stutt síð- an sígarettuauglýsingar tröllriðu öllum miðlum – það er allavega okkur sem erum komin á miðjan aldur í fersku minni. Á hverju kvöldi voru í sjónvarpinu seiðandi auglýs- ingar um kamel sígarettur – röddin í auglýsingunni var reyndar svo töff að hún sagði „Keimel-sígarettur“ um þetta pródúkt sem aldrei hefur heitið annað en kamel hér á landi; þetta var á sinn hátt álíka aðför að íslenskri málvenju eins og þegar íþróttafréttamenn nú á dögum kalla ensku hafnarborgina Húll „Höll“. En hvað um það, að búa til síga- rettuauglýsingar var jafnvel sam- kvæmis- eða fjölskylduleikur; ég man eftir mikilli samkeppni sem umboðsmenn winston efndu til þar sem almenningur átti að botna setninguna: „Ég vel winston sígar- ettur vegna þess að …“ Ég man að margir urðu hundóánægðir þegar botninn, eða botnleysan, „Winston bjóddu vinum / eitthvað handa hin- um“ bar sigur úr býtum og töluðu ýmsir um svik og hreina lögleysu. En átta ára drengur reyndist hafa unnið samkeppnina, reyndar með hjálp afa síns eins og hann sagði fjölmiðlum himinlifandi. Ég man ekki hver vinningurinn var; vonandi ekki sígarettukarton. Um hvað snýst auglýsingabannið? En núna er líka bannað að auglýsa bjór og annað áfengi, þótt það sé gert í stórum stíl, og alltaf jafn fyndið að heyra og sjá orðinu „létt öl“ skeytt við auglýsingar sem eru augljós- lega stílaðar á kallahópa sem ætla að horfa á fótbolta – svona kompaní þar sem hver sá sem sæist sötra óá- fengt öl yrði spurður hvort hann Brennivínsmálefni og bjórs Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Það sem er óþægi- legt við þá sam- félagsskipan að ríkið eitt megi selja áfengi, og það þótt sú hugsun sé af góð- um og jafnvel göfugum rótum runnin, er að hún tengist líka þeirri hug- mynd að það fari betur á því að eitthvert yfirvald frekar en einstaklingurinn sjálfur taki ákvarðanir um eitthvað sem er algerlega hans einkamál. Auglýsingabann „Trúlega hvarflar að engum sem hefur hugsað málin að það sé hægt að banna bjórauglýs- ingar á Íslandi.“ MYnd 123Rf.coM Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Fæst í öllum helstu apótekum. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.